Leita í fréttum mbl.is

Það setur að mér ugg!

Svona fyrir utan hvað mikill samhljómur er milli forsetans og forsætisráðherra í ræðunum þá setur að mér ugg varðandi eitt atriði.

Nú þegar Ólafur er viss um að við verðum stórveldi c.a. á morgun eða hinn vegna nálægðar okkar við ýmis verðmæti og tækifæri á Norðurslóðum þá vona ég eftirfarandi:

  • Að í ljósi þess að skip eru enn að festast í Ís þrátt fyrir alla tæknina, þá verði ekki hér rokið í að eyða milljarðatugum eða hundruðum í hafnir áður en það er vitað hvort að einhver not séu fyrir þær. Þ.e. hvort að þetta sé eins raunhæft og menn láta.
  • Að hér verði ekki farið að eyða peningum vegna væntanlegs gróða af þessum meintu tækifærum löngu áður en nokkur veit hvort þau verði að raunveruleika.
En helst vona ég að þetta sé ekki það sama og þegar Ólafur og co lofuðu í ávörpum, skrifum og ræðum snilli útrásarvíkinga sem myndu leggja heiminn undir Ísland og gera okkur að stórveldi vegna snilli sinnar.
 
mbl.is Ólafur hvetur til samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Hérna er tilvitnun í grein sem var í Eyjunni í haust ..............Stephen M. Carmel er varaforseti hjá Maersk skipafélaginu, því sem sér um mesta gámaflutninga í heiminum. Hann er fyrrverandi skipstjóri sjálfur, háskólamenntaður og sérfræðingur í málefnum Norðurheimskautsins.

Carmel skrifar grein á vef U.S. Naval Institute og veltir fyrir sér siglingum yfir heimskautið. Hann segir að mikill fjöldi ráðstefna sé haldin um þessi mál – þær séu sóttar af þeim sem hafi atvinnu og hagsmuni af því að fara á ráðstefnur.

Það sé engin vafi á því að heimskautaísinn sé að bráðna, en hins vegar telur hann að það sé rangt að afleiðing þessa verði miklar siglingar.

Carmel færir rök fyrir því í ítarlegu máli.

Hann segir að veður verði áfram váleg á norðurslóðum og því fylgi oft afar vont skyggni. Marga mánuði á ári verði leiðin beinlínis lokuð. Þetta komi sér illa fyrir vöruflutninga, sem byggja á því að vara sé komin á tiltekinn stað á tilteknum tíma. Stöðugleiki sé mikilvægari en hraði flutninga. Þegar sé til háþróað flutninganet sem menn treysti á.

Það yrðu miklar takmarkanir á því hversu stór gámaskip væri hægt að senda yfir Norðurskautið. Gámaskipin fari ekki hratt, það útheimtir meira eldsneyti. Skip sem myndu sinna flutningum á þessum slóðum yrðu að vera sérstaklega sterk og það verður þörf á ísbrjótum.

Það sem skipti máli í þessum flutningum sé ekki síst verð á hvern gám. Þótt leiðin yfir heimskautið sé styttri, þá myndu skipin sem sinntu þessum flutningum vera minni. Þegar allt sé talið væri verðið á hvern gám hærra ef farið er yfir heimskautið.

Þegar rætt er um flutninga yfir Norðurskautið er horft til langs tíma – menn byggja á spám um að það verði að miklu leyti laust við ís hluta árs 2040 eða svo. Það er ennþá meira en aldarfjórðungur þangað til. Carmel segir að margt geti breyst á þeim tíma. Hinir miklu gámaflutningar í heiminum hafi byrjað fyrir álíka löngu – með hinni öru hnattvæðingu.

Hörður Halldórsson, 1.1.2014 kl. 21:49

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á níunda áratugnum voru Íslendingar orðnir einhverjir mestu loðdýraræktendur heims, þ. e. í ræðum stjórnmálamannanna.

Hundruð bænda létu glepjast af þessu og fóru á hausinn. Aldarfjórðungi síðar eru örfáir bændur sem hafa náð árangri. Það gleymdist að taka aöstöðu og reynslu með í reikninginn.

Á sama tíma var í þann veginn að rísa mesta fiskeldi heims á hvern íbúa í fjörðum landsins.

2007 voru Íslendingar í þann veginn að reisa stærstu fjármálamiðstöð heimsins í Reykjavík sem keppti við London og New York með alveg nýrri byltingarkenndri hugsun: "Kaupthinking".  

Nú er sagt örskammt í að við útvegum stórum hluta Evrópu orku í gegnum sæstreng. Hið rétta er að öll virkjanleg orka Íslands nægir fyrir innan við 1% af orkuþörf Evrópu.

Í dag var sagt að í Finnafirði væri skammt í að rísa "heimshöfn", hvorki meira né minna! Samt liggur stysta og öruggasta siglingaleiðin frá Evrópu og Norður-Ameríku meðfram ströndum Noregs.

Í fyrra var röð tuga frétta um það að miðað við fólksfjölda stæðu Íslendingar á þröskuldi þess að verða 20 sinnum meiri olíugróðaþjóð á hvern íbúa en Noregur.

Sami fréttamaður stóð á Skeiðarársandi 1996 og sagðist verða að standa alveg við bílinn með dyrnar opnar til þess að geta hlaupið inn í hann viðbúinn því að flóð ofan úr Grímsvötnum kæmi á hverri stundu.

Flóðið kom, rétt eins og vitað var fyrirfram, mánuði síðar !   

Ómar Ragnarsson, 1.1.2014 kl. 22:34

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

það er full ástæða til að hræðas þessa menn - forseta/fersetisráðherra

Rafn Guðmundsson, 1.1.2014 kl. 22:42

4 Smámynd: Halldór Þormar Halldórsson

Það versta er að ótrúlegur fjöldi fólks er alltaf tilbúinn að trúa þessari vitleysu.

Halldór Þormar Halldórsson, 2.1.2014 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband