Leita í fréttum mbl.is

Ég er alveg ösku reiður!

Hér talar Bjarni Ben sem hefur kvartað hástöfum um að öll vinna Alþingis hafi verið klúður vegna skorts á samráði. Nú er honum boðið til samráðs um að koma á móts við vilja þjóðarinnar skv. þjóðaratkvæðagreiðslur 20 október. Og viti menn þá slær hann það út af borðinu og gefur fyllilega í skyn að ekkert eigi að gera með vinnu þessa kjörtímabils eða niðurstöðuna frá 20 október.

Og hvað skildi trufala hann í hugmyndum Árna Páls? Jú m.a. þetta:

 Jafnvel þó það ætti einungis að ræða það atriði [auðlindaákvæðið - innsk.blm.] eitt og sér þá er staðan varðandi það ákvæði sú að það hefur lengi verið vilji hjá öllum flokkum, að því er mér sýnist, til þess að komast að samkomulagi um slíkt ákvæði í stjórnarskrá - en sú útfærsla sem hefur verið kynnt til sögunnar af stjórnarflokkunum er fullkomlega óásættanleg - algerlega. Hún er allt annars eðlis heldur en niðurstaða auðlindanefndarinnar frá árinu 2000. Hún er líka mjög frábrugðin niðurstöðu stjórnlaganefndarinnar,“ segir Bjarni.

Veit ekki hvernig kaflinn um auðlindir er nú eftir breytingar síðustu vikna en hugmyndin eftir 1 umræðu og nefnd var að hann væri á þessa leið:

Auðlindir í náttúru Íslands sem ekki eru í einkaeigu eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Sama máli gegnir um eignarréttindi sem taka til vatns, jarðhita og jarðefna í eigu ríkisins eða ríkisfyrirtækja. Enginn getur fengið auðlindirnar og réttindin eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Handhafar löggjafar- og framkvæmdarvalds fara með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt auðlindanna og réttindanna í umboði þjóðarinnar.
              Til þjóðareignar skv. 1. mgr. teljast nytjastofnar og aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu, vatn og önnur þau náttúrugæði sem ekki eru í einkaeigu, svo sem vatnsafl, jarðhiti og jarðefni í þjóðlendum. Í eignarlöndum takmarkast réttur til auðlinda undir yfirborði jarðar innan eignarlanda við venjulega hagnýtingu fasteignar. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. 

Og þetta fer í taugarnar á hagmunaöflum sem eiga Sjálfstæðisflokkinn. Og sennilega í Framsókn líka. 

Held að þrátt fyrir sáttartilraunir Árna Páls í dag og vegna viðbragða við þeim þá eigi að keyra þetta mál í gegn núna með hörku og nota ákvæði um að krefjast atkvæðagreiðslu eftir eðlilegan umræðutíma. Síðan láta verða kosningar og leyfa þjóðinni að sjá þegar að flokkarnir 2 sem um 50% ætla að kjósa skv. skoðanakönnum fella málið á nýju þingi. Þar með tæki þessi stjórnarskrá ekki gildi og engar breytingar yrðu á henni gerða það kjörtímabil. 

Sérstaklega fannst mér svar Bjarna um að ekki væri hægt að binda hendur næsta þings um að vinna þetta mál áfram gjörsamlega ömurlegt og honum til skammar. 


mbl.is „Hendur næsta þings ekki bundnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Sáttartilraunir" Árna Páls? Maðurinn hefur steindrepið málið. Verði honum að góðu. Ekki fær hann mitt atkvæði.

Þetta segir allt sem þarf: http://www.jonas.is/stutadi-stjornarskranni/

Útför stjórnarskrárfrumvarpsins er útför Árna Páls. Þessi ... (verð að sýna kurteisi á bloggi annarra...) er búinn að vera. Bæ, bæ Samfó.

Nonni (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 22:38

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þið munuð ekki kjósa Bjarna og það er nóg fyrir mig ;)

Sigurður Haraldsson, 2.3.2013 kl. 22:52

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Góður pistill Magnús.

Mér finnst viðbrögð formannsins sína VADLHROKA. Kvótamafían hefur talað þau ætla ALDREI AÐ SÆTTA SIG VIÐ AÐ FARA AÐ VILJA AFGERANDI MEIRIHLUTA ÞJÓÐARINNAR.

Afnám EINOKUNNAR á fiskveiðum og þar með fiskvinnslu er mesta hagsmunamál þjóarinnar allrar. Hvernig getur fólk hugsað sér að kjósa flokka sem berjast gegn þjóðarhagsmunum í þágu hagsmunahópa sem láta stýrast af græðgi einni saman og engu nema græðgi?

Ólafur Örn Jónsson, 2.3.2013 kl. 23:40

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Segir hver,? Hvaða afl stýrir Samfylkingunni,sem getur fengið af sér að sýna almenningi þá óvirðingu að sækja um aðild að ESb.(með þvingunum ) ,án undangenginnar atkvæðagreiðslu. Þjóðarhagsmunir eru alveg eins mínir, er ég mótmæli að fullveldi Íslands sé komið fyrir hjá Esb. af taumlausri valda græðgi,sem færir landráðaliðinu fúlgur fjár. Fiskveiðar og vinnsla skilar peningum í þjóðarbúið og skapar störf. Þessi drög að Stjórnarskrá getur enginn nema Kratar unað,það kusu 1/3 af íbúum þessa lands. ´Eg var að hugsa um að hafa það eins og Jóhanna (það sem höfðingjarnir hafst að) er hún mætti ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu sem henni þóknaðist ekki. En svo ákvað ég að mæta og svo var um fleiri.Þar var spurt hvort ég vildi að tillögur ráðsins verði grundvöllur að nýrri Stjórnarskrá. Ég svaraði nei. Þú veist vel Magnús að þessu var hrundið af stað til að auðvelda inngöngu í ESb,sem meirihluti þjóðarinnar vill alls ekki. Vertu reiður eins og þú vilt, við höfum líka stjórnmálaöfl til að verjast landssölu liðinu. Ég er æf þegar ég hugsa um þessi landráð líklega undirrót öfundar því Sjálfstæðisflokkurinn,hefur haldið ykkur svo lengi frá völdunum sem þið þráið,að búa einir að,með fallandi Evrópulöndum.

Helga Kristjánsdóttir, 3.3.2013 kl. 01:47

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bjarni gerir laukrétt í þessu máli. Það er í 1. lagi fráleitt að binda hendur næsta þings fyrir fram, eins og Árni Páll alltíplatiformaður Samfylkingar er þó ámátlega að ámálga, og i 2. lagi vinnst enginn tími til að keyra neitt af stærstu málum þessa stjórnarskrárfrumvarps í gegnum þingið á methraða, og um það næðist engin breið samstaða með færibandahraðanum -- og sízt af öllu má landráðamiðaða ákvæðið um fullveldisframsal í 111. grein renna þar í gegn.

Jón Valur Jensson, 3.3.2013 kl. 04:37

6 identicon

Auðlindir Íslands eru eign þjóðarinnar.

Hvað er það sem er í "einkaeigu" sem þjóðin má ekki eiga

Stjórnarskráin á að vera eins stutt og hnitmiðuð og hægt er og alls ekki með sérréttindakafla í stað almennra mannréttindakaflans.

Grímur (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 08:19

7 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Magnús Helgi.Það var EINGÖNGU fyrir drullusokks og aumingjaskap vinstri flokkana sem þetta rugl mál ykkar fór ekki í gegn.Það var EKKI Bjarna Ben að kenna.Eða hverjir eru hér í meirihluta og eru búin að hafa 4 ár til að koma málum sínum í gegn.Oft hef ég vitað um blinda samfíósa en enga jafn staurblindan og þig.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 3.3.2013 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband