Leita í fréttum mbl.is

Kannski er Bjarni Ben bara í hreinum minnihluta skv. þessu:

Úr viðtali við Össur á eyjan.is áðan

Framsókn hefur mjög skýra landsfundarsamþykkt um að ljúka endurskoðun stjórnarskrárinnar á komandi kjörtímabili og hlýtur þá að vera til í að flytja málið þangað. Framsókn, ekki síst formaðurinn og ýmsir þingmenn, hafa ítrekað lagt áherslu á að semja um þjóðareign á auðlindum, einsog landsfundurinn ályktaði líka um, og hafa líka talað um ákvæði um þjóðaratkvæði. Ég hef ekki reynt Framsókn, og síst Sigmund Davíð, að því að standa ekki við sín orð.

Það væri því skv. þessu brot á ályktun flokksþings þeirra  að slíta vilja ekki semja um málið núna. 

Þingflokkur þeirra ályktaði í janúar:

Þingflokkur framsóknarmanna leggur áherslu á ákvæði um náttúruauðlindir og aukið beint lýðræði en er opinn fyrir því að skoða fleiri ákvæði í þessu sambandi. Þingflokkurinn telur einnig að samráðshópurinn eigi að freista þess að leggja höfuðlínur um hvernig skuli halda á málum á komandi kjörtímabili svo öll undirbúningsvinnan við stjórnarskárbreytingarnar nýtist sem best. Þingflokkur framsóknarmanna leggur til að formlegar viðræður hefjist formlega strax á morgun, þriðjudaginn 22. Janúar 2013. 

Og hér er kafli úr samþykktun Flokksfundar Framsóknar

Við þær aðstæður sem nú eru uppi virðist farsælast að afgreiða á yfirstandandi þingi þau ákvæði sem samkomulag næst um. Framsóknarflokkurinn mun beita sér fyrir því að ljúka endurskoðun stjórnarskráarinnar á komandi kjörtímabili. Við þá vinnu verði höfð hliðsjón affyrirliggjandi gögnum

Og  þar segir líka

Framsóknarflokkurinn er hlynntur endurskoðun á stjórnarskrá lýðveldisins en gera verður kröfu til þess að undirbúningur sé vandaður og að haft sé samráð við ólíka aðila. Breytingar ástjórnarskránni verði ekki undir neinum kringumstæðum þvingaðar í gegn með valdboði stjórnvalda.

Markmið Framsóknarflokksins um nýtt auðlindaákvæðií stjórnarskrá, raunverulegan aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds auk skýrs ákvæðis um beint lýðræði, eru mikilvægustu breytingarnar sem gera þarf á stjórnarskrá Íslands.
Framsóknarflokkurinn vill að vægi atkvæða verði jafnað eins og kostur er en hafnar því alfarið að landið verði gert að einu kjördæmi. Frekar þarf að horfa til þess að fjölga kjördæmum frá því sem nú er. Framsóknarflokkurinn er hlynntur persónukjöri.
Styrkja þarf stöðu Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu þannig að sjálfstæði Alþingis séraunverulegt. Alþingi verður þess vegna að ráða yfir fjármagni til þess að geta leitaðsérfræðiaðstoðar.



mbl.is Brú byggð yfir á næsta kjörtímabil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Það verður nú að segjast eins og er að það kemur sjaldan eitthvað af viti úr munni Össurar.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 5.3.2013 kl. 17:42

2 Smámynd: rhansen

Hlustaðu á svör Sigmundar Daviðs i kvöldfrettum ...hann sagði áðan að Framsóknarmenn væru búnir að kalla eftir umræðum og afgreiðslu stjórnarskrár siðan i Janúar Nú væru Stjórnarliðar korteri fyrir þingslit að kalla og halda þvi fram að enginn hefði verið tið viðræðu hingað til .................!!   Sitt synis hverjum ...

rhansen, 5.3.2013 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband