Leita í fréttum mbl.is

Siv: Það er bara allt í himnalagi í málefnum áfengis- og fíkiefnasjúklinga

Hlustaði í dag á utandagskrár umræðu á Alþingi. Umræðunna hóf Margrét Frímannsdóttir og spurði ráðherra út í þessi mál. M.a. hvað ráðherra findist um það að stofnanir á vegum trúarhópa væru að annast meðferð stjúklinga og standa að afeitrun. Og hvort að heilbrigðisráðherra ætlaði ekki af efla stuðning ríkisins við þær stofnanir eins og SÁA sem væru mannaðar fagfólki. En Siv fannst þetta bara vera allt í lagi og þyrftir jafnvel að flytja þjónustu í meira mæli frá heilbrigðisráðuneyti yfir í málaflokk félagsmálaráðherra.

Þingmenn vitnuðu í skýrslu frá 2005 þar sem rætt eru um m.a. að vistunarúrræði eru ýmist kölluð búseturúrræði eða eitthvað annað til að fyrra þær kröfum um að hafa fagfólk við störf. Og dæmi tekið af Byrginu sem var flokkað á ýmsan hátt.

Úr frétt á www.visir.is

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra sagði það háð mati sjúklings eða aðstandenda hans hvert hann væri sendur og benti á að yfirlæknir meðferðardeildar Landspítalans hefði lýst því yfir að aðgengi að meðferðum væri óvíða betra en hér á landi.

Þá sagði Siv að ekki væri veitt þjónusta, sem heyrði undir félagsmálaráðuneytið nú, sem skilgreind væri sem heilbrigðisþjónusta en rétt væri að athuga hvort flytja ætti ákveðna starfsemi sem nú heyrði undir heilbrigðisráðuneytið undir félagsmálaráðuneytið. Sagðist ráðherra jafnframt ætla að beita sér fyrir eflingu SÁÁ en tilgreindi ekki hvernig.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu að heilbrigðisþjónusta hefði brugðist hjá langt leiddum sjúklingum og að úrræði vantaði fyrir langtímameðferð. Þá þyrfti samræmt mat á gæðum þjónustunnar. Þá var jafnframt gagnrýnt að fólk sem væri alvarlega veikt hefði verið sent í Byrgið þar sem hvorki hefðu verið sálfræðingar né hjúkrunarfræðingar og aðeins læknir í hlutastarfi.

Magréti Frímannsdóttur líkaði ekki svör ráðherra og sakaði hana um þvaður og að láta sem allt væri í lagi. Benti hún á að meðferðarheimili eins og Byrgið hefði orðið til þar sem stjórnvöld hefðu ekkert gert í málefnum áfengis- og vímuefnasjúklinga sem væru á götunni.

Siv sagði í seinni ræðu sinni að unnið væri að stefnumótun í ráðuneytinu í málaflokknum og sagði greinilegt að stjórnarandstæðingar þyldu ekki að heyra orð yfirlæknis meðferðardeildar LSH sem segði aðgengi að meðferð óvíða betra.

Eins kom fram í þessum umræðum að árlega þarfnist um 1,5% þjóðarinnar að komast í áfengismeðferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband