Leita í fréttum mbl.is

Maður verður líka stundum að hrósa!

Ég hrósa stjórnvöldum ef þau ætla að standa við það sem stendur í þingsköpum og gefa stjórnarandstöðunni kost á að stýra einhverjum af nefndum þingsins. Þetta er til fyrirmyndar og lofar vonandi góðu.

 

Smá viðbót. Björn Valur minnir á að þetta hafi verið ákveðið 2011 en þáverandi stjórnarandstaða hafi þá lagst gegn þessu og ekki þegið formennsku í nefndum. Sbr. 

Stjórnarandstaðan á síðasta kjörtímabili, undir forystu sjálfstæðismanna neitaði að taka þátt í þessum breytingum og baðst undan formennsku og ábyrgð. Þessi afstaða ver tekin án frekari skýringa en það lá í orðum þeirra að þessu yrði breytt þegar þau kæmust aftur til valda.
Það fór því þannig að stjórnarandstaðan afþakkaði formennsku og varaformennsku í þingnefndum á síðasta kjörtímabili og kaus frekar að setja sig upp gegn öllum málum af hvaða tagi sem var til þess eins að skapa sem mestan glundroða í þinginu og samfélaginu. Þeim hefur líklega fundist of mikil ábyrgð fólgin í því að takast á við afleiðingar Hrunsins og því viljað koma sér undan því.

En vonum að nú sé allt breytt og batnandi stjónamálamönnum sé best að lifa. 


mbl.is Stjórnarandstaðan fái þingnefndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnús Helgi, þú hefur líklega ekki lesið pistil Björns Vals frá því í dag. En þið kratarnir eru svo"naive", látið Íhaldið leika á ykkur, en þannig hefur það alltaf verið. Svo kjósið þið sem formann sjalla.

Bravo!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.6.2013 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband