Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn sýnir sitt rétta eðli.

Hef verið að glugga í samþykktir landsfundar Sjálfstæðismanna og þar má sjá margt skrýtið eins og þessi atriði valin af handahófi.

Stjórnvöld gegna mikilvægu hlutverki við mótun almennrar stefnu í umhverfismálum en ekkert er þó jafn mikilvægt og ábyrgð einstaklingsins. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að umhverfismál séu skoðuð í samhengi, þ.e. að tekið sé tillit til sjónarmiða um efnahagsvöxt, félagslega velferð og jöfnuð og vernd náttúrunnar. Málaflokkurinn er í eðli sínu langtímamál en ekki dægurmál. Mikilvægt er að skiptar skoðanir á undanförnum árum í tengslum við stórframkvæmdir leiði af sér ábyrga og málefnalega umræðu um umhverfismál. Þar skipta efnistök fjölmiðla miklu máli.

Þarna má sjá að einstaklingurinn eigi nú sem mest að ráða hverning farið er með náttúrunna. Þar er efnahagsvöxtur og félagslegvelferð sett sætinu ofar en náttúruan sjálf. Þ.e. öllu má fórna fyrir efnahagsvöxt. Og að fjölmiðlar eigi að vara sig að vera ekki að ræða málin frá öðru sjónarhorni en flokkurinn vill

 Þar á meðal að skýrar verði kveðið á um inntak þingræðis, stöðu forseta lýðveldisins og myndun, eðli og valdheimildir ríkisstjórnar. Í því sambandi telur landsfundur óhjákvæmilegt að ákvæði 26. gr. um synjunarvald forseta verði fellt úr gildi.

Þar með á hefna sín á forsetaembættinu fyrir fjölmiðlamálið. Og um leið er sjálfstæðisflokkurinn að segja að fólk sé fífl sem eigi ekki að fá að kjósa um neitt þó að miklar deilur séu um þetta. Þetta birtist nú í viðbrögðum flokksins við kosningum í Hafnarfirði um daginn.

Eftirfarandi las ég síðan hjá Pétri Gunnarssyni.

Ég fæ ekki almennilega botn í þetta ákvæði í ályktunum sjálfstæðismanna um að hafna "hvers kyns stuðningi við ríkisstjórnir sem hryðjuverkahópar eiga aðild að, eða sem fjármagna hryðjuverkasamtök" nema ég líti svo á að þetta sé það sem flokkurinn vill segja um málefni Palestínu. Hvar annars staðar í heiminum getur þetta átt við?

Að sjálfstæðismenn séu þarna að taka undir með Bandaríkjastjórn. Það sé útilokað að styðja sjálfstætt ríki Palestínumanna af því að allir skipulagðir pólitískir hópar í því landi sem njóta einhvers almenns stuðnings eru samkvæmt skilgreiningu Bush-stjórnarinnar hryðjuverkasamtök. Eða hvað?

Aðeins um heilbrigðismál og menntamál

Mikilvægt er að kostir viðskiptalífsins og almennrar markaðsstarfsemi verði nýttir betur á fleiri sviðum. Þetta er ekki síst brýnt á sviði menntamála og heilbrigðismála þar sem mikið liggur við að framfarir verði örar, góður árangur náist og fjármunir nýtist sem best. Líta ber á þá sem sækja sér þjónustu á sviði mennta- og heilbrigðismála sem neytendur til að tryggt sé að þjónustan við þá verði sem allra best. Hið opinbera þarf áfram að tryggja að allir hljóti góða þjónustu á þessum sviðum

Þarna er talað um að færia einkaaðilum verkefni á þessu svið en orðalagið að tryggja öllum góða þjóunustu sker í augum eru þeir þá að opna á að fólk getir keypt sér bestu þjónustunna.

Um húsnæðiskerfið: Þeir nefndu sem dæmi um velheppnaða einkavæðingu bankana og innkomu þeirra á húsnæðislánakerfið. Ekki viss um að þeir sem eru að kaupa íbúð í fyrsta skipt séu sammála því að fylgifiskur þess var nú að íbúðir hafa hækkað um helming og því er fólk að skulda a.m.k. helmingi meira.

Fyrirtæki í einkageiranum eru farin að færa sig inn á fleiri svið en áður með jákvæðum ávinningi fyrir neytendur. Húsnæðislánamarkaðurinn er dæmi um þær framfarir sem orðið hafa í íslensku viðskipta- og atvinnulífi á síðustu árum.


mbl.is Skynsamleg nýting náttúruauðlinda best tryggð með afnotarétti einstaklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband