Leita í fréttum mbl.is

Danska húsnæðiskerfið lausn fyrir okkur? - Varla!

Así hefur talað fyrir Danska kerfinu varðandi húsnæðislán. Bjarni Ben minntist á það í dag í þættinum Á Sprengisandi. En úps það er eins og annað hér þetta er kannski ekki fullskoðað:

Húsnæðiskreppan í Danmörku er sú versta í 30 ár. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur dönsk stjórnvöld til að afnema lán sem gefa almenningi kost á að fresta afborgunum og greiða einungis vexti af lánum.

Lítil verðbólga er helsta ástæða þess að Danir eiga nú í verstu húsnæðiskreppu síðan í byrjun níunda áratugar síðustu aldar. Húsnæðislánakerfi Danmerkur er 200 ára gamalt og því hefur verið hrósað af alþjóðlegum fjármálstofnunum sem afar hagstæðu og góðu kerfi fyrir almenning.

Alþýðusamband Íslands hefur kynnt danska kerfið fyrir stjórnvöldum og hvatt þau til að taka upp sambærilegt kerfi hér á landi. Það hefur hins vegar aukist mikið á síðustu árum að Danir velji lán þar sem ekki þarf að greiða af húsnæðislánunum um langt árabil. Aðeins eru greiddir vextir mánaðarlega.

Þetta þýðir í góðu árferði að Danir greiða aðeins vexti, verðmæti fasteignar og kaupmáttur vex og því reynist þeim auðvelt að stækka við sig þegar þarf.

En nú er öldin önnur. Verðbólga er lítil, hagvöxtur lítill og fasteignaverð hefur lækkað mikið. Þetta þýðir í raun að mjög margir Danir eru fastir í húsnæði sínu og geta sig hvergi hreyft. Danskir sérfræðingar á fasteignamarkaði segja að um 20 prósent Dana séu í raun í greiðsluþroti vegna þess að þeir skuldi meira í húsnæði sínu en hægt sé að fá fyrir það á markaði.

Danski seðlabankinn spáir því að 180 þúsund Danir muni lenda í greiðsluerfiðleikum fram til 2020. 56 prósent af öllum húsnæðisskuldum Dana eru bundin í þessum afborgunarlausu lánum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur Dani til að afnema þessa tegund lána og segir að þau séu bönnuð í mörgum löndum.

Danski seðlabankinn og Standard og Poors hafa áður varað við þessari þróun. Standard og Poors segja að þessi lán geti haldið útgjöldum vegna húsnæðis niðri en þau séu hins vegar jarðvegur fyrir mikla skuldasöfnun sem sýni sig í því að Danir eigi það vafasama heimsmet að skulda 322 prósent af ráðstöfunartekjum sínum. ruv.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sænska kerfið er svipað, þ.e. fólk þarf ekki að borga niður sjálft húsnæðislánið og þetta hefur bara orsakað fasteignabólu. Kerfi sem ekki gerir kröfu um afborganir lítur í fyrstu vel út fyrir almenning en er einn af stóru orsakavöldum þess að húsnæðisverð hækkar upp úr öllu valdi.

Gulli (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband