Leita í fréttum mbl.is

Stjórnvöld vilji helst þjóðnýta allar eignir erlendra vogunarsjóða en það komi ekki til greina

Úr frétt á ruv.is byggð á frétt af Bloomberg

Þjóðnýting krafna komi ekki til greina

Rætt er við Andrew Jent, stjórnarformann vogunarsjóðsins Hayman Capital Management, sem er með aðsetur í Texas í Bandaríkjunum. Sjóðurinn keypti kröfur á Glitni um mitt árið í fyrra og Jent segir í samtali við blaðamann Bloomberg að hann geri sér grein fyrir þeirri stöðu sem íslensk stjórnvöld séu í gagnvart kjósendum. Stjórnvöld vilji helst þjóðnýta allar eignir erlendra vogunarsjóða en það komi ekki til greina; hvorki samkvæmt landslögum né alþjóðalögum. Jent segist efast um að Íslendingar vilji lenda í sömu stöðu og Argentínumenn sem hafi farið þessa leið, þeir eigi í dag erfitt með að laða að erlenda fjárfestingu.

Og

Títtnefndur Andrew Jent segir hins vegar að það flæki málið hve ósamstíga stjórnarflokkarnir virðist vera í málinu. Forsætisráðherrann hafi sagt að bankarnir fái enga sérmeðferð en fjármálaráðherra hafi sagt mögulegt að aflétta gjaldeyrishöftum innan árs. 

Svona líta útlendir kröfuhafar á málið auk þess sem þeir virðast tilbúnir að biíða því þeir reikna með jafnvel að gjaldeyrishöftin geti verið hér í jafnvel í 6 ár.  Þetta rímar illa við það sem sérfræðingurinn Sigmundur Davíð sagði fyrir kosningar. Að þetta væri ekkert mál því öllum væri svon mikið mál að komast héðan að þær væru tilbúnir að gefa okkur helming eigna sinna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Argentinu,enn höfðu á milli Ess að velja að vera arðlausir skuldaþrælar vogunarsjóða og glæpafyrirtækja sem voru að sölsa undir sig eignir landsins eða lýsa yfir debt moratorium. Þeir völdu síðari kostinn og það var þeirra mesta gæfuspor.

Spunameistari vogunarsjóðsins hefur ekkert fyrir sér í áróðri um að fjárfestar forðist landið. Það þarf ekki mikið googl til að finna út að svo er ekki.

Ef hann er að tala um erlenda fjárfestingu sama eðlis og afríkuríkin búa við þá hefði það verið eðlilegt framhald þess að sætta sig við ofríki peningaaflanna þar sem þjóðirnar svelta og fjölþjóðafyrirtækin flytja allan arð úr landi.

"Erlend fjárfesting" er tvíeggjað sverð og langt frá því að vera lausnarorð hér.

Það er þó ekket nýtt að heyra sósíaldemókrata taka undir hræðsluáróður hákarlanna.

Það á að vera löngu búið að stíga þetta skref. Það er no brainer, en vinstristjórnin gerði það ekki auðveldara að leysa með undirlægjuhætti sínum og eftirgjöfum, enda virðist sem þeir hafi fyrst og fremst verið að hugsa um hag vogunarsjóðanna og lúffa undan innihaldslausum hótunum.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2013 kl. 15:19

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ein staðreynd sem menn gleyma, en hún er sú að peningar fara ekki í fýlu. Þeir leita þangað sem von er um góða ávöxtun, sem var raunar meinið í því háa vaxtaumhverfi sem hér var í aðdraganda hrunsin. Hingað flæddi ótakmarkað fé í þvottavélar nýfrjálshyggjunnar.

Peningar sem leita hæstu ávöxtunnar leita líka mestu áhættunnar. Það er spilakassamentalití fjármálaheimsins. Þess meira sem þú leggur undir þess meiri getur hagnaðurinn orðið ef til slær. Einnig verður tapið að sama skapi stórfenglegra ef veðjað er rangt.

Nafnið vogunarsjóður segir allt um eðli starfseminnar. Þeir byggja á þessari áhættufjárfestingu. Veðmálum. Þegar þeir tapa, þá reyna þeir að mögla, en það hefur lítið upp á sig að rífast við spilakassa. Tough luck this time.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2013 kl. 15:28

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vogun vinnur, vogun tapar, segir máltækið.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2013 kl. 15:29

4 identicon

Þjóðnýting hefur aldrei staðið til.

Enda er þarf engar samningaviðræður í þjóðnýtingu svo þessi þvæla er, jú þvæla.

En sem betur fer kikna ekki allir jafn glatt og samfylkingin þótt einhver vogunarsjóðs pjakkur sé í fýlu.

Sigurður (IP-tala skráð) 14.11.2013 kl. 16:28

5 identicon

Vogunarsjóðir áttu kröfur á Argentínska ríkið. Á Íslandi eiga vogunarsjóðirnir kröfu í þrotabú einkabanka. Vongunarsjóðirnir geta því einungis farið með einhver mál fyrir íslenska dómstóla en ekki dómstól í New York eins og Argentínumenn lentu í.

Eðlilegast er bara að setja þrotabúin í þrot og greiða út í krónum inná reikning sem má einungis nota til að kaupa gjaldeyri fyrir í gegnum sérstök uppboð Seðlabankans. Snjóhengjan þurrkast upp, hægt er að borga upp gjaldeyrislánin og eftir verður fjall af krónum sem ríkið getur notað í skuldaleiðréttingu og til að lækka skuldir sínar.

Kalli (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband