Leita í fréttum mbl.is

Laun forstjóra Kaupþings sett í samhengi sem við skiljum betur.

Fann þetta inn á www.mannlif.is .

Meira af ofurlaunum

8 mar. 2007

 

Í pistli hér fyrir skömmu var farið ofan í saumana á gríðarlega háum launum og bónusum sem bankastjórar Kaupþings banka þáðu á síðasta ári en þau námu ríflega 800 milljónum fyrir þá Sigurð Einarsson og Hreiðar Má Sigurðsson. Þar sem flestir eru orðnir ónæmir fyrir sífelldu milljarðatali íslenskra fjölmiðla er réttast að snúa þessum tölum aðeins yfir á mannamál. Sé reiknað út tímakaup af þeim 844 milljónum sem Sigurður hafði í fyrra þá má segja að hann sé með um 300.000 krónur á tímann ef hann vinnur 8 stunda vinnudag 365 daga ársins. Fyrir þessa peninga gæti hann keypt og gefið góðum viðskiptavinum bankans 556 Toyota Yaris og að auki haldið einum fyrir sjálfan sig. Ef veikindi bæri að garði gæti kappinn hæglega ráðið sér eigin sjúkraliða til að annast sig eða reyndar gæti hann haft 528 stykki á launum allt árið um kring. Svona mætti lengi halda áfram að reikna út hvernig hann gæti varið aurunum sínum en líklegast verður að teljast að hann haldi bara áfram að láta þá ávaxta sig enn meir ...


mbl.is Glitnir hækkar verðmatsgengi á Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband