Leita í fréttum mbl.is

Kannski rétt að benda formanni Bændasamtakana og varaþingmanni Framsóknar á þetta:

Frétt af www.ruv.is

Mörg sóknarfæri gæfust fyrir dreifbýlið á Íslandi ef við gengjum í Evrópusambandið. Það segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Ráðgjafanefnd Íslands og Svæðanefndar Evrópusambandsins héldu sinn fyrsta fund í gær. Menn sátu í borgarstjórnarsal Ráðhússins í Reykjavík og ræddu þátttöku íslenskra sveitarfélaga í aðildarferlinu og í evrópskum byggðamálum. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, áður bæjarstjóri á Ísafirði, stýrir héraðanefndinni af hálfu Íslands. Hann sagði að fulltrúar Evrópusambandsins hefðu komið með margar góðar ábendingar varðandi hugsanlega aðild Íslands að bandalaginu. Halldór sagði Speglinum frá ráðleggingum sem íslensku sveitarstjórnarmennirnir fengu varðandi meðferð byggðasjóðanna sem ESB deilir styrkjum úr. Byggðastefna Evrópusambandsins er einfaldari og skilvirkari en sú sem við þekkjum til á Íslandi, sagði Halldór. Hann fullyrðir að það komi betur í ljós þegar kaflarnir um landbúnað- og sjávarútveg verða teknir til umfjöllunar. Rætt er við Halldór í Spegli dagsins.

 


mbl.is Sindri formaður Bændasamtakanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ætli hann vilji nokkuð vita þetta - hh er núna sennilega landráð'amaður

Rafn Guðmundsson, 5.3.2013 kl. 19:41

2 identicon

Hann var með bjðorfroðu uppá mitt enni er hann bullaði þessa vitleysu. Er nú mep skítamóral og vantar afréttara. Réttu honum baukinn góði.

Siggi á Útlátri (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 09:11

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Veistu nokkuð Magnús Helgi af hverju kaflarnir um sjávarútveg og landbúnað verða ekki opnaðir fyrr en búið er að innleiða allt hitt móverkið og íslenska það?

Getur nokkuð verið að það sé gert til þess að geta þá opnað fyrir spurningu a borð við:

Ætla kjósendur að fara að hafna þessum samningi NÚNA! þegar við erum nánast komin inn í Evrópusambandið ?

Hafið þið gert ykkur grein fyrir því hvaða afleiðingar það hefur og hvað það kemur til með að kosta þjóðina að breyta öllu og hverfa til fyrra horfs?

Árni Gunnarsson, 6.3.2013 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband