Leita í fréttum mbl.is

Fyrst að verið er að tala um Silfur Egils. Smá um orð Friðriks Jónssonar.

Friðrík Jónsson gleymdi í Silfri Egils áðan að koma inn þetta sem hann skrifaði fyrir nokkum vikum. En þetta gengur út á að fólk verði í kjölfar afnáms verðtryggingar að taka á sig skell. Lækkandi húsnæðisverð, lækkaðan kaupmátt, lækkun á ráðstöfunartekjum og að vextir verði markvisst notaðir til að stýra neyslu. Svona eins og umræðan er í dag held ég að fáir séu tilbúnir í það.

"En til skemmri tíma versna kjörin þar sem standa þarf fullan straum af raunkostnaði lánsins strax, í stað þess að greiðsludreifa honum til framtíðar. Það mun valda samdrætti í ráðstöfunartekjum, kaupmætti, hagvexti og fjárfestingu. Fólk neyðist til að draga úr tilhneigingu sinni til að lifa um efni fram, sem verðtryggingin ýtir undir, og augljóslega við aukna áhættu lánveitandans í lánveitingum mun áhættuþóknun í gegnum vaxtagjaldið hækka.

Áhrifin til skemmri tíma af afnámi verðtryggingar eru sem sagt „neikvæð“ á meðan að vinnst ofan af “ókeypishádegisverðar” áhrifunum og fólk áttar sig á því að það getur ekki lengur falsað kaupmátt sinn með greiðsludreifingu raunvaxtakostnaðar í gegnum verðtrygginguna. S.s. eftir afnám verðtryggingar hefur þú bara efni á að kaupa þér 60fm íbúð af því að þú getur ekki lengur platað þig upp í kaupmátt sem leyfir þér kaup á 90fm íbúð, og bankinn hefur ekki lengur beinan hag af því að ýta undir yfirspennta skuldsetningu þína. Ekki misskilja mig, ég er á móti verðtryggingunni, en við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir fullum áhrifum afnáms hennar, jákvæðum og neikvæðum."

mbl.is Kjósendur hafi nú skýra valkosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mestu efnahagsmistök í sögu Íslands, eru þau að víxitalan var ekki tekin úr sambandi strax eftir Hrun, allavega tímabundið,þessi mistök verður að leiðrétta,

og allt bendir til að verðtryggðu lánin séu kolólögleg,

það þarf ekki annað en að lesa 13.gr. laga 38/2001 til að sjá að það er ekki leyfilegt að hlaða verðbótum og vöxtum ofan á höfuðstólinn, greiðslurnar í hverjum mánuði skulu verðbættar,ef eftirlitstofnanir sjá ekki um að farið sé eftir lögum á að reka yfirmenn þeirra.

Einleikur Árna Páls er að styggja ekki sjallana, svo hann eigi möguleika með þeim eftir kostningar, er þetta nokkuð flóknara?

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 14:54

2 identicon

Þú virðist vera mjög hrifinn af verðtryggingu á neytendalán, Magnús.

Margret S (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 23:24

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég er ekkert hrifinn af verðtryggingu. En ég held að við séum ekki í neinni stöðu nú til að taka hana út. Það hækkar væntanleg greiðslur fólks um 30% á mánði og jafnvel meira ef að verðbólga er í gangi. Ég vill fara rétta leið og byrja á grunninum sem er krónan. Skipta henni út og þá losum við okkur við verðtryggingu. Það ræður engin ung fjölskylda við að taka óverðtryggt lán í dag. t.d. má ætlar að afborgun af 15 milljón kr.  láni í dag sé 140 þúsund svona miðað við að lánið sé til 25 ára. Og ef vextir hækka um 2% vegna verðbólgu verða greiðslurnar um 170 þúsund. á mánuði. Þetta ræður ungt fólk ekki við ef að það þarf líka að hækka skatta til að koma á móti lækkun lífeyrisgreiðslna og svoleiðis. Afborgun af óverðtryggðu láni er um 88 þúsund miðað við 4% verðbólgu.

Ég persónulega keypti íbúð þegar að verðbólga var 2 stafa tala og varð nærri gjaldþrota en náði að selja áður en svo varð. Var í 15 ár að vinna mig almennilega út úr því en hef lifað fínu lífi samt. Er nú búin að vera í búsetuíbúð í 15 ár.  En ég er að hugasa um kerfið í heild. Það gengur ekki að rústa lífeyrissjóðum áður en við höfum fundið aðra leiðir til að sjá öldruðum fyrir framfærslu. Það dugar ekkert að rjúka í þetta án þess að hugsa allar afleiðingar til enda. Þessvegna er ég að biðja fólk um að hugsa. Þessvegna benti ég á það sem Friðrik segir. Þ.e. er fólk tilbúið að draga frekar úr neyslu, hafa minna fé milli handana, að íbúðaverð hrynji vegna þess að fólk getur ekki fengið nema bort af þeim lánsupphæðum sem það fær í dag. Er fólk tilbúið til að staðgreiða verðbólgu með vöxtum? Er fólk tilbúið til að gera eins og fyrir 1980 vinna 18 til 20 tíma á sólarhring til að borga vextina ef þeir rúka upp. Fólk þurfti stundum að borga kannski 30% vexti sem af 15 milljóna láni eru 5 milljónir á ári. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.3.2013 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband