Leita í fréttum mbl.is

Man bara ekki eftir ráðherrum sem hafa byrjað jafn illa

Nú er það þannig að ég man bara ekki eftir að nokkrir ráðherrar hafi byrjað jafn illa og Illugi Gunnarsson og reyndar Sigurður Ingi.

Það er almennt kallað eftir háskólamenntuðu fólki í atvinnulífinu.  Og nú er verið að þrengja mjög að þeim sem eru eða ætla í nám. Ráðherra miðar alltaf við noðurlönd í máli sínu en ólíkt okkur eru Noðrulöndin að mestu með styrki á meðan að hér borgar fólk megnið af sínum lánum tíl baka. Sparnaðurinn af þessum aðgerðum á að vera um 130 milljónir en á móti kemur að fjölgun ráðuneyta kostar ríkð um 209 milljónir á ári.  Þá eru studentar ekki þeir sem menn æsa upp án þess að það hafi afleiðiingar. 

Ráðherra ætlaði einnig að koma í stjórn RUV 6 af 9 stjórnamönnum að eigin vali gegn loforðum sem var búð að gefa á Alþingi. En sem betur fer var einn stjórnarþingmaður það stór að hann greiddi atkvæði með lista minnihlutans sem varð til þess að skiptin urðu 5 á móti 4 eins og lofað var. 

En aðallega er það hroki ráðherra sem birtist á ræðum og viðtölum við hann. 

Um Sigurð Inga þarf nú varla að rifja nokkuð upp. Við sjáum nú til hvað forsetinn gerir varðandi lækkun veiðigjalda. Sem samsvara nokkurnvegin að hægt hefði verið að lækka tekjuskatt um 1% á almenning. Minnir að það kosti um 8 milljarða að lækka tekjuskatt um 1%. Og svo öll önnur vitleysa sem hefur oltið upp úr þeim báðun svona fyrsta mánuð þeirra í starfi. T.d. um umhverfismál.

 


mbl.is „Ekkert til að hrópa húrra fyrir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er þá síðasta ríkisstjórn dottin út úr minninu hjá þér?????

Jóhann Elíasson, 5.7.2013 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband