Leita í fréttum mbl.is

Sundabraut - Eigum við að borga vegatoll eða hvað?

Nú hafa Faxaflóahafnir boðið ríkinu að byggja Sundabraut í einu lagi. Og ríkið hefur tekið veli í þetta. Sjóvá-almennar hafa boðist til að byggja tvöfaldan Suðurlandsveg og hefur bætt við að þeir séu tilbúiir að standa líka að svipuðum framkvæmdum á Vesturlandsvegi. Það er ekki um það deilt að þessar framkvæmdir eru alveg bráðnauðsynlegar og þurfa að komast í framkvæmd sem fyrst. En þetta tilboð þessara aðila gengur út á miklar framkvæmdir á skömmum tíma og maður veltir fyrir sér afhverju var verið að samþykkja vegaáætlun fyrir næstu 4 ár og þar eru bara 8 milljarðar til Sundabrautar. Það er náttúrulega jafn dýrt að gera Sundabraut þó að það séu sveitafélög sem framkvæmi það. Og Faxaflóahafnir áætla að þetta kosti um 23 milljarða.

Var að lesa leiðara Þorsteins Pálssonar en hann segir m.a.:

Hvað sem líður ályktunum af þessu tagi er ástæða til að skyggnast aðeins undir sykurhúð málsins. Það fyrsta sem vekur athygli er þetta: Alþingi samþykkti vegaáætlun þegar klukkan var gengin tíu mínútur í miðnætti síðasta laugardag. Þar var ákveðið að verja átta milljörðum króna til Sundabrautar á árunum 2008 til 2010, eða sem nemur innan við þriðjungi af heildarkostnaði framkvæmdarinnar.

Þetta þýðir að fyrir viku var það mat fjárveitingavaldsins að framkvæmdin öll rúmaðist ekki innan þeirra marka sem ríkisumsvifin verða að lúta á næstu árum. Jafnframt sá Alþingi sér ekki fært að samþykkja vegaáætlun til lengri tíma. Svo gerist það á einni nóttu án útskýringa að nei í gær merkir já í dag.

Bankarnir hafa verið helstu gagnrýnendur á fjármálastefnu ríkissjóðs. Þeir hafa ítrekað fært fram rök fyrir því að opinberir aðilar færðust of mikið í fang miðað við efni. Með því ynni ríkisvaldið gegn viðleitni Seðlabankans til að viðhalda stöðugleika. Ámæli bankanna hefur ekki síst beinst að framkvæmdum í samgöngumálum. Það sem þeir töldu vítavert fyrir viku er þeim nú keppikefli

Síðar segir hann:

Hvað hefur breyst á þessum fáum dögum? Fékk þjóðarbúið happdrættisvinning? Eða reiknuðu menn vitlaust? Hvorugt. Það eina sem hefur gerst er að séðir menn komu auga á stóru hjáleiðina utan við bókhald ríkissjóðs. Með því að fela framkvæmd sem þessa í hendur opinberu fyrirtæki á vegum sveitarfélaga eða eftir atvikum einkaaðila skrifast lántakan ekki á ríkissjóð þó að skattborgurunum sé ætlað að borga brúsann þegar upp verður staðið.

Það sem ég vill vita er líka hvort að þessum fyrirtækjum sem eru að bjóðast til að framkvæma þetta verður gefin heimild til að innheimta vegatolla. Og þá hvort að maður sem er á leið frá Hveragerði til Akraness þarf að borga þega hann fer inn á tvöfaldan Suðurlandsveg og svo aftur á Sundabraut og svo að lokum í Hvalfjarðargöngin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband