Leita í fréttum mbl.is

Furðulegur flokkur Framsókn

Í dag lögðu þau fram tillögu að sátt! Sem gekk út á að breyta auðlindarkaflanaum þanni m.a. að afnotarétt að þjóðarauðlind mætti túlka á þá leið að sá sem hafi réttinn á nýtingu geti túlkað hann sem eignarrétt og því væntanlega veðsett hann.  Og eins kemur fram í ræðum fólk í Stjórnsýslu og eftirlitsnefnd hafi bara ekkert tekið þátt í umræðum í nefndinni.

Svo er enn furðulegra skv. því sem maður heyrði í dag að Flokksfundur þeirra samþykkti m.a í ályktun í síðasta mánuði:

 Framsóknarflokkurinn er hlynntur endurskoðun á stjórnarskrá lýðveldisins en gera verður kröfu til þess að undirbúningur sé vandaður og að haft sé samráð við ólíka aðila. Breytingar á stjórnarskránni verði ekki undir neinum kringumstæð um þvingaðar í gegn með valdboði stjórnvalda.

Markmið Framsóknarflokksins um nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá, raunverulegan aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds auk ský rs ákvæðis um beint lýðræði, eru mikilvægustu breytingarnar sem gera þarf á stjórnarskrá Íslands.

Framsóknarflokkurinn vill að vægi atkvæða verði jafnað eins og kostur er en hafnar því alfarið að landið verði gert að einu kjördæmi. Frekar þarf að horfa til þess að fjölga kjördæmum frá því sem nú er. Framsóknarflokkurinn er hlynntur persónukjöri.
Styrkja þarf stöðu Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu þannig að sjálfstæði Alþingis sé raunverulegt. Alþingi verður þess vegna að ráða yfir fjármagni til þess að geta leitað sérfræðiaðstoðar.

Við þær aðstæður sem nú eru uppi virðist farsælast að afgreiða á yfirstandandi þingi þau ákvæði sem samkomulag næst um. Framsóknarflokkurinn mun beita sér fyrir því að ljúka
endurskoðun stjórnarskráarinnar á komandi kjörtímabili. Við þá vinnu verði höfð hliðsjón affyrirliggjandi gögnum.

En nú láta þeir öllum illum látum og vilja bara sínar breytingar á auðlindamálinu.

 Um þetta segir Björn Valur á sinni síðu m.a.:

Á mannamáli þýðir þetta að framsóknarflokkurinn gerir það að tillögu sinni að nýtingarréttur á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar myndi stjórnarskrárbundinn eignarrétt þeirra sem fá að nýta auðlindinar. Þetta á við um fallvötnin, jarðvarmann og fiskistofnanna, svo dæmi séu tekin. Framsóknarflokkurinn vill sem sagt stjórnarskrárbinda eignarrétt útgerða og orkufyrirtækja á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Það þarf varla að taka það fram að þessi tillaga þingmanna framsóknarflokksins stangast algjörlega á við nýlega samþykkt á flokksins hans (bls. 8). Hingað til hefur engin stjórnmálaflokkur vogað sér að koma jafn grímulaus fram og framsóknarflokkurinn gerir í þessu máli. Ólíklegt má telja að nokkur annar flokkur muni styðja þessa tillögu, ekki einu sinni sjálfstæðisflokkurinn sem hefur hingað til ekki hefur vogað sér að tala með þessum hætti.
Með þessu afmunstraði þingflokkur framsóknarflokksins sig sem viðræðu hæfur hópur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Það er ekki einu sinni hægt að nálgast flokkum með töngum út frá þessari dæmalausu tillögu hans.
Framsóknarflokkurinn er gengin fyrir sín pólitísku björg.


mbl.is Taki stjórnarskrárfrumvarp til umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvergi í tillögunni, sem er afrastur þverpólitískrar nefndar er talað um að úthlutun kvóta myndi stjórnarsrkárvarða eign.

Þetta er bara þvæla og útúrsnúningur.

Og það fer Birni Val ílla að láta svona, er ekki flokkurinn hans að leggja til að kvótinn verði núna afhentur í 30 ár, í stað eins árs eins og hingað til??

Hvað varð annars um fyrningarleiðina....????

Sigurður (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 12:16

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þér virðist vera alveg sérstaklega uppsigað við Framsókn................

Jóhann Elíasson, 7.3.2013 kl. 14:33

3 identicon

Þetta er hreinn útúrsnúningur sem annað hvort byggir á ásetningi eða heimsku. Ef þú leigir íbúð og borgar fyrirfram leigu villt þú þá ekki hafa einhvern rétt. Er ekki eðlilegt að fyrirtæki sem borga t.d. risa upphæðir fyrir rétt til olíuvinnslu sé tryggður einhver réttur þ.e. eignaréttur á nýttingarréttinum til ákveðins tíma?

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband