Leita í fréttum mbl.is

Álfar og óvættir á móti Bæjarstjóra og Klæðningu ehf.

Fann þetta á www.mannlif.is

Álfavinur ráðinn af Klæðningu

21 feb. 2007

Verktakafyrirtækið Klæðning hefur staðið í harðri glími við bæði álfa og menn að undanförnu. Skemmst er að minnast að risafyrirtækið, sem stjórnað er af Sigþóri Ara Sigþórssyni, var sakað um trjáþjófnað og jarðrask í Heiðmörk án þess að sýnileg rök væru til þess að fyrirtækið legðist í slíkt. En vandi Klæðningar var öllu meiri í Borgarfirði þar sem fyrirtækið stóð í vegaframkvæmdum í Víðinesi. Stöðugar bilanir og ótímabær bílvelta búkollu benti til þess að álfar væru komnir í stríð við fyrirtækið. Var þá gripið til þess ráðs að fá Erlu Stefánsdóttur, sem kunn er af þekkingu sinni á huldufólki, til að renna í Borgarfjörðinn og kippa samskiptamálum í liðinn. Það þykir hafa tekist því óhappahrinunni linnti. Klæðning borgaði um 16 þúsund kall fyrir friðinn sem þykir ekki mikið ...

Frétt af mbl.is

Innlent | mbl.is | 21.2.2007 | 16:31

Náttúruverndarsamtökin kæra náttúruspjöll í Heiðmörk

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent lögreglu höfuðborgarsvæðisins kæru vegna náttúruspjalla í Heiðmörk. Að sögn Árna Finnssonar, formanns samtakanna, er farið fram á að lögreglan rannsaki hvort jarðrask vegna framkvæmda Kópavogsbæjar á svæðinu sé brot á náttúruverndarlögum og skipulags- og byggingarlögum.

Árni sagði, að rannróknarskylda hvílir á lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og hann hafi svarað og tilkynnt að málið fari í venjubundinn farveg.

Í kæru Náttúruverndarsamtakanna er vísað til umhverfisspjalla sem unnin hafi verið í útivistar- og skógræktarsvæðinu Heiðmörk. Spjöll þessi stafi af framkvæmdum sem gerðar hafi verið á vegum Kópavogsbæjar af verkatakafyrirtækinu Klæðningu ehf.

  Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur samþykkir að fresta að leggja fram kæru
Innlent | mbl.is | 21.2.2007 | 19:37
Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur samþykkt að fresta að leggja fram kæru á hendur Kópavogsbæ, vegna þeirra eignaspjalla og rasks sem orðið hefur í Heiðmörk, til miðvikudagsins 28. febrúar nk.


mbl.is Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur samþykkir að fresta að leggja fram kæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband