Leita í fréttum mbl.is

Frjálshyggjan á Íslandi í framkvæmd síðustu 12 ár.

Nú má segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft 12 ár til að sýna okkur afrakstur frjálshyggjunar og hverning þeir framkvæma hana. Það er vissulega hægt að segja að við höfum það betra nú en fyrir 4 árum að mörgu leyti en spurning hversu mikið það er hægt að eigna ríkisstjórninni það. Fyrst verður náttúrulega að benda á að EES samningurinn hefur náttúrulega verið hvatinn sem hefur drifið atvinnulífið áfram. Eins þá hefur almennt verið velmegun hjá flestum vestrænum þjóðum.

EN nú skulum við víkja að nokkrum atriðum sem hafa sannanlega verið verk ríkisstjórnarinnar.

  • Einkavæðing bankanna: Ég í sjálfu sér er ekki að mæla á móti því að bankarnir væru einkavæddir en tel að framkvæmdin á þvi og helmingaskiptin hafi sennilega hlunfarið okkur sem þjóð um tugi eða hundruð milljarða. T.d. ef að aðeins einn banki hefði verið seldur í upphafi þá má færa rök fyrir því að seinni bankinn sem hugsanlega hefði þá verið seldur í fyrra hefði skilað okkur kannski svon 50 milljörðum. Eins þá var okkur talið trú um að við þessa samkeppni mundi almenningur fá mun betri kjör en áður en það hef ég nú ekki séð. Eins þá kom í ljós eftir að bankarnir voru seldir að eigendur gátu strax losað hagnað út úr bönkunum til að greiða sér til baka kaupverð þeirra. Því má færa rök fyrir því að þeir hafi nærri því verið gefnir.
  • Einkavæðing Símans: Það fékkst nú viðunandi verð fyrir hann en sú fullyrðing að þar með fengjum við viðskiptavinir að njóta samkeppninar í hagstæðum verðum á þjónustu hafa ekki staðist.
  • Þjónustugjöld. Í upphafi stjórnar Framsóknar og Sjálfstæðismanna þá hækkuðu þau gífurlega. En vegna mikilla mótmæla almennings þá hafa ráðamenn ekki þorað að ganga lengra í þá átt og gjöldin ekki hækkað mikið síðustu ár. Samt eru þau það há að margir sleppa að leita sér heilbrigðisþjónustu vegna þeirra.
  • Nú þessa daga eru tannlæknar að benda á að þar sem að niðurgreiðslur á tannlæknakosnaði barna hafa ekkert hækkað hefur tannheilsa barna versnað gífurlega og erum við nú mun ver stödd í þeim málum en þær þjóðir sem við miðum okkur við.
  • Skattar: Skattar hafa jú verið lækkaðir. EN fyrstu 10 árinn voru það nær eingöngu fyrirtæki, hálaunafólk og fjármagnseigendur sem nutu þeirra lækkana. Og með því að skattleysismörk voru ekki látin fylgja launavísitölu/neysluvísitölu þá bitnaði það mest á þeim sem lægst höfðu tekjur. Nú þegar að fór að fjara undan Framsókn voru loksins um síðustu áramót gerðar einhverjar leiðréttingar þarna á.
  • Nú í vikunni kom í ljós að barnabætur hafa lækkað á þessu tímabili um sem nemur 10 milljörðum.
  • Þó að eðlilega í allri þessari hagsæld hafi verið greidd niður lán ríkisins þá hafa heildarskuldir þjóðainnar aukist gríðarlega
  • Ráðist var í gríðarlegar framkvæmdir í virkjunar og stóriðujumálum sem valda því ásamt lánæði bankanna að hér hefur í 5 ár verið gríðarleg verðbólga. Það var alltaf kynnt fyrir okkur fyrir framkvæmdir að þetta gæti verið ástand sem varði í nokkra mánuði og er en talað um þetta sem verðbólguskot. En þetta skot fer nú að vera ansi langt.
  • Síðan er vert að benda á þá gríðarlegu baráttu sem öryrkjar og lífeyrisþegar hafa þurft að há til að bæta kjör sýn sem enn eru óviðunandi.
  • Sendiráð í Japan upp á 800 milljóna. 500 til 600 milljónir til að komast í Öryggisráð SÞ
  • Þátttaka okkar í Írakstríðinnu og á lista "Hinna staðföstu þjóða"
  • Þá er kannski rétt að minna á eftirlaunafrumvarpið sem tryggði ráðherrum og þingmönnum tvöföld laun ef þeir létu af þingmennsku og tóku við störfum á vegum ríkisins. Einka atvinnumiðlun flokkanna. t.d. fullt af sendiherrum starfandi hér á landi, sendiherrastöður og Seðlabankastöður. Þá fengu sumir eins og Finnur Ingólfsson eitt stykki tryggingarfélag til að vinna að því að gera hann að milljarðamæring. Annar fékk forstjórnastöðu hjá Landsvirkjun og konan hans nú sendiherra í Suður Afríku. Frændur og vinir gerðir að Hæstaréttardómurum. Helstu hugmyndafræðingar frjálshyggjunar á launum hjá ríkinu í HÍ og fleiri stöðum.

Þetta eru bara nokkrir punktar í bili. Stjórnin er nú orðin þannig að hún gerir ekkert fyrr en eitthvað er tekið fyrir í fjölmiðlum og þá reynir hún að setja plástur á það. Hún hefur engar hugmyndir um hvert við höldum héðan. Hún er búin að einkavæða það sem hún getur með auðveldu móti en gerir sér grein fyrir að betur er fylgst með nú. Einu hugmyndir hennar stóriðja og jarðgöng eiga nú undir högg að sæta og því er hún gjörsamlega orðin náttúrulaus. Engar lausnir bara að kaupa frið um stundarsakir.

Fyrirtæki vaða uppi og eru leynt og ljóst farin að reyna að stjórna öllu hér. Forstjórar sífellt að halda ræður með beinum og óbeinum hótunum um þetta og hitt ef ekki er farið að vilja þeirra.

Það er komin tími til að hleypa öðrum að til að þess að taka til eftir þessa stjórn. Einhverja sem hafa framtíðarsýn fyrir almenning og hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Ekki þröng hagsmunagæsla núverandi stjórnvalda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband