Fimmtudagur, 27. febrúar 2014
Frosti er náttúrulega farinn að slaga upp í Vigdísi!
Frétt af RUV:
Aldrei stóð til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Þetta segir Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins. Forsætisráðherra talaði ítrekað um þjóðaratkvæðagreiðslu í aðdraganda kosninga og eftir að stjórn var mynduð.
Ég held að það sé engin spurning að það þurfi að leyfa almenningi að koma að þessu, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í Silfri Egils, 20. janúar árið 2013, fjórum mánuðum fyrir kosningar.
Í Kastljósi Sjónvarps 11.febrúar 2013 var Sigmundur spurður hvort það stefndi ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Jújú. Miðað við þá stöðu sem er uppi í pólitíkinni. Fylgi flokka og svona. Það hlýtur að stefna í það, svaraði Sigmundur Davíð.
Ég er alveg til í að hafa kosningu um þetta strax eftir kosningar. Ef það er það sem menn vilja og ná saman um það., sagði Frosti Sigurjónsson, þá frambjóðandi til þings fyrir Framsóknarflokkinn, í Silfri Egils 10.febrúar 2013.
Frosti var þá spurður hvort framsóknarmenn vildu þjóðaratkvæðagreiðslu þá til að skera úr um áframhaldið. Ef áhuginn myndi snúast við. Segjum að kannanir sýndu að þeir sem vilja ganga inn í Evrópusambandið séu meira en helmingur þjóðarinnar, þá ætti að gera þjóðaratkvæðagreiðslu, svaraði Frosti.
Frosti segir í dag að Framsóknarflokkurinn hafi sett fram loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu til að tryggja að þjóðin yrði spurð ef ríkisstjórnarflokkur myndi vilja halda áfram aðildarviðræðum. Ekki til þess að spyrja hvort viðræðum skyldi hætt. Sem sagt, hefðum við lent með flokki sem vildi halda áfram, þá myndum við standa á þessu loforði okkar.
Þetta hefði getað átt við hefðu framsóknarmenn myndað ríkisstjórn með Samfylkingu. Við hefðum nú væntanlega reynt að sannfæra Samfylkingu um að halda ekki lengra, þá hefðum við reynt að segja við þá: Eigum við ekki að leggja þetta fyrir þjóðina? Við hefðum farið þá leið já. Og um það snerist þessi orðræða um þjóðaratkvæði í raun? Algjörlega, já.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að hlé verði gert á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þeim ekki haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu. En menn hljóta við ákvörðun um tímasetningu slíks að taka inn í reikninginn aðstæður, sagði Sigmundur Davíð á Laugarvatni 22. maí 2013. Við sögðum að við myndum aldrei ganga í Evrópusambandið nema að undangenginni kosningu. Og við ætlum ekkert að ganga í Evrópusambandið þannig að það þarf enga kosningu. Þetta er alveg lógískt, sagði Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins í þættinum Sunnudagsmorgni, 19. janúar 2014.
Frosti metur það svo að það verði engin kosning. Ég meina, þannig lögðum við upp. Ég meina, fólk verður að átta sig á að það var kosið síðastliðið vor.
Sneru þá öll ummæli Framsóknarmanna um þjóðaratkvæðagreiðslu í aðdraganda kosninga einungis að þeim möguleika að flokkurinn myndi enda í ríkisstjórn með öðrum flokki sem styddi aðild að Evrópusambandinu? Já, það er minn skilningur. Algjörlega, segir Frosti. Og skilningur allra sem voru á þeim fundum þar sem þessi stefna var sett fram. Aðspurður hvort honum hafi þótt þessi skilningur ná að skila sér til kjósenda segist hann ekki geta dæmt um það. Ég tók eftir því að þeir sem eru fylgjandi aðild, voru mjög áfram um það að reyna að misskilja þetta. Orðalagið hafi verið ákveðinn varnagli.
Er nema von að maður mætir reglulega niður á Austurvöll
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Lengi getur Samfó lfað í voninni.En það mun ekki duga til.Það gerðist í gærmorgun að horfa mátti upp á Samfó berstripaða með allt niðurumsig.Björt framtíð sveik Samfó.Guðmundur Steingrímsson steig í pontu og sagðist styðja tillögu VG að viðræðurnar yrðu slegnar af, en kosið yrði innan þriggja ára hvort taka bæri þær upp aftur.Næst komu píratar upp og sögðust líka styðja tillögu VG um að viðræðurnar yrðu slegnar af.Þar með stóð Samfó á brókinni, brjóstahaldaralaus.Og ekki var hún falleg þannig á sig komin.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 28.2.2014 kl. 13:38
Nei Maggi nú er nóg komið af Samfylkingar-skandölum. Umsókninni verðum við að skila,enda til hennar stofnað með þvinguðum aðgerðum. Evrópuambandið er ekki beint árennilegt eins og það hamast í Úkraínu. Það heldur áfram í yfirgangi allstaðar þar sem það telur sig hafa ítök. Það er mál til komið að klára þetta núna,það hefur aldrei verið lofað atkv.greiðslu,nóg er þetta frumhlaup SF.búið að kosta.
Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2014 kl. 14:09
Frosti reyndi að selja hugmynd sem engum datt í hug fyrir kosningar. Kom út eins og auli. Helga og Geiri ná þvî ekki því miður.
Hörður (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.