Miðvikudagur, 1. janúar 2014
Það setur að mér ugg!
Svona fyrir utan hvað mikill samhljómur er milli forsetans og forsætisráðherra í ræðunum þá setur að mér ugg varðandi eitt atriði.
Nú þegar Ólafur er viss um að við verðum stórveldi c.a. á morgun eða hinn vegna nálægðar okkar við ýmis verðmæti og tækifæri á Norðurslóðum þá vona ég eftirfarandi:
- Að í ljósi þess að skip eru enn að festast í Ís þrátt fyrir alla tæknina, þá verði ekki hér rokið í að eyða milljarðatugum eða hundruðum í hafnir áður en það er vitað hvort að einhver not séu fyrir þær. Þ.e. hvort að þetta sé eins raunhæft og menn láta.
- Að hér verði ekki farið að eyða peningum vegna væntanlegs gróða af þessum meintu tækifærum löngu áður en nokkur veit hvort þau verði að raunveruleika.
Ólafur hvetur til samstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.1.2014 kl. 11:40 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Hérna er tilvitnun í grein sem var í Eyjunni í haust ..............Stephen M. Carmel er varaforseti hjá Maersk skipafélaginu, því sem sér um mesta gámaflutninga í heiminum. Hann er fyrrverandi skipstjóri sjálfur, háskólamenntaður og sérfræðingur í málefnum Norðurheimskautsins.
Carmel skrifar grein á vef U.S. Naval Institute og veltir fyrir sér siglingum yfir heimskautið. Hann segir að mikill fjöldi ráðstefna sé haldin um þessi mál – þær séu sóttar af þeim sem hafi atvinnu og hagsmuni af því að fara á ráðstefnur.
Það sé engin vafi á því að heimskautaísinn sé að bráðna, en hins vegar telur hann að það sé rangt að afleiðing þessa verði miklar siglingar.
Carmel færir rök fyrir því í ítarlegu máli.
Hann segir að veður verði áfram váleg á norðurslóðum og því fylgi oft afar vont skyggni. Marga mánuði á ári verði leiðin beinlínis lokuð. Þetta komi sér illa fyrir vöruflutninga, sem byggja á því að vara sé komin á tiltekinn stað á tilteknum tíma. Stöðugleiki sé mikilvægari en hraði flutninga. Þegar sé til háþróað flutninganet sem menn treysti á.
Það yrðu miklar takmarkanir á því hversu stór gámaskip væri hægt að senda yfir Norðurskautið. Gámaskipin fari ekki hratt, það útheimtir meira eldsneyti. Skip sem myndu sinna flutningum á þessum slóðum yrðu að vera sérstaklega sterk og það verður þörf á ísbrjótum.
Það sem skipti máli í þessum flutningum sé ekki síst verð á hvern gám. Þótt leiðin yfir heimskautið sé styttri, þá myndu skipin sem sinntu þessum flutningum vera minni. Þegar allt sé talið væri verðið á hvern gám hærra ef farið er yfir heimskautið.
Þegar rætt er um flutninga yfir Norðurskautið er horft til langs tíma – menn byggja á spám um að það verði að miklu leyti laust við ís hluta árs 2040 eða svo. Það er ennþá meira en aldarfjórðungur þangað til. Carmel segir að margt geti breyst á þeim tíma. Hinir miklu gámaflutningar í heiminum hafi byrjað fyrir álíka löngu – með hinni öru hnattvæðingu.
Hörður Halldórsson, 1.1.2014 kl. 21:49
Á níunda áratugnum voru Íslendingar orðnir einhverjir mestu loðdýraræktendur heims, þ. e. í ræðum stjórnmálamannanna.
Hundruð bænda létu glepjast af þessu og fóru á hausinn. Aldarfjórðungi síðar eru örfáir bændur sem hafa náð árangri. Það gleymdist að taka aöstöðu og reynslu með í reikninginn.
Á sama tíma var í þann veginn að rísa mesta fiskeldi heims á hvern íbúa í fjörðum landsins.
2007 voru Íslendingar í þann veginn að reisa stærstu fjármálamiðstöð heimsins í Reykjavík sem keppti við London og New York með alveg nýrri byltingarkenndri hugsun: "Kaupthinking".
Nú er sagt örskammt í að við útvegum stórum hluta Evrópu orku í gegnum sæstreng. Hið rétta er að öll virkjanleg orka Íslands nægir fyrir innan við 1% af orkuþörf Evrópu.
Í dag var sagt að í Finnafirði væri skammt í að rísa "heimshöfn", hvorki meira né minna! Samt liggur stysta og öruggasta siglingaleiðin frá Evrópu og Norður-Ameríku meðfram ströndum Noregs.
Í fyrra var röð tuga frétta um það að miðað við fólksfjölda stæðu Íslendingar á þröskuldi þess að verða 20 sinnum meiri olíugróðaþjóð á hvern íbúa en Noregur.
Sami fréttamaður stóð á Skeiðarársandi 1996 og sagðist verða að standa alveg við bílinn með dyrnar opnar til þess að geta hlaupið inn í hann viðbúinn því að flóð ofan úr Grímsvötnum kæmi á hverri stundu.
Flóðið kom, rétt eins og vitað var fyrirfram, mánuði síðar !
Ómar Ragnarsson, 1.1.2014 kl. 22:34
það er full ástæða til að hræðas þessa menn - forseta/fersetisráðherra
Rafn Guðmundsson, 1.1.2014 kl. 22:42
Það versta er að ótrúlegur fjöldi fólks er alltaf tilbúinn að trúa þessari vitleysu.
Halldór Þormar Halldórsson, 2.1.2014 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.