Leita í fréttum mbl.is

Komugjöld á sjúkrahús!

Árni Þór í vinstri grænum sagði í dag að
skv. áætlunum heilbrigðisráðuneytis er áætlað að 297 milljónir skili sér
í komugjöld á sjúkrahús. Sem skv. fjölda innlagna gæti þýtt um 11
þúsund að meðaltali. En þar sem öryrkjar, aldraðir og börn fá afslátt þá
gæti þetta gjald fyrir okkur hin verið hugasnlefga frá 15 upp í 20
þúsund krónur. Og það í hvert skipti sem fólk þarf að leggjast inn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Magnús Helgi. Takk fyrir þennan þarfa sannleiks-pistil.

Komugjöld á sjúkrahús eru svo sannarlega það helkaldasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt um á Íslandi. Lengi getur vont versnað.

Er virkilega búið að skera hjartað, samviskuna og sálina úr ráðamönnum Íslands (falda valdið bak við tjöldin)?

Öryrkjar og eldri borgarar eru allra stétta fólk, með mjög misjafnt fjárhagsbolmagn, og í mjög ólíkum stöðum. Sumir eru langt fyrir neðan öll siðmenntuð viðmið, og aðrir eru langt fyrir ofan alla meðalmanns-stöðu. Öryrki er ekki sama og öryrki, og eldri borgari er ekki sama og eldri borgari. Alhæfingar eiga aldrei rétt á sér.

Verkafólk á lægstu launum, og skuldugir einstaklingar upp fyrir höfuð, eru í raun útilokaðir frá sjúkrahúsum með þessum komugjöldum.

Það er í raun ekki verið að bjóða uppá neitt annað með þessum gjöldum, en langtíma-legugjald í kirkjugarðinum, fyrir mjög marga útslitna láglaunaþræla á Íslandi. Láglauna-verkafólk fær ekki neina afslætti, og það er svo sannarlega tímabært að benda á þessa niðurþögguðu staðreynd.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.12.2013 kl. 10:23

2 identicon

Smávegis til viðbótar. Í Fréttablaðinu í morgun er viðtal við framkvæmdastýru Sinnum ehf., sem er einkafyrirtæki, sem er í óða önn að græða á sjúkrahóteli, heimaþjónustu við aldraða og fékk nú nýverið afhent frá fjármálavaldinu hótel við Ármúla til þessarar starfsemi. Í viðtalinu má greinilega sjá það viðhorf, að auking sé framundan í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins, "samkeppni" eins og það heitir á máli einkavæðingarsinna. Amen og hallelúja. Það er verið að brjóta niður sjúkrabílaþjónustu í því formi sem hún hefur verið og tilgangurinn áreiðanlega að einkavæða hana líka. Þá fer þetta að verða hér eins og í draumalandinu USA, þar sem sjúkrabílstjórar og bráðaliðar byrja á því að skoða hvort mannskepnan sem þarf á bráðaþjónustu að halda er með skírteini frá t.d. Merril-Lynch eða kreditkort áður en viðkomandi er sinnt. Ef ekkert er til staðar sem sýnir að viðkomandi hefur greiðslugetu, er hann/hún látin liggja og deyja drottni sínum. Lifi hið frjálsa framtak!

E (IP-tala skráð) 14.12.2013 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband