Leita í fréttum mbl.is

Til væntanlegra kjósenda Framsóknar

Þið sem hélduð að Framskókn væri komin með lausnir á að afnema verðtryggingu afturvirkt ættuð kannski að sjá hvað Gunnar Bragi sagði í dag.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokks, segir flokkinn aldrei hafa sagst ætla að afnema verðtryggingu af lánum afturvirkt, þeir ætli hins vegar að koma til móts við heimilin og ná tökum á verðtryggingunni.

Það verður kosið til Alþingis eftir sex vikur. Í aðdraganda síðustu kosninga hefur verðtryggingin verið eitt umfangsmesta umræðuefni, afnmám hennar og hvernig það sé mögulegt.  Þetta var rætt á Alþingi í morgun þegar Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, spurði þingflokksformann Framsóknar hvort Framsóknarmenn ætluðu að afnema verðtryggingu í framtíðinni og afturvirkt. 

„En er það hægt að afnema verðtrygginguna afturvirkt án einhverra skaðabóta, því það er búið að verðtryggða samninga sem hafa gengið kaupum og sölum, sem hafa kannski eignarrétt og svo framvegis. Er það hægt?“ Spurði Gunnar Bragi þingsal undir glymjandi bjölluglym forseta Alþingis. „Það er nákvæmlega það sem kemur út úr þessu hjá okkur að við verðum að skoða. Því það er ekki hægt að fara fram með óábyrg loforð í því. Það hefur enginn sagt að það eigi að afnema verðtryggingu af lánum afturvirkt,“ sagði Gunnar Bragi.

 ruv.is

Það hefur kannski farið framhjá Gunnari og félögm í framsókn að það er í dag hægt að taka óverðtryggð lán. Þeir haf virkilega gefið í skyn að afnema ætti verðtryggingu afturvirkt. En í raun eru þeir bara að leggja til að verðtrygging verði bönnuð í framtíðinni. Þ.e. að svipta okkur vali um lánsform. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Magnús ef það er nægur aðgangur að óverðtryggðum lánum og þau verðtryggðu eru færð niður í eðlilegt lán þá tekur fólk óverðtryggt lán til að greiða upp það verðtryggða Það aukast ekkert afskriftir íbúðalánasjóðs við að setja lánin á íbúðunum í markaðsver eins og þeir fá fyrir íbúðir sem teknar eru af fólki og seldar aftur. Hver tekur þann kostnað? annar en sjóðurinn og meira til sölukostnað og fasteignagjöld á meðan sjóðurinn á eignina. Vilji er allt sem þarf og hann hafa Framsóknarmenn. Það er eins og allir vilji snúa út úr hlutunum þá þarf að samþykkja lyklafrumvarpið hennar Lilju Mósesdóttur þá sýnist mér að loforð Framsóknar sé komið það er ekki flóknara en það Það sem er tapað er tapað og kemur ekki aftur hver sem á í hlut. Það verða að vera verðmæti á bakvið krónur og aura ef fasteign er ekki þess virði sem á henni hvíla þá er það ekki eign og verður ekki eign það eru tölur á blaði sem eru merkingarlausar, engin verðmæti sorry. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 15.3.2013 kl. 14:49

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sorry vinur ég hef ekki áhuga á að taka óverðtryggt lán með 7% vöxtum í dag. Ég hef ekki peninga til að borga um 30% hærri afborganir á mánuði næstu árin.  Þeir hafa ekkert skýrt út hvernig þeir ætla a færa lánin niður en gáfu fyllilega í skyn að lán yrðu lækkuð sem nemur verðbólgu síðust 5 ára eða frá 2007  sem gerir um 45% leðrétting. og miðað við að fjármagn lífeyrissjóða sem eru á bak við þessi lán og laun hafa hækkað um nærri 20% á þessum tíma. Og ef að á að fara í aðgerðir til að lækka lán um þetta þá er það afturvirkt. Enda er flokkurinn skv. þessu á harðahlaupum frá loforðum sínum.  Enda bæri ríkið það ekki að þurfa að bæta í almannatryggingarkerfið það sem tekið yrði af lífeyrissjóðum vegna þessa

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.3.2013 kl. 15:11

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Hvað töpuðu lífeyrissjóðirnir á Hlutabréfunum sem ekki voru verðtryggð? hvað töpuðu þau á N1 og fleirum slíkum það er nefnilega meirihluti eigna lífeyrissjóðanna í öðru en verðtryggðum eignum sem betur fer Það má t.d semja um að þeir fái að flytja peninga úr landi í sköttum sem kæmi sér vel fyrir þá það má skattleggja Vogunarsjóðina því þeir keyptu kröfur á meðan höftin voru á og við breytum ekki leikreglunum það er höftunum fyrr en búið er að ganga frá hverju af þeim peningum sem þeir voru að spila með sem happadrætti verður skilað til Íslenskra stjórnvald þeir geta fengið Íslenskar krónur fyrir kröfur sýnar að við höldum gjaldeyrinum sem voru í eigu bankanna  lífernissjóðirnir gætu hugsanlega notað þann forða til fjárfestinga erlendis ef þeir vilja ekki semja það er að seigja Vogunarsjóðirnir. Við megum ekki vera með þennan undirlægjuhátt alltaf eins og í Icev.  

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 15.3.2013 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband