Leita í fréttum mbl.is

Svona eins og ég man stofnun nýju bankana þá skil ég þetta ekki!

Ef ég man rétt þá voru nýju bankarnir stofnaðir m.a. með eignum gömlubankana! M.e. til að verja innistæður sem annars hefðu lent í þrotabúunum. Þannig að ef við heðfum ætlað að stofna nýja banka óháð kröfuhöfum og þrotabúum þá hefðum við væntanlega þurft að kaupa innstæðurnar úr gömlu bönkunum! Og við áttum nú ekki auðvelt með að fá hagstæð lán. Nú svo værum við einnig enn skuldsettari þá í dag.  Nú þurfti ríkið að leggja Landsbankanum nýja  til um 300 milljarða Sem við áttum ekki. Það var gert til að kaupa innistæður íslendingar út úr Gamal bankanaum og redda Icesave. Nú hefðum við þá ekki þurft að leggja hinum 2 bönkunum til annað eins!

Held að það sé líka hæpið að vitna í bækur sem heimildir sem hafa jú verið gagnrýndar fyrir að byggja ekki á staðreyndum. Og svo væri gaman að vita hvað menn ætlar að fá út úr rannsókn á þessu máli.

Væri svo ekki líka tilvalið að rannsaka afhverju að BM Vallá fékk öll þessi lán sem setti það svo á hliðina? Og eins að rannsaka einkavæðingu bankana upp úr aldamótum?


mbl.is Afhenti ríkisbanka án heimilda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Frábært hjá þér að setja fram misskilning um atburði sem þú greinilega manst ekki vel eftir og klykkir svo út með því að hjóla í manninn frekar en boltann. Vel gert.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.5.2015 kl. 18:52

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sjálfur hefði ég gaman að vita, hvernig í ósköpunum BM Vallá hafi tekist að vera í 10.000.000.000(tíu miljarða)skuld, að sagt er á besta tíma. Í alvöru Guðmundur. Nú er ég ekkert að hjóla í Víglund sem slíkan vegna hans baráttu í dag. Er nokkuð viss um að margt hefði betur mátt fara varðandi kaosið sem var í kring um 2009-2010, sennilega lengra. En come on, 10 miljarða skuld Guðmundur. Ekki bara að hann sé að ásaka stjórnina, heldur embættismenn, lögmannsstofur, erlendar lögmannsstofur og endurskoðunarskrifstofur etc. 

Jónas Ómar Snorrason, 4.5.2015 kl. 20:23

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það má vel vera að fyrirtæki Víglundar hafi steypt sér í of miklar skuldir áður en bankarnir hrundu, en breytir það einhverju um það sem átti sér svo stað eftir að þeir hrundu?

Það sem er hér til umfjöllunar eru ekki hlutir sem gerðust fyrir hrun heldur eftir hrun.

Sá samdráttur sem varð í byggingariðnaði árið 2008 var ekki orsök bankahrunsins, heldur bein afleiðing af því hvernig bankarnir höfðu fram að því hagað starfsháttum sínum.

Skiptir máli fyrir það hvernig síðasta ríkisstjórn afhenti slitabúum föllnu bankanna, nýju bankana sem voru stofnaðir á grunni þeirra á kostnað ríkisins, að fyrrum forsvarsmaður eins af fyrrverandi viðskiptavinum þeirra skuli vera að afhjúpa það núna og fyrirtæki sem hann rak kunni að hafa farið full geyst í skuldsetningu á árum áður?

Skiptir það máli hvort sá sem bendir á nekt keisarans, sé nakinn sjálfur? Getur það einhvernveginn haft í för með sér að keisarinn sé klæddur? Nei, slíkt er alvarleg rökleysa.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.5.2015 kl. 21:11

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það voru bara tvær leiðir.  Sú leið sem var farin, - eða kaupa kröfuhafa út.  

Eg man vel eftir umræðum öllum í kringum þetta.  

Það þótti almennt, líka hjá sjöllum og framsókn, mikið afrek hjá SJS að takast að láta ríkið sleppa svo vel eins og raun var.

Sú staðreynd hefur ekkert breyst.  SJS vann stórkostlegt afrek með hjálp Jóhönnu.

Þetta sem víglundur er með er bara bullog allir sammála um það nema einhverjir tveir eða þrír.  Og þessir 2-3 geta aldrei skýrt neitt út í sínum málflutningi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.5.2015 kl. 21:15

5 identicon

 Nýju bankarnir voru að fyrirsögn fjármálaeftirlitsins 100% í eigu ríkisins þangað til Steingrímur J. einkavæddi þá í hendur aðila sem hann hafði ekki hugmynd um hverjir voru.

Þetta gerði Steingrímur (og Jóhanna) án lagaheimildar og brutu þannig stjórnarskrá a.m.k. í annað sinn þ.e. eftir að þau brutu hana með því að ráða erlendan mann sem Seðlabankastjóra. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.5.2015 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband