Leita í fréttum mbl.is

Ef þetta er rétt hjá Framsókn þá vill ég bara fá minn hlut! 4 milljónir takk!

Ef það er rétt sem maður les úr skrifum og tali Framsóknarmanna um að hægt sé að ná í allt að 400 milljörðum frá vondu körlunum frá útlöndum, þá vill ég bara fá minn hlut.

Nú átti ég íbúðir á árabilinu 1989 til 1995. Þá var dúndrandi verðbólga og því hafa þá færst eigur frá mér til ríkisins sem ég hef aldrei fengið til baka.  Um 1995 þá hrökklaðist ég út úr seinni íbúðinni áður en ég varð gjaldþrota. Seldi hana og sat uppi með skuldir sem ég síðan hef verið að greiða niður beint og óbeint.  Síðan þá hef ég ekki átt íbúð og búið í Búsetuíbúð.  Skuldirnar eru litlar í dag kannski 1 milljón sem ég get tengt við gömlu skuldirnar mínar. Og skulda allt í allt um 2,4 milljónir í dag. En það hefur enginn hjálpað mér við þetta nema að sparisjóður og banki hafa ráðlagt mér og hjálpað mér að ráða við þetta og lifa samt ágætu lífi. 

En ef að þessar upphæðir nást hér úr úr kröfuhöfum  upp á 400 milljarða þá heimta ég að mitt heimili fái það sem okkur ber af þessari köku. Þ.e. það eru hvað um 110 þúsund heimili og því ætti upphæð á hvert heimili að vera um 3,8 milljónir á hvert þeirra.  Svona í ljósi umræðunnar síðustu misseri um flata lækkun lána þá eru það þeir sem hæstar hafa tekjur og stærstu eignirnar sem mundu fá mest af þessum upphæðum ef það þeir eru með hæstu lánin líka eðlilega þar sem þau hafa mörg hæstu tekjurnar líka.  Ég er því bara orðinn frekur líka og vill fá mína 4 milljónir af þessum tekjum sem framsókn ætlar að skaffa okkur ókeypis. Ég sætti mig ekkert við að þetta fari bara til sumra. Og kannski á kostnað eldri borgara.

Og svo vill ég að sýnt verði fram á að 400 milljarða innspýting þeirra hækki ekki hér verðbólgu, þenslu og komi hér á gríðarlegum vöxtum til að berjast gegn því.  Hefði haldið að ef að það næðist eitthvað út af krónuhengjunni ætti að minnka hagkerfið sem því næmi til að ná froðu héðan út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég hef borgað verðbætur undanfarna áratugi sem þarf líka að leiðrétta

Rafn Guðmundsson, 27.3.2013 kl. 18:39

2 identicon

ertu ennþá í vælubílnum

Sko ef ég hef það skítt þá skulu allir hafa það skítt

og samfylking býður uppá það allir hinir geta borgað meiri skatt í boði VG

sæmundur (IP-tala skráð) 27.3.2013 kl. 19:51

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Til smá upprifjunar fyrir þig Magnús Helgi, þá var verðtrygging tekin upp um 1980. Næstu tvö ár á eftir rauk verðbólgan yfir 100%, en datt þá niður aftur. Fram til 1990 var verðbólgan í landinu rokkandi á milli 20% og 40%. Þetta var árangur verðtryggingar, henni tókst ekki að koma verðbólgunni neðar en þetta.

Þegar þjóðarsáttin var gerð, um 1990, náðist loks tök á verðbólgunni og hún datt niður fyrir 5% og hélst þar lengst af fram undir ársbyrjun 2008, er hún tók að rísa aftur.

Þú segist hafa átt íbúð á árunum 1989 til 1995. Einungis eitt af þessum sex árum fellur undir þann tíma sem verðbólgan var há, fyrsta árið. Eftir það ert þú að borga af þinni eign við litla verðbólgu, reyndar þá minnstu sem hér hefur verið, allt frá stofnun lýðveldisins til dagsins í dag. Það er því af einhverjum öðrum orsökum en verðbólgu sem þú hefur ekki náð að eignast þessa íbúð.

Það er ekki verðtrygging sem heldur niðri verðbólgunni, heldur friður á vinnumarkaði samhliða ábyrgri landsstjórn, eins og hér ríkti lengst af á árunum frá 1990 fram til vors 2007. Eftir það fór að halla undan fæti og í ársbyrjun 2008 voru stjórnvöld búin að glutra niður því sem hafði aunnist þau sautjan ár þar á undan.

Gunnar Heiðarsson, 27.3.2013 kl. 22:36

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ef verðtrygging heldur ekki niðri verðbólgu - þá heldur ekki-verðtrygging ekkert frekar niðri verðbólgu. Sem dæmin sanna.

það er eins og fólk í dag átti sg enganvegin á afhverju verðtrygging var sett á almennt á sínum tíma. Umræðan um verðtryggingu er að verða að hreinum farsa. Verðtrygging á að vera rót alls ills hérna. Maður er alveg hissa á að einhver komi ekki upp með það að verðtrygging hafi verið á bak við Tyrkjaránið, Móðuharðindin auk Icesaveskuldarmálsins.

Reyndar var verðtrygging ekkert fundin upp 1979. Það var miklu fyrr sem farið var að verðtryggja vissa tegundir lána - td. húsnæðislán að hluta. Lögin um verðtryggingu 1979 byggja á lögum frá 1966. það sem gerðist 1979 var almenn verðtrygging. Hún var miklu víðtækari en nú er eins og mörgum er kunnugt.

það að gera þetta almennt var vegna langtímareynslu af óstöðugleika og rugli í efnahagsmálum Íslands. Óli Jó hefði aldrei farið útí þetta bara að gamni sínu. Enda var þetta margrætt og þaulunnið - enda samþykkt á Alþingi þó það væri ekki lagt fram sem stjórnarfrumvarp. það var lagt fram í nafni Óla Jó. þessvegna Ólafslög.

Í ræðu Óla kemur alveg fram að hann metur það sem svo að það taki ákveðinn tíma að venjast eða útfæra verðtrygginu svo vel sé og ma. megi endurskoða - en megintilgangurinn er að geta lánað til langs tíma og þá þannig að afborganir verði ekki óviðráðanlegar vegna sveiflna. það er þetta sem mestu skiptir síðan í framhaldinu. Lán til lengri tíma. Einnig var hinn hluti megintilgangs að tryggja verðgildi innstæðna í bönkum svo einhver fengist til að leggja fé inní banka og bankakerfi gæti orðið í takt við vestræna starfsemi á þeim tíma.

Ok. að ,,afnema verðtryggingu" og stóla eingöngu á breytilega vexti álangtímalánum er auðvitað engin lausn og getur verið mun verra en verðtyggð lán í vissum sveiflum sem Ísland er þekkt fyrir sögulega.

Enda viðurkenna menn það alveg. Fólk fer að tala um ,,þak á vexti" á vissum lánum. Um leið og fólk fer að segja þetta: ,,þak og gólf" o.s.f.v. - þá er um leið farið að tala um að niðurgreiða lán. það er óhjákvæmilegt. Hvað þýðir það? það þýðir aukna ásókn í slík lán. Allir vilja fá niðurgreitt lán. það þýðir aukna verðbólgu, óstöðugleika, auknar sveiflur og reglulegt hrun. það er bara þannig.

þetta er í raun alveg fáránleg umræða og ótrúlegt að það sé hægt að rugla svona léttilega í íslendingum - og að vissu leiti verður skiljanlegt afhverju svo mikil óstjórn og óstöðugleiki hefur verið í efnahagsmálum. það er vegna popúlískra lýðskrumara eins og framsóknarmanna og eins vegna þess hve auðvelt virðist vera að rugla í innbyggjurum.

En afhverju verðbólga orsakast og í framhaldi afhverju hún orsakast á Íslandi - það er alveg sérumræða. Við vitum bara að verðbólga hefur verið viðloðandi íslensku krónuna allar götur og verðtrygging var viðbragð við því. Viðbragð við verðbólgu og óstöðugleika.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.3.2013 kl. 02:03

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Í ræðu Óla kemur alveg fram að hann metur það sem svo að það taki ákveðinn tíma að venjast eða útfæra verðtrygginu svo vel sé og ma. megi endurskoða - en megintilgangurinn er að geta lánað til langs tíma og þá þannig að afborganir verði ekki óviðráðanlegar vegna sveiflna."

þ.e.a.s. að Óli sagði eitthvað sem svo: í stöðunni núna er tveir kostir. Annaðhvort verður að hækka vexti verulega eða taka upp verðtryggingu sem jafnar út sveiflurnar. Seinni kostinn taldi hann miklu mun betri og skynsamlegri.

Afhverju taldi hann að hækka þyrfti vexti? Jú, það var vegna þess að á tímabili þarna á undan gátu útlánsvextir hreinlega orðið neikvæðir. Bankarnir voru í ríkiseigu og í raun var um millifærslu frá þeim sem áttu peniga yfir til þeirra sem tóku lán, annaðhvort beint eða óbeint í gegnum ríkiskerfið.

þarna verður þó vandlega að hafa í huga og undrstrika og nótera vel hjá sér og skilja - að útlán banka voru með allt öðrum hætti en nú þekkist. það var afar erfitt að fá lán til langs tíma. Almenningur fékk oft bara einhverja víxla sem kallað var til skams tíma sem alltaf þurfti að endurnýja með tilheyrandi breytingum.

þeir græddu á þessu voru aðallega auðugir og fyrirtæki sem vegna tengsla inní Flokkinn fengu aðgang að langtímalánum. Að sumu leiti var ríkið bara að styrkja einhver sjallafyrirtæki með þessu í gegnum bankanna. þetta voru auðvitað engin vinnubrögð. Kolsvört spilling í raun.

Mér finnst eins og sumir séu að biðja um þessa tíma aftur. Eg held samt að þeir viti ekki alveghvað þeir eru að biðja um.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.3.2013 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband