Leita í fréttum mbl.is

Full mikil einföldun hjá Ómari.

Hef verið að velta fyrir mér málfluttningi Ómars nú þegar Íslandshreyfingin er komin á koppin. Og finnst að hann klæði málið í kannski fulleinfaldan búning. Hjá honum viriðist það vera að almenningur láti ráðst nær eingöngu af stöðu flokkanna í umhverfismálum. Nú held ég að þó vissulega fólk hafi áhyggjur af umhverfismálum þá eru önnur mál sem brenna eðlilega mikið á fólki. Þar horfir fólk t.d. mjög til samgöngumála og velferðarmála. Og einnig til framtíðarþróunar í efnahagsmálum.

Það er samt alltaf ákveðinn hópur kjósenda sem svona sveiflast eftir tískufylgi. Það fer eftir stöðu í skoðunarkönnunum velur skv. þeim.  EN svo þegar kemur að kosningunum sjálfum þá fer fólk að hugsa þetta nánar. Þá er horft í þá sem eru í framboði. Þá hlýtur fólk að horfa í þá sem stýra flokknum og hvaða reynslu það hefur af því að stýra hóp fólks.  Þar stendur Íslandshreyfingin ekki vel að vígi. Jú Margrét hefur verið framkvæmdarstjóri í örflokki þar sem að allt endaði í ósköpum. Jakob hefur jú stýrt stuðmönnum og staðið fyrir samkomum en ekki hægt að segja að þeir sem hafi starfað með honum í flokki hafi veitt honum brautargengi hingað til. Ómar hefur nú lengstum starfað sem einyrki. Jafnvel hjá Sjónvarpinnu. Þó allir séu sammála um að gott sé að vinna með honum þá er spurning um stjórnunarhæfileika.

Enginn efast um hugsjónir hans og eldmóð. En allar þessar góðu hugmyndir hans taka langann tíma í framkvæmd. Og spurning hversu lengi fólk vill bíða?

Ómar sagði í dag:

Ég tel alveg raunhæft að við getum tvöfaldað þetta fylgi," segir Ómar. Í hans huga sé aðalatriðið að nógu margir komi til liðs við hreyfinguna úr öllum áttum, sérstaklega úr þeim áttum sem stóriðjustefnan eigi nú föst tök. Því fleiri sem komi til hreyfingarinnar, aukist líkur á að takmarkið náist örugglega.

Ómar segir könnunina sýna að Íslandshreyfingin geti komið í veg fyrir að stóriðjuflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn geti kippt Frjálslyndum upp í hjá sér og myndað hreina stóriðjustjórn. Íslandshreyfingin taki fylgi af Sjálfstæðisflokknum en líka Vinstri grænum.

Að mati Ómars var hættan sú áður en Íslandshreyfingin bauð fram að þeir hefðu áður kosið Sjálfstæðisflokkinn eða Frjálslynda flokkinn en ætluðu að kjósa Vinstri græna út af umhverfismálunum, hrykkju í heimahagana þegar á reyndi í kjörklefanum. Nú hefðu þessir kjósendur val um að koma til Íslandshreyfingarinnar. (www.visir.is)

Mér finnst þetta full einfaldar skýringar á stöðu mála. En skv. www.jax.blog.is  er frétta að vænta um nýja menn í fylkingarbrjóst hreyfingarinnar tekið verður eftir og verður gaman að sjá hverjir þetta eru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband