Leita í fréttum mbl.is

Hef verið að hugsa um viðbrögð okkar við fyrirhugaðri skemmtiferð "The porno dogs" til Íslands

 

Nú eru allir að missa sig yfir þeirri frekju og afskiptasemi Hótel Sögu, Borgarinnar, Alþingis og fleiri að hafa mótmælt og jafnvel neitað að hýsa þetta fólk. Ég viðurkenni að þetta orkar mjög tvímælis að gera þetta og getur skapað okkur vandræði í ferðaþjónustunni. Kannski að við verðum fræg af endemum fyrir þetta. EN!! Er þetta ekki líka auglýsing fyrir okkur? þjóð sem sættir sig ekki við atvinnuveg sem elur sem hliðargrein mannsal, kúgun, kynjamisrétti (þar sem að stærstur hluti viðskiptavina eru menn) og niðurlægingu á konum.

Nú hafa kjörnir fulltrúar okkar gefið skýr skilaboð um að þetta sé eitthvað sem við íslendingar þolum ekki. Næst finnst mér að við eigum að útrýma þessum klámbúllum sem eru hér á landi. Það er hálf hallærislegt að menn haldi því fram að þetta sér ekki staðir sem niðurlægi konur. Og eins að það þrífist ekki ýmislegt misjafnt þar með. Það kannski sýnir það best að nær allar konur sem þar vinna eru fluttar inn frá Austur Evrópu einmitt frá sömu löndum og mannsal ásamt öðrum óáran kemur frá.

Því held ég barasta að ég sé ánægður með þessar gjöðir Hótel Sögu sem og yfirlýsingar  borgarstjóra, borgarstjórnar og Alþingis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband