Laugardagur, 15. júní 2013
Af hverju er ég svo ákafur að við náum samningum um aðild að ESB!
- Fyrir það fyrst þá horfði ég í það í löngu fyrir hrun að við höfum þrátt fyrir um 80 ára tilraunir ekki náð neinum tökum á krónunni eða á nokkurn hátt stöðugleika hér nema örstutt tímabil sem síðan hafa reynst vera innistæðulaus.
- Við erum bundin af því að þurfa alltaf að vera hér með nokkur hundruð miljarða í gjaldeyrir í sjóðum til að geta keypt nauðsynjar frá útlöndum og því líklegt síðan í hruni að við verðum þá um áraraðir í gjaldeyrishöftum því aðrar þjóðir skipta ekki við okkur í krónum.
- Allar aðrar þjóðir í næsta nágreni okkar hafa brugðist við kreppu með því að ganga í ESB og hefur vegnað vel. Sbr. Svíþjóð og Finnland. Og áður Danmörk.
- Varðandi framtíðar hagvöxt tel ég okkur nauðsyn að geta gert meiri verðmæti úr auðlindum okkar. En í dag þá verðum við að flytja allt hráefni út óunnið eða lítið unnið því annars lendir það í fullum tollum og er ekki samkeppnisfært á mörkuðum. Sbr. fisk, landbúnaðarvöru og fleira.
- Eins og krónan er í dag og höftin þá er líklegt að sífellt verði auknar líkur á að fyrirtæki hér flyti höfuðstöðvarnar sínar erlendis þar sem þau endast ekki lengi hér innan hafta.
- Síðan held ég að við hefðum ekkert nema hag af því að auka samstarf okkar við Evrópu.
Það er búið að gera ESB að einhverri "Grýlu" hér á landi. En ég furða mig á því að ef þetta er rétt að engin þjóð er þá á leiðinni þaðan út. Jú það er röflað um það í nokkrum löndum en þegar viðkomandi flokkar komast til valda þá kemur í ljós að allir telja hag ríkjana betur borgið innan ESB.
Engin að segja að ESB sé lausn á öllu. Enda sjáum við það í Grikklandi og fleiri löndum. En úps ESB er ekki samveldi. Þ.e. að hver þjóð verður að huga að sínum málum. Og þau eins og við geta komið sér í efnahagsklúður.
En sem komið er hefur engin hér komið með framtíðarsýn fyrir Ísland sem er betri en ég sé fyrir mér með inngöngu í ESB.
Hér hafa verið hrun:
1968 til 1971 sem við brugðumst við með að ganga í EFTA og þá loks fórum við að fikra okkur upp frá því að vera með fátækustu þjóðum í Evrópu.
Um 1985 man ég að fólk var að sligast undan verðtryggðum lánum og hér var óðaverðbólga næstu árin.
1988 til 1992 sem við brugðumst við með að ganga í EES. Eftir það tókum við stökk upp alla lífkjaralista
1999 eða 2000 varð hér hrun sem var tæklað með frjálshyggju og gríðarlegum lántökum og stórframkvæmdum sem héldu upp fölskum lífskjörum.
2008 varð hér hrun sem sendur enn yfir og eins og horfir í dag virðast stjórnvöld ætla að reyna að varpa skuldum vegna þess yfir á börn og barnabörn okkar.
Ég leyfi mér að kenna örhagkerfi okkar um þessar stöðugu sveiflur sé vegna krónunnar. Og okkur hefur marg verið sagt að örhagkerfi verða alltaf hávaxtasvæði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 11
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 969468
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Sem sagt ef við göngum í ESB getum við eytt meira en við öflum! Þvílík heimska. Það skiptir engu máli hvaða gjaldmiðil við erum með, við flytjum ekki meira inn en við flytjum út. Heldur þú að evran breyti einhverju þar um?
ESB-sinnar hanga á krónu-kjaftæðinu eins og hundur á roði, en allir sem eitthvað hafa á milli eyrnanna vita að það er útflutningur vs. innflutningur sem skiptir máli, ekki hvaða helvítis gjaldmiðill er notaður. Þegar þú fattar það ef einhvern tímann þá verður þú hugsanlega viðræðuhæfur.
Bjarni (IP-tala skráð) 15.6.2013 kl. 00:33
Ég held að Magnús haldi að því lengur sem hann ber fram ósannindi því fleirri koma til með að það trúa því að ósannindin séu sannleikur.
Bjarni útskýrir þetta ósköp einfaldlega útfliuttningur vs. innflutningur, kaupgetan getur aldrei orðið meiri en það.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 15.6.2013 kl. 08:09
EES samningurinn kom okkur ekki úr torfkofunum sem foreldrar sumrar okkar fæddust í, heldur var um að ræða dugað og framtakssemi íslensku þjóðarinnar.
Auðvitað höfum við gert heil ósköp af mistökum og þá oftast tengt einhverju sem átti að græða á í snatri minkarækt, fiskeldi, vatnsútflutningur og núna síðast ferðamenn.
Grímur (IP-tala skráð) 15.6.2013 kl. 09:26
Magnús, ef þetta eru helstu ástæður þínar fyrir því að Ísland gangi í ESB, þv´hvet ég þig til róttækrar endurskoðunar á ástæðunum:
Svíþjóð og Danmörk ríghalda í Krónurnar sínar og ætla sannarlega ekki í Evruland, með allar þess skuldir og höft.
EES afnam mesta tolla á útflutninginn. Fullvinnslu- mýtan heldur enn lífi, þótt ljóst sé að við framleiðum nákvæmlega það sem markaðurinn vill. Rækjan sem ég sel hefur oft verið dýrari í lausu en pökkuð, því að þá fer hún í kælibakka úti.
Samstarf við Evrópu er á fullu og breytist ekkert við ESB nema að þeir ráða bara meiru um örlög okkar.
Hvort er betra að vera korktappi fljótandi á öldutoppunum í stórsjó eða að vera í kampavínsflöskunni í kælinum á Titanic? Hvor flýtur upp?
Ívar Pálsson, 15.6.2013 kl. 16:33
sammála Magnús
Rafn Guðmundsson, 15.6.2013 kl. 20:25
Ekki gleyma því að Ísland er að hálfu leiti inn í Evropusambandinu í gegnum EES samninginn án þess að hafa nokkuð um það að segja hvaða ákvarðanir eru teknar. Með aðild hefðu þeir aðgang að ákvörðunum á öllum stigum ferlisins. Ferlisins því í Evrópusambandinu eru engar ákvarðanir teknar eftir geðþótta heldur eftir langt ferli í gegnum nefndir og ráð þangað til að komist er að niðurstöðu sem allir eru sáttir við, nema Ísland og Lichtenstein , því þau eru ekki með.Svíþjóð og Danmörk hafa ekki tekið upp evruna en allavega danska krónan er fasttengd evrunni með ákveðnum vikmörkum. Svo eiga þær þjóðir það sameiginlegt að vera ekki dvergríki og hafa þar af leiðindi meiri peninga til að vernda sinn gjaldmiðil.
Björn (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.