Leita í fréttum mbl.is

Síðast vinstristjórn lagði grunninn að lækkun verðubólgu hér á landi

Það er tími kominn til að leiðrétta þann misskilning að síðasta vinstristjón hafi staðið fyrir óðaverðbólgu hér á landi. Staðreyndin er að á því kjörtímabili var loks komið böndum á verðbólgunna eins og má sjá á þessu línurit sem tekið er að vef seðlabankans.

throunverdbolgu

 

Á myndinni má sjá að þegar að stjórn Davíðs Oddsonar tók við árið  1991 var búið að ná verðbólgunni niður í um 10% eftir að vinstristjórn  tók við henni um 1988 í  30%. Vinstri stjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknar náði miklum árangri á stuttum tíma með því að vinna með verkalýsðshreyfingu og fólkinu í landinu. Við tókum á okkur erfiðleika en náðum árangri og Davíð tók við þróun sem þegar var komin á stað. Auk þess stóð svo Alþýðuflokkurinn fyrir EES samningi sem tryggði okkur þá velsæld sem við höfum lifað við. Annað hvort eru bloggarar sem ræða um þetta tímabil með gullfiska minni eða þeir voru börn og byggja sínar upplýsingar frá áróðursmeisturum Sjálfstæðismanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Hárétt hjá þér Magnús.  Fáránleg þessi míta um að allt fari í bál og brand ef vinstri stjórn komist á!  Þessi stjórn sem þú talar um var mjög góð stjórn, sem eins og þú segir, náði niður verðbólgunni með þjóðarsáttarsamningunum, lagði drög að inngöngu íslands í EES og þar fram eftir götunum.

Egill Rúnar Sigurðsson, 26.3.2007 kl. 00:20

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Alveg óþolandi að fólk sem veit betur skuli ekki leiðrétta þetta og eins að fólk skuli muna eftir því að áður en sú stjórn tók við þá var ríkisstjón Sjálfstæðismanna sem skilaði af sér verðbólgu sem var um 30%. Þetta er eins og samsæri um að skrumskæla sögunna og fólk virðist trúa þessu

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.3.2007 kl. 00:34

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sá það Arnþór! Það er ekki ónýtt að komast í þá stöðu að ræða beint við Hannes Hólmstein. Helsti talsmaður þess að minnka ríkisumsvif en hefur nú í 20 ár verið á launum hjá ríkinu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.3.2007 kl. 00:50

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þvílíkt andskotans RUGL!!. Steingrímur Hermannsson var þá forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Einar Oddur
Kristjánsson var þá í forystu Atvinnurekenda, og Guðmundur J
í forystu Verkalýðshreyfingar. Þessir 3 menn eru kenndir við svokallaða
þjóðarsáttarsamnininga sem drap verðbólgiæðið á Íslandi. Að kenna
þetta við einhverja vinstristjórn ER GJÖRSAMLEGA ÚT Í  K Ú!  BÖÖÖ!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.3.2007 kl. 01:11

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú en þetta er samt sú stjórn sem Sjálfstæðismenn kalla vinstri stjórn. Og þá var talað um að framsókn hefði tekið nokkur skref til vinstri. Enda var framsókn ekki nema 1/3 af stjórninni. Og þú getur kallað allt rugl og kjaftæði en þó að Guðmundur og Einar hafi vissulega unnið að þessu samkomulagi þá kom nú öll stjórnin að þessu. En ef út í það er farið þá hefur samkvæmt þínum skilningi aldrei verið vinstristjón hér á landi. Að minnstakosti ekki síðustu 40 eða 50 ár.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.3.2007 kl. 01:23

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nema kannski þegar Alþýðuflokkurinn var í minnihlutastjórn í nokkra mánuði 1978 minnir mig.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.3.2007 kl. 01:29

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Framsóknarflokkurinn hefur aldrei skilgreint sig sem vinstriflokkur
heldur miðjuflokkur. Stjórn sem hann hefur setið í hefur hann ALDREI
skilgreint sem vinstri eða hægristjórn. Hvað aðrir flokkar hafa kallað
þær fjölmörgu ríkisstjórnir sem Framsókn hefur átt hlut að er bara
þeirra einkamál.  Magnús. Svo vill til að ég tengdist vini mínum
Einari Oddi mjög náið á þessum tíma og get vitnað um hans MIKLA
persónulega þátt að þetta þjóðarsáttarsamkomulag náðist. Þannig í
ljósi þess SKÝT ég því ÚT Í HAFSAUGA að einhver vinstristjórn eigi
því að þakka! Þarna komu að sterkar persónur, sem ég nefndi, eins og í svo mörgu öðrum mikilvægum málum, þar sem farsæl lausn
náðist!......

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.3.2007 kl. 01:44

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Félagshyggjustórn var þetta allavega. Og framsókn  hefur kynnt sig sem félgashyggjuflokk. Og málið í upphafi hjá mér snérist nú aðalega um að það hefði ekki verið Sjálfstæðisflokkurinn sem kom böndum á verðbólgunna á sínum tíma heldur félagshyggju og jafnaðarstjórn Steingríms með dyggum stuðningi Guðmundar og Einars frá verkaðlýðshreyfingunni og aðilum atvinnulífisns.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.3.2007 kl. 09:20

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sem sagt Arnór. Skv þessari skilgreiningu þinni yrði það HÆGRI-stjórn ef Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu ríkisstjórn þar sem
Sjálfstæðisflokkurinn er HÆGRI-flokkur og stærri.

Í dag  skilgreini ég núverandi ríkisstjórn sem ríkisstjórn  borgaralega, mið/hægri flokka.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.3.2007 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband