Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin verður að hefja sókn og sækja fylgi kvenna aftur.

Það er orðið nokkuð ljóst að Samfylkingarinnar býður verðugt verkefni næstu mánuði. Það er nokkuð ljóst að það er stefna flokksins í umhverfismálum sem er ekki nógu vel skýrð fyrir kjósendum. Það er til lítils að tala alltaf um "Fagra Ísland" þegar fólk veit lítið um hvað hún snýst.

Það er með öllu óþolandi að flokkur sem kosið hefur konu sem formann njóti þess ekki í fylgi hjá konum. Það er ekki nóg með að þetta sé kona heldur er hún ein af þeim sem komu inn i stjórnmál í gegnum Kvennalistann. Það í sjálfusér ætti að tryggja flokknum fylgi þar.

Flokkurinn sem slíkur hefur ekki staðið óskiptur bakvið formann sinn fyrr en nú síðustu vikurnar. Og a.m.k. síðustu kannanir sýna að fylgið er hætt að dala. Nú verður flokkurinn að fara að spýta í lófana.

Ég veit að ISG nýtur virðingar innan flokksins og það vantar að það komi út.  Formaður og varaformaður verða að koma skýrar fram sem eitt teymi. Það vantar dálítið að fólk hreinlega viti að Ágúst sé varaformaður.

Össur sem fyrsti þingmaður Reykjavíkur er búinn að standa sig vel síðustu vikur og nú verða fleiri að koma til.

Ég trúi því að þegar kjósendur skoða flokkana á kosningadag þá eigi dálítið eftir að leka af atkvæðum frá Vg yfir á hinn flokkin vinstramegin en þó nær miðju.

Svona Samfylkingarfólk fara nú að berjast fyrir málstaðinn!


mbl.is „Gjörbreyting á fylgi á milli Samfylkingar og VG á meðal kvenna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband