Leita í fréttum mbl.is

Brennisteinsvetni nýjasta mengunin í Reykjavík

Var að lesa þessa frétt. Kemur mér á óvart hve miklu munar á viðmiðunarmörkum hér á landi miðað við það sem er í Kaliforníu. En þar eru mörkin um 42 mikrógrömm en hér á landi er miðað við 1500 mikrógrömm. Ef við værum með viðmiðunarmörk eins og í Kaliforníu þá hefði gildi brennisteinsvetni farið 48 sinnum yfri mörkin á einu ári. Enda þegar vindur er að austan og þá finnur maður oft hveralykt hér á Höfuðborgarsvæðinu.  Þetta er náttúrulega eitthvað sem eykst með aukinni nýtingu á háhita við orkuframleiðslu.

Ég vildi gjarnan að við Íslendingar færum að verða duglegri að stunda rannsóknir sjálf á mengun. Mér er t.d. sagt að álverin sjái sjálf um megnið af rannsóknum á mengun frá framleiðslu sinni.  Land sem gefur sig upp fyrir aða vera eitt það hreinasta í heimi verður líka að sjá til þess að hér sé vel fylgst með mengun.

Frétt af mbl.is

  Brennisteinsvetni hefur aukist í andrúmslofti í Reykjavík
Innlent | mbl.is | 1.4.2007 | 0:10
Hellisheiðarvirkjun. Mælingar Umhverfisstofnunar sýna, að magn brennisteinsvetnis í andrúmslofti á höfuðborgarsvæði hefur aukist frá því í september þegar Hellisheiðarvirkjun var gangsett. Stofnunin segir, að magnið sé hinsvegar langt undir viðmiðunarmörkum þótt gamalkunn hveralykt finnist iðulega í austari hverfum borgarinnar, sérstaklega þegar hægur vindur stendur af austri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband