Leita í fréttum mbl.is

Það verður að laga samkeppnislög og það strax

Var að lesa Fréttablaðið í dag og rakst þar á frétt af því að málinu gegn olíuforstjórnunum hefur verið vísað frá. Í fréttinni segir m.a.

Dómsmál Máli ákæruvaldsins gegn Kristni Björnssyni, Geir Magnússyni og Einari Benediktssyni, forstjórum stóru olíufélaganna á árunum 1993 til 2001, hefur verið vísað frá dómi en Hæstiréttur staðfesti frávísunarúrskurð héraðsdóms frá 12. febrúar.

Dómur héraðsdóms byggði öðru fremur á því að ekki væri hægt að sækja einstaklinga til saka fyrir brot á samkeppnislögum. Meirihluti Hæstaréttar byggir niðurstöðuna á því að rannsókn samkeppniseftirlits, samkeppnisstofnunar og síðar lögreglu standist ekki lög. Sérstaklega er vitnað til þess að óskýrt hafi verið í samkeppnislögum hvernig meðferð opinberra mála skyldi háttað, ef grunur vaknaði um að brotið hefði verið gegn lögunum.

Skil ekki afhverju að löggjafarvaldið er ekki löngu búið að breyta samkeppnislögum. Þetta mál hefur jú legið í loftinu þ.e. að ekki sé hægt að sækja einstaklinga til saka fyrir samkeppnisbrot heldur eingöngu þau fyrirtæki sem þeir starfa hjá. Þetta gegnur náttúrulega ekki. Það eru jú þeir sem ákveða þessi brot eins og samráð sem eiga að vera ábyrgir.

Gjörið svo vel að laga þetta strax!

Frétt af mbl.is

  Ákæru á hendur forstjóra olíufélaga vísað frá
Innlent | mbl.is | 16.3.2007 | 15:55
Frá málflutningi um frávísunarkröfuna í héraðsdómi. Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru gegn þremur núverandi og fyrrverandi forstjórum olíufélaga. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti kváðu fimm dómarar upp dóminn og tveir þeirra skiluðu sératkvæði. Annar vildi staðfesta úrskurð héraðsdóms en á öðrum forsendum en hinn vildi fella úrskurðinn úr gildi og leggja fyrir héraðsdóm að taka ákæruna fyrir



mbl.is Ákæru á hendur forstjóra olíufélaga vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Óli Bjarnason

Samkeppnislög verða ekki löguð, nema með miklum tilkostnaði og meiri skrípaleik samkeppnisstofnunar og ákæruvaldsins.

Samkeppnislögin ber að afnema, enda óréttlát, óþörf, og bitlaus þegar á reynir.

Rúnar Óli Bjarnason, 18.3.2007 kl. 06:29

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Á meðan að forstjórar og eigendur fyrirtækja hér á landi kunna ekki grundvallahugmyndir eðlilegra viðksiptahátta þá ber að efla samkeppnislög. Bendi á að þau eru virkari t.d. í USA en hér. OG ef þau eru bitlaus þá komum við biti í þau. Reyndar skilst mér að þau hafi verið löguð hér á síðustu dögum þingsins í gær eða fyrra dag.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.3.2007 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband