Leita í fréttum mbl.is

Skynsamleg og djörf yfirlýsing frá Norðmönnum

Norðmenn sýna en á ný nokkra djörfung í alþjóðastjórnmálum með því að viðurkenna nýja þjóðstjórn í Palestínu. Það er náttúrulega eina leiðin til að koma á friði á þessu svæði að reyna að hvetja með öllum ráðum til friðsamlegra samskipta. Og þó að  Hamas hafi verið tengt við ofbeldi þá ber að gefa þeim tækifæri þar sem að palestínubúar kusu þá til valda. Nú þegar náðst hefur friður milli stríðandi fylkinga í Palestínu er það rökrétt að þjóðir heims reyni að viðhalda því. Síðan verða að koma til frekari samningar við Ísrael þar sem Ísrael yfirgefur að mestu herteknu svæðin frá 1967 og SÞ tryggja frið á landamærunum.

www.ruv.is

Norðmenn viðurkenna samsteypustjórn Palestínumanna

Norðmenn viðurkenna nýja samsteypustjórn Palestínumanna og ætla að taka upp stjórnmálasamband við hana. Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, lýsti þessu yfir síðdegis og sagði að myndun samsteypustjórnar Palestínumanna væri sögulegur atburður. Hefðu samningar ekki tekist milli fylkinga Palestínumanna væru enn átök á milli þeirra.

Norski utanríkisráðherrann sagði að það væri mikilvægt að nýja stjórnin næði tökum á öryggismálum á heimastjórnarsvæðunum og stöðvaði flugskeytaárásir á Ísrael. Hann hvatti alþjóðasamfélagið og Ísraelsstjórn til að hefja samstarf við nýju stjórnina og Ísraelsmenn að afhenda Palestínumönnum tolla og skatta sem þeir eiga inni hjá þeim. Ennfremur að veita Palestínumönnum aukið ferðafrelsi.

Norðmenn gerðu ráð fyrir að palestínska stjórnin virti gerða samninga við Ísrael, sneri baki við ofbeldi og viðurkenndi tilverurétt Ísraelsríkis.

mbl.is Norðmenn viðurkenna nýja heimastjórn Palestínumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Hvar er Jón Baldvin?

Björn Heiðdal, 17.3.2007 kl. 21:59

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Datt þetta í hug líka. Við höfum jú lagt metnað okkar í að vera fyrst að viðurkenna ríki og ríkistjórnir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.3.2007 kl. 22:12

3 identicon

Sæll, Magnús Helgi !

Eigum ekki, að koma nálægt þessum vandamálapakka, austur í Mið- Austurlöndum. Filisteum (Palestínumönnum) ekki viðbjargandi; meðan þeir fylgja trúardellunni, frá Mekka. Að vísu eru nokkrir þeirra kristnir, en.................. mega sín einskis, gagnvart vélbyssu- og handsprengju fræðingum samlanda sinna.

Möguleiki, taki þjóðir Mið- Austurlanda aftur upp skurðgoðadýrkunina fornu, að þessi mannskapur komizt inn á 21. öldina. Þá væri vel, Magnús Helgi.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband