Leita í fréttum mbl.is

Halló Heimssýn! Voru þið ekki búin að taka Kýpur sem dæmi um hörmungar Evrunar!

Hef lesið á bloggi Heimssýnar um allar hörmungarnar sem Evran leiddi yfir Kýpur. M.a. lækkun launa um 10% og þar væru líka fjármagnshöft. En úps laun hér voru lækkuð með gengisfellingu og hér hafa verið fjármagnshöft í 5 ár en Kýpur er nú ári eftir að þeir settu höft að aflétta þeim að mestu.

Væri gott ef að einhver sem skrifaði eða talaði fyrir hönd Heimssýnar hefði eitthvað vit á því sem þeir ræða um fyrst áróður þeirra virkar svona vel á marga sem nenna ekki að kynna sér málin. 

Stjórnvöld á Kýpur vonast til að geta afnumið öll fjármagnshöftin í lok þessa árs takist að semja við alþjóðlega lánveitendur og endurheimta að fullu traust fjárfesta.

 

Búið að vera erfitt á Kýpur vissulega en þeir eru ekki með neina Snjóhengju eins og við. Þó bankar þar hafi lánað svo rosalega að þeir áttu ekki fyrir innistæðum. En semsagt engin innlendur gjaldmiðill sem þarf að loka inni. 


mbl.is Dregið úr fjármagnshöftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki dugði evran Kýpurbúum til að lækka sjálfkrafa vexti -- þeir eru með hærri vexti á íbúðalánum en við!

Jón Valur Jensson, 29.3.2014 kl. 11:34

2 identicon

Lestu fréttina. Það er verið að draga úr fjármagnshöftum innanlands.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.3.2014 kl. 11:52

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er eins með heimssýn og framsóknarflokkinn, að maður reiknar barasta orðið með að það sem frá þeim kemur ssé lygi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.3.2014 kl. 12:45

4 identicon

það er annað en með Þig Ómar Bjarki ......sem aldrei segir nema heilagann sannleika og talar svo fágað og fint ........Ættir að hafa ´þá reglu að kynna þer mál og málefni Ómar og Kanski ? ??  tala svo !!!!!!!!!!!!!!!

Ragnhild (IP-tala skráð) 30.3.2014 kl. 00:28

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hér hefðu fjármagnshöftin verið leyst á árinu 2009 ef ríkisstjórn Geirs H Haarde hefði setið áfram, enda tekið fram þegar lögin voru sett að það yrði gert.

Stjórn flugfreyjunnar og jarðfræðinemans hafði ekki áhuga á að losa þau því þau þekktu þau ekki leiðirnar til þess auk þess að þau vildu halda í þau til að teyma almúgann inn í EB sem myndi með töfrasprota inngöngunnar leysa þau í einum grænum !

Þetta töldu þau almenningi trú um illu heilli.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.3.2014 kl. 03:25

6 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Halló Magnús!

Kynntu þér málefni Kýpur betur áður en þú ferð að kasta steinum úr glerhúsi.

Þú segir: "Engin snjóhengja", "enginn innlendur gjaldmiðill sem þarf að loka inni"

Hvort tveggja er alrangt.

Á Kýpur er stór snjóhengja (m.a. rússneskt fé sem vill út). Þar má ekki færa fé á milli banka eða taka stórar fjárhæðir út. Þar er skattur á innistæður til að draga úr snjóhengjunni. Samt (þrátt fyrir höft) hafa þeir misst um 30% af innistæðum úr landi. Og enginn veit hve mikið fer þegar (og ef) höftum verður aflétt. Það er enn rætt um það að láta bankana fara í þrot.

Kýpurbúar eru enn að íhuga úrsögn úr evrunni til að endurheimta samkeppnishæfni sína. En það verður þeim dýrt og er eiginlega yfirlýsing um gjaldþrot. Eitt er víst að Kýpur er bara rétt að byrja að sjá afleiðingar kreppunnar. Afnám hafta á Kýpur er í raun sambærilegt við það að taka fyrir nefið og hoppa úr í djúpu laugina. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist.

Sjá m.a. hér:

http://www.zerohedge.com/news/2013-05-29/cyprus-bank-deposits-plunge-most-ever-during-capital-controls-month

http://www.thestandard.com.hk/breaking_news_detail.asp?id=33450

http://cyprus-mail.com/2013/11/15/interview-cyprus-to-fully-lift-capital-controls-within-months/

http://www.forexcrunch.com/cyprus-potential-capital-outflows-and-euro-zone-outflow-explained/

P.S. Eins og á Kýpur þá virðist fólk hér á landi ekki gera sér grein fyrir því hvað gagn það er sem höftin eiga að gera. Menn sjá einungis ókostina (sem eru margir). En höftin hér eru að ástæðu, nefnilega þeirri að við erum ekki búin að gera upp afleiðingarnar af hruninu sem má draga saman undir nafninu "snjóhengjan". Við höfum ekki en getað tekið fyrir nefið og hoppa út í djúpu laugina. Það fer vonandi að gerast eftir góðan undirbúning. Það verður líka fróðleg reynsla.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 30.3.2014 kl. 10:33

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Lestu fréttinar Þorsteinn og Kýpur er með evru sem þeir þurfa ekki að loka inni nema vegna þess að bankar þar geyma svo stórar innistæður að þeir færu á hausinn sjálfir. Ríkið er ekki með neina snjóhengju. Þ.e. gjaldmiðill sem allir útlendingar sem eiga þarna innistæði vilja losna við.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.4.2014 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband