Leita í fréttum mbl.is

Svona að velta fyrir mér!

Hefði veiðigjaldið verið lagað til án þess að lækka það, VSK á gistiþjónustu verið haldið óbreyttu og auðlegðarskattur óbreyttur - Hefði þá ekki verið hægt að sleppa legugjöldum á sjúkrahúsum og komugjöldum á heilsugæsluna, hefði ekki verið hægt að auka framlög til Landspítalans? Hefði ekki verið hægt hækka skattleysismörk? Eða lækka skatta á lægstu launin. Sbr

Sá sem er með 500.000 á mánuði fær 2.500 krónur í skattalækkun. Sá sem er með 300.000, fær 600 krónur. Svo munu þeir endurtaka það aftur og aftur að þeir hafi lækkað skatta. Ég legg til að millistéttin afþakki þessa ölmusu og óski eftir að þessi 0,8% verði sett í heilbrigðiskerfið." Og sá sem er með 240 þúsund fær bara ekki neitt í skattalækkun

 

Nú eða hefði þá ekki verið hægt að greiða niður skuldir ríkisins enn hraðar. Þ.e. Ríkið afsalaði sér um 15 til 20 milljörðum af mögulegum skatttekjum með ákvörðunum í sumar sem hefðu getað gert fjárlögin jákvæð um þá upphæð eða niðurskurðurinn minn eða t.d. gert stóra hluti fyrir Landspítalan.


mbl.is Hækka bankaskatt um 11,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er alveg rétt ábending.

Ef þessi óhappastjórn hefði asnast til að halda auðlegðarskatti og gistiskatti - þþá hefðu þeir i raun getað farið heim og lagt sig. En nei! það varð að aflétta byrðum á hina betur stæðu og flytja yfir a hin veikari bök samkv. pólitískri hygmyndafræði framsjalla.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.10.2013 kl. 01:22

2 identicon

Kannski hefðum við frekar átt að endurnýja tækjakost á spítalanum en að byggja snobbkofan við höfnina?

Mér finnst liðið úr fyrverandi stjórnarflokkum ekki sannfærandi í sinni gagnrýni þessa dagana.

Sama stjórnin og stóð nótt og dag við hlið bankanna gegn heimilunum í landinu í heil 4 ár.

Byggði snobbkastala og boraði jarðgöng á meðan viðhaldsdeildin á spítalanum mátti ekki kaupa neitt nema límband til að tjasla saman löngu úreldu draslinu á spítalanum.

það fer ykkur ekki vel að gagnrýna í dag.

Sigurður (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 08:40

3 identicon

Hugsaðu þér Magnús hað ríkissjóður hefði grætt ef við hefðum skattlagt útveginn um 100% eða bara ríkisvætt hann algjörlega. Samkvæmt þinni hagspeki munu  tekjur ríkissjóðs aukast stöðugt með hækkun skattlagningu.  Staðreyndin er hinsvegar að þessar skattlagningahugmyndir sem birtust í lögum fyrri ríkisjórnar um veiðigjaldið hefði hugsanlega aukið tekjurnar til skamms tíma (þó ekki eins og búið var að áætla) en án nokkurs vafa minkað þær langs tíma. Það var einfaldlega of langt gengið.  Það er ekki skynsamlegt að blóðmjólka kúnna. 

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 09:30

4 identicon

Hefði,hefði. Hefðu menn ekki farið út í Norðfjarðargöng, þá hefði þessi ríkisstjórn ekki þurft að ausa peningum í þau heldur hefði hún getað notað þá í heilbrigðiskerfið.   

   Af hverju setti síðasta ríkisstjórn tímamörk á auðlegðarskattinn?   Var það kanski vegan slæmrar samvisku, þetta er jú eignaupptaka? Ekki stóð í þeim að setja ýmis önnur klúðurslög til langrar framtíðar.

Ef auðlegðarskattur er annars svona ágætur, hversvegna þá að binda sig við skitin 2%, en ekki bara vera grand á því og fara upp í 5% eða jafnvel 10%, 20%, 60%, afnema bara eignarréttinn og stofna alræði öreiganna.  Aaaa! alveg rétt það er búið að gera þá tilraun,annarsstaðar, víða, hún mistókst.

Aukin skattlagning á gistiþjónustu hefði að öllum líkindum skilað okkur fækkun ferðamanna og þar með minni heildartekjum við það hefði gjaldeyrisinnstreymið minnkað, krónan lækkað,ferðamannaiðnaðurinn við það orðið samkeppnishæfari og ferðamönnum fjölgað aftur. Hver hefði þá að endingu borgað skattinn, jú íslenskur almenningur í formi verðhækkanna á innflutningi.  Semsagt hagfræði andskotans þarna á ferðinni.

Veiðileifagjaldið er svo kapítuli útaf fyrir sig.  Í raun ekkert annað en auka tekjuskattur.  Þá er líka eðlilegast að kallaða því nafni og leggja hann á alla sem hafa tekjur, ekki eingöngu þá sem eru í útgerð. Enda má segja að við lækkun veiðileifagjaldsins aukist skattleggjanlegur arður útgerðarinnar og sá skattur fer jú líka til ríkisins.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 09:31

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Að vona, er hálfvelgja.

Að ætla, er hugsjón sem ekki verður stöðvuð með mannlegum kaupmætti.

Nelson Mandela fórnaði öllu, til að minnihlutinn fengi sín sjálfsögðu réttindi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.10.2013 kl. 16:22

6 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta "hefði" er alltaf mjög skemmtilegt. Hefðu menn bara áttað sig Þá í vor að þetta loforðaglamur frá Sjálfstæðisframsókn var eintómt plat til að komast aftur til valda.

Úrsúla Jünemann, 2.10.2013 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband