Leita í fréttum mbl.is

Sammála Össuri um margt í þessu en þó ekki öllu.

Fyrir það fyrsta finnst mér að menn eigi að hefja innri skoðun og endurskoðun stefnu sinnar og verka innan hóps en ekki í fjölmiðlum.

Þá væri gott að einhver benti Össuri á að það hafa engar skuldalækkanir farið fram í tíð þessarar nýju stjórnar. Og því er lof hans á Sigmund Davíð í bestafalli full fljótt á ferðinni. Eigum við ekki fyrst að sjá frumvörp koma fram og hvort að framkvæmd þeirra standis fyrir dómsstólum ef að þau fara þessa leið. Eða hvort að gera þarf samninga við þrotabú bankana og þá að þeir samningar verði ekki afleikur hjá okkur.

En Össur er refur og ég held að nú sé í gangi hjá honum einver skák sem þar sem hann er búinn að leggja grunn einhverju loka tafli og sigri sem hann stefnir að. Vona að það sé sigur fyrir jafnaðarhugsjónina og stefnu Samfylkingar en ekki bara fyrir hann sjálfann.

En ég er algjörlega á því að Samfylking að að styðja öll mál sem koma sér vel fyrir fólkið í landinu ef þær eru framkvæmanlegar og hafa ekki aukaverkanir sem við þurfum svo að fást við til langrar framtíðar.

Þannig bíð ég eftir að sjá ný frumvörp um skuldalækkanir og í framhaldi skoðun á alfeiðingum þeirra.


mbl.is Samfylking fari í naflaskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

ohohohohohohooooo.

Eyjólfur G Svavarsson, 30.12.2013 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband