Fimmtudagur, 19. desember 2013
"Íslendingaheilkennið!"
Alveg frábær greining á Íslandi og Íslendingum í Fréttablaðinu i dag. Sem ég bara set hér inn í heild sinni. Hún er eftir Árni Richard Árnason stærðfræðing sem ég hef ekki heyrt um fyrr, en hann tekur okkur fyrir og finnur út að við erum haldin sérstöku heilkenni sem finnst sennilega hvergi annarstaðar.
Kaupmáttur meðaltímakaups á Íslandi er lægri en á Spáni, þrátt fyrir að Íslendingar séu ríkir af auðlindum og fái fleiri ferðamenn miðað við höfðatölu. Því veldur óhagkvæmni einangraðs íslensks hagkerfis þar sem störf eru varin og mynduð með íhlutun stjórnmálamanna.
Íslenskt hagkerfi einkennist af stjórnlyndi og ríkissósíalisma, og almenningur virðist halda að hlutverk stjórnmálamanna sé að skapa störf og hagvöxt. Hér eru einkenni að verki sem ég kalla Íslendingaheilkennið, en mætti líka nefna Þetta-reddast-heilkennið eða frekar Reddið-þessu-heilkennið. Ég ætla að reyna að gera þessu heilkenni skil með þessum pistli.
Einkennin
Sá sem er haldinn Íslendingaheilkenninu er með eindæmum skammsýnn. Hann aðhyllist ekki langtímalausnir, heldur töfralausnir. Hann hugsar oft stórt, en ekki mjög djúpt, og mest í eigin þágu. Hann virðist frjálslyndur gagnvart því hvernig annað fólk lifir sínu lífi, sem er stundum mistúlkað sem umburðarlyndi eða virðing, en í rauninni er honum sama um annað fólk á meðan það skaðar hann ekki. Hann óttast útlendinga sem geta svipt hann lífsviðurværi sínu og jafnvel stolið auðlindum þjóðar hans. Hann vill auka ríkidæmi sitt hratt, til dæmis með því að láta virkja fallvötn og byggja álver sem skapar gervihagvöxt.
Fylgifiskur gervihagvaxtar er þó að hann gengur til baka, með tilheyrandi samdrætti, en það stöðvar ekki þann sem er haldinn Íslendingaheilkenninu því hann hugsar ekki svo langt. Hann þolir illa viðvaranir eða svartsýnisböl, sérstaklega ef slíkt kemur frá útlendingum. Hann lætur sér ekki segjast, enda væri það aðför að sjálfstæðinu að fylgja ráðgjöf útlendinga. Allt sem er íslenskt er gott, sérstaklega hin blessaða króna sem kemur hagkerfinu til bjargar með sveigjanleika sínum. Þó er krónan í hlekkjum og blóðsýgur íslenskt hagkerfi, þar sem blóðið er í formi vaxtagreiðslna til erlendra lánardrottna og kröfuhafa.
En sá sem er haldinn Íslendingaheilkenninu er eindæma þrjóskur þegar kemur að því sem íslenskt er, enda er hann íslenskari en páfinn. Ef lausnir bjóðast sem fela í sér langtímasamstarf við útlendinga þá er þeim hafnað á þeim forsendum að lausnirnar séu ekki töfralausnir, nema með þeirri undantekningu að um styrki sé að ræða. Þetta er líka allt saman útlendingum að kenna. Íslendingar eru svo sjálfstæð þjóð. Þetta reddast.
Áhrif á samfélagið
Íslendinga sem eru veikir af Íslendingaheilkenninu er að finna í öllum starfsstéttum á Íslandi, og þeir gegnsýra allt íslenskt samfélag, svo að tala má um faraldur í þessu samhengi. Birtingarmynd þessa er einkum skýrust í fjármálaheiminum, fjölmiðlum og stjórnmálum.
Um það fyrstnefnda þarf ég ekki að fara mörgum orðum, enda þekkja allir þann skaða sem hefur hlotist af Íslendingaheilkenninu á þeim vettvangi, þó að fæstir kunni góð skil á heilkenninu sjálfu. Íslenskir fjölmiðlar eru að mestu leyti slúðurfréttamiðlar með það meginmarkmið að endursegja hvað fólk sagði í stað þess að greina og skýra hvað gerðist eða mun gerast.
Eitt vinsælasta viðfangsefni fjölmiðlastéttarinnar er fjölmiðlastéttin sjálf. Hvar annars staðar í heiminum birtast reglulega fréttatilkynningar um óléttu fjölmiðlakvenna? Hvar annars staðar í heiminum getur fólk orðið frægt fyrir ekki merkilegri afrek en að vera fyllibyttur eða dópistar?
Lágkúrulegar slúðurfréttir eru vinsælasta efni veffjölmiðlanna og framboðið mætir eftirspurn.
Íslendingaheilkennið og grunnhyggnin ráða ríkjum. Ástandið minnir óþægilega mikið á gamlar zombí-kvikmyndir, með þeirri undantekningu að zombí-áhrifin eru aðeins innvortis, smitast sennilega ekki við bit, og gætu verið meðfædd.
Kjósendur vilja skammtímalausnir
Alþingi er helsta vígi Íslendingaheilkennisins. Þar ræða hugsjónalausir stjórnmálamenn skammtímalausnir sem eru best fallnar til þess að kaupa atkvæði auðkeyptra kjósenda. Sem betur fer fyrir stjórnmálamenn þá muna kjósendur ekki langt aftur, og hugsa ekki langt fram í tímann, enda flestir haldnir Íslendingaheilkenninu. En stjórnmálamönnum er refsað fljótt ef þeir finna ekki skammtímalausnir hið fyrsta sem gefa fólki aura í vasann, og því eiga stjórnmálamenn með framtíðarsýn ekki upp á pallborðið hjá kjósendum.
Til allrar hamingju fyrir ráðandi stjórnmálamenn þá hafa þeir þjálfað hæfni sína í að finna fjármuni og þeir geta jafnvel tekið þá af framtíðarskattgreiðslum, jafnvel þó að óvíst sé að þær muni nokkurn tímann eiga sér stað. Kjósendur hafa engar áhyggjur af því, enda er það þeim ofviða að hugsa svo langt fram í tímann. Þetta reddast.
Að svo komnu er Íslendingaheilkennið einangrað við Ísland sökum legu landsins. Ef þú býrð utan Íslands, þá hef ég þetta að segja: Dont panic.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
þetta er stórkostleg grein hjá Árna og segir svo mikið um það sem er að gerast í hausnum hjá innibyggjunum.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 19.12.2013 kl. 13:35
Gat ekki annað en hlegið að þessu bulli en, á einum stað segir: "En sá sem er haldinn Íslendingaheilkenninu er eindæma þrjóskur þegar kemur að því sem íslenskt er, enda er hann íslenskari en páfinn"...
Hahahaha... Síðan hvenær var/er Páfinn íslenskur? Hahahaha...
Þarna klikkti hann út sem einn af vitleysingunum sem sjá ekkert nema svartnættið á Íslandi, ekki svo ósvipað ESB sinnum sem berja haus við stein.
Hitt er svo allveg rétt að það eru óttalega margir hér sem hugsa í skammtímalausnum, svo eru aðrir sem hugsa í langtímavandamálum (ESB-sinnar)...
Með hátíðarkveðju
Ólafur Björn Ólafsson, 19.12.2013 kl. 14:39
"Íslendingur" er ekki það sama og "Íslendingur". Allar alhæfingar eru víst okkar allra, versti löstur og ódyggð. Svona erum við bara.
Hvaðan er heilkennið nú aftur kallað, sem svo oft er talað um á Íslandi, sem ég man ekki alveg hvaðan er? Syndorm-eitthvað? Hvaðan frá norðurlöndunum var nú aftur þetta eftirhermu-meðvirkni-syndorm Íslands innleitt?
Það er slæmt þegar maður man ekki stóru myndina nógu vel. En sem betur fer sjá og skilja augu betur en auga.
Tjáningarfrelsið er lykillinn að kærleiksfriði og réttlæti heimsins. Takk fyrir sannleiks-tjáningarfrelsið.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.12.2013 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.