Leita í fréttum mbl.is

Skattatillögur Sjálfstæðismanna

Var svona aðeins að velta fyrir mér tillögu Sjálfstæðismanna um eitt skattþrep. Fólki lýst kannski ágætlega á það en ég er að velta fyrir mér eftirfarandi:

  • 37,32% af tekjum  0 - 241.475 kr.
  • 40,22% af tekjum  241.476 - 739.509 kr.
  • 46,22% af tekjum yfir 739.509 kr.

Þetta er kefið eins og það er í dag. Þannig að af fyrstu 240 þúsundunum borgum við 37,32% skatt. Síðan af því sem er umfram upp að 739 þúsundum borgum við 40,22%. Og svo fyrir þá sem hafa hærri tekjur en 739 þúsund boga 46% af þeim launahluta sem fer uppfyrir það.

En nú boðar Sjálfstæðisflokkur eitt þrep. Og segjum að hann taki þá leið að leggja niður lægsta og hæsta þrep. Þá er ljóst að skattar á laun undir 241 hækka því þá borga þau 40% skatt af þeim launum. Sem og að þeir sem eru örugglega með tekjur upp að hvað um 400 þúsund borga hærri skatta og í raun alveg upp að 739 þúsundum þó þeir sem eru ofarlega í skattþrepi 2 finni ekki mikið fyrir því . En þeir sem mest græða á þessu eru þeir sem eru vel upp í 3 þrepi í dag. Þeir fengju mikla lækkun á þær upphæðir.  En ljóst að þeir sem mest finna fyrir þessari leið eru láglaunastéttir, örorku og ellilífeyrisþegar sem þá þurfa að borga mun meiri skatta.  Nema að í kjölfarið verið persónuafsláttur hækkaður mjög mikið. 

P.s. af því einhver var að rengja mig áðan þá reiknaði ég þetta bara út fyrir 350 þúsund króna tekjur og svona lítur þetta út:

 

hugsanleg_utfaerslaskattur_1193011.jpg

 

 

 

hugsanleg_utfaerslaskattur2.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki alveg rétt hjá þér. þú borgar ekki skatt undir skattleysis mörkum. sem eru persónuafl´sattur/skattprósenta

Geir Guðjónsson (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 21:37

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég var ekkert að tala um það. Skattleysismörk er hvað um 135.330 síðan er persónuafsláttur. En fólk sem er með tekjur undir 240 þúsundum borga í dag36% skatt af þeim launum sem eru umfram 176 þúsundum upp í 240 þúsund skattur á þær tekjur mundi aukast ef að það yrði eitt þrep 40% þ.e. skattur á þær tekjur eykst þá um 4%. Og sama gildir um þá sem eru með meiri tekjur. Þ.e. að skattur eykst um kannski 10 til 15 þúsund á mánuði. En fyrir þá sem hafa tekjur yfir 720 þúsundum þá lækkar skattur þá þær tekjur þannig að skattur á þá lækkar. 

Fyrir þá sem eru með 240 þúsund krónulaun munar töluvert um kannski 15 þúsund krónu hækkun. En fyrir þá sem eru með 600 þúsund munar þetta minna af heildartekjum. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.3.2013 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband