Leita í fréttum mbl.is

Alcan getur hugsanlega breytt núverandi húsnæði sínu og aukið framleiðslu í 350 þúsund tonn

Heyrði viðtal við Lúðvík bæjarstjóra í Hafnarfirð. Meðal annars koma fram í fréttinni að með því að rífa eldri skála álversins og byggja þar þá skála sem voru hugsaðir sem viðbót þá geti þeir aukið framleiðslu sína upp í a.m.k. 350 þúsund tonn innan núverandir skipulags. Þannig að eftir sem áður getur Alcan stækkað um helming án þess að til þurfi að koma breytinga á skipulagi. Því held ég að það sé langt í að álverið fari.

Held að menn hefðu nú getað sparað stóru orðinn um að álverið mundi hlaupa í burtu og ekkert nema eymd og vesöld biði hafnfirðinga

frétt af www.ruv.is

Alcan gæti enn stækkað í Straumsvík

Alcan gæti hæglega stækkað álver sitt í Straumsvík upp í 350.000 tonn, miðað við gildandi deiliskipulag þrátt fyrir niðurstöðu íbúakosningarinnar í Hafnarfirði á laugardaginn. Ekki er hægt að útiloka að þetta verði gert segir bæjarstjórinn.

Hafnfirðingar felldu sem kunnugt er um helgina, deiliskipulagstillögu sem gerði ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík upp í 460.000 tonna framleiðslugetu. Nú er árlega hægt að framleiða 180.000 tonn af áli í Straumsvík í þremur kerskálum. Í tveimur hinna eldri er hægt að framleiða 55.000 tonn í hvorum skála en 70.000 tonn í þeim nýjasta. Tillagan sem kosið var um á laugardaginn gerði ráð fyrir að hægt yrði að reisa tvo nýja kerskála og í hvorum um sig mætti framleiða 140.000 tonn á ári. Samtals stóð því til að tvöfalda framleiðslugetuna, upp í 460.000 tonn. Samtals áttu því skálarnir að verða fimm.

Hins vegar á Alcan enn leik á borði sem er að rífa tvo elstu skálanna, sem samtals framleiða um 110.000 tonn, og reisa í staðinn þá skála sem til stóð að bæta við þar sem samanlögð framleiðslugetan er 240.000 tonn. Þannig gæti því framleiðslugeta álversins í Straumsvík farið upp í 350.000 tonn án þess að samþykkja þurfi nýtt deiliskipulag.  Þegar er fyrirliggjandi starfsleyfi fyrir allt að 460.000 tonna verksmiðju og umhverfismatið liggur líka fyrir þótt kannski þurfi að gera á því lítilsháttar lagfæringar.


mbl.is Alcan: Niðurstöður kosninganna í Hafnarfirði skoðaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Það er bara einn stór galli á þessu hjá Lúðvík. Ef þú kíkir á tölvuteikningu af stækkaða álverinu þá sést þar mikil bygging á milli gamla og nýja hlutans. Þar átti að koma kersmiðja og aðrar þjónustueiningar fyrir nýju skálana og þessa byggingu þarf að byggja líka ef gömlu skálarnir verða rifnir. Það mun þýða að það þarf að leggja fram nýtt deiliskipulag því það rúmast ekki inná núverandi lóð. Ég er ekki viss um að Alcan leggi í nýjar kosningar um deiliskipulag eftir það sem á undan er gengið og án stuðnings bæjarstjórnarinnar.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 2.4.2007 kl. 19:50

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En mér skildist að með einhverjum breytingum gæti þetta komst fyrir. En það er að minnstakosti rúm fyrir einhverja stækkun.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.4.2007 kl. 20:11

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Ef menn rífa báða skálana og byggja einn í staðinn þá fá menn 30.000 tonn aukalega. Það þýðir hinsvegar tvo kerskála með sitthvorri tækninni sem þurfa hvor sína skauttegundina og kertegundina ss. tvær kersmiðjur og tvær skautsmiðjur fyrir 210.000 tonna álver. Ekki hagkvæmasta lausnin myndi ég halda.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 2.4.2007 kl. 21:44

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei og ekki er ég dómbær á þetta. En hefði nú haldið að menn sem starfa hjá álveri sem þykir skara framúr fyndu nú einhverja lausn þessu. Án þess að það varði mig svo miklu. Ég er náttúrulega frekar á því að Íslendingar eigi að draga úr þennslu í stóriðju og gera út á aðra möguleika. Ég er frekar á móti því að við séum að finna lausnir á kyoto samþykktum með þvi að fela okkur bakvið að við eigum rétt á frekari aukningu á þessu samningstímabil vegna þess að við höfum möguleika skv. einhverju uppsöfnuðum réttindum til að stækka sem ekki er víst að gildi eftir 2012

En fannst bara skrítið að þessir stækkunar möguleikar komu ekki fram áður.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.4.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband