Leita í fréttum mbl.is

Kristinn er ekki hrifinn af Íslandshreyfingunni.

Í pisli á heimasíðunni sinni fjallar Kristinn H Gunnarsson um nýja flokkinn þeirra Margrétar og Ómars. Ekki beint hægt að segja að flokkurinn hafi skorað hátt hjá honum með þessari kynningu sinn. Hann fullyrðir að helsti ávinningur af þessu sé að viðhalda óbreyttri stjórn hér á landi. Hann segir m.a.

Nú er staðan þannig að kjósendur virðast vera komnir á þá skoðun að rétt sé að ríkisstjórnin sem setið hefur í 12 ár fái hvíldina og að stjórnarandstaðan taki við. Nánast í öllum skoðanakönnunum eru stjórnarandstöðuflokknarnir með öruggan meirihluta atkvæða.

Þá telja Ómar og Margrét óhjákvæmilegt að bregðast við með nýjum flokki til þess að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan komist til valda. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem flokkur er stofnaður beinlínis gegn stjórnarandstöðunni með þeim rökstuðningi að koma þurfi í veg fyrir að stjórnarflokkarnir komi fram aðalstefnumáli sínu.

Hvernig á koma einhverju viti í þessa röksemdafærslu?

Síðan færir hann rök fyrir því að framboðið sé líklegast til að afreka það að viðhalda stjórn Framsóknar og Sjálfstæðismanna. Og segir:

Niðurstaða mín er því sú að framboðið nýja beinist einkum gegn stjórnarandstöðunni. Er nema von að Morgunblaðið gleðjist. Það sér að enn er von fyrir áframhaldandi stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins, þegar öll sund virtust lokuð.

Og í lokinn skýtur hann fast á Margréti og Jakob og segir:

Eitt get ég ekki stillt mig um að nefna að lokum. Margrét nefndi í einu viðtalinu að hún vonaðist til þess að eftirspurn yrði eftir fersku framboði með nýju fólki og gagnrýndi litla endurnýjun á framboðlistum annarra flokka. Margrét getur tæpast talist ný og fersk í stjórnmálum, enda hefur hún verið í framboði í öllum kosningum sem sögur fara af síðasta áratuginn - án árangurs. Hið sama má segja um Jakob Frímann, Stuðmann með meiru.

Í blálokin - af hverju varð Margrét Sverrisdóttir ekki formaður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ekki misskilja mig ég vona svo heitt og innilega að þessi stjórn falli

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.3.2007 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband