Leita í fréttum mbl.is

Smá ábending til ríkisstjórnarinnar og meirihlutans

Fólk hefur verið að kvarta yfir að fólk ætli að mótmæla á Austurvelli á 17 júní! Ætla að segja ykkur leyndarmál sem ég sem vinstri maður ætti kannski að þegja um!

Fólkið sem er að mótmæla er fæst fólk sem við mundum flokka sem millitekjufólk eða hátekjufólk. Þetta eru lágtekjuhóparnir mest. Sem og elli- og örorkuþegar. Þetta eru upp til hópa leigjendur. Ef að það væri eitthvað milli eyrna á meirihlutanum þá hefðu þau sett í forgang að bæta lífsskilyrði þessara hópa. Þetta er hópur sem er búinn að læra að láta í sér heyra og er gjörsamlega búinn að fá nóg. Þetta er ekki gríðarstór hópur en þrátt fyrir hávaða, skrif og mótmæli þá hefur hann setið verulega eftir.  Held að hlutfallslega væri það ekki svo dýrt að koma með aðgerðir sem hjálpa þeim. Þau t.d. sættust að nokkru á síðasta kjörtímabili við það að þáverandi ríkisstjórn varði þau að hluta fyrir mögulegum niðurskurði á bótum þó að hann væri samt bítandi. Og lofaði að kjör þeirra yrðu löguð þegar að Ísland kæmist almennilega á fætur.

En við það hafa núverandi stjórnvöld ekki staðið almennilega! Heldur hefur áherslan verið á miklar umbætur við okkur millitekjufólkið og hátekjuhópa. Það vissulega hjálpar sumum að hafa það enn betra en um leið og við lýsum því yfir hvað allir hafa það gott á Íslandi og ríkidæmi þá lifir þetta fólk með 170 krónur eða minna á mánuði og á ekki fyrir mat.

Aðgerðir í þessu núna og áhersla á þær mundi laga ýmislegt fyrir núverandi stjórnvöld en þau hafa kannski ekkert áhuga á því .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju gerðu vinstri flokkarnir það ekki?

Það var nóg af peningum í þrotabúunum, en Steingrímur og Jóhanna gerðu þau skattfrjáls!

Kalli (IP-tala skráð) 16.6.2015 kl. 11:45

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Við skulum alltaf muna jafnréttislögin eða heldur það að ríki má ekki mismuna þegnum. Fátækir, gamlir og öryrkjar eiga engan rétt, Listamenn af ýmsu tagi eiga engan rétt þá ég við kvikmyndagerðarmenn líka.Ríkisstjórnin hefir engan rétt að deila út skatttekjum frá vinnandi mönnum nema til þeirra sem flokkast ómagar og eru á bænum. Þeir sem fá bætur sem ómagar hafa engan rétt á að heimta.Við styrkjum þau með því sem við getum. Já það er grátlegt að pólitískir flóttamenn fá meira en okkar fólk en margir í þessum ég vil hópum vilja útlendinga inn í sem mestu mæli.  

Valdimar Samúelsson, 16.6.2015 kl. 15:39

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það skakkar 100 árum, Valdimar, að koma fram með svona röksemdir. 

Ómar Ragnarsson, 16.6.2015 kl. 16:29

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

VÉR MÓTMÆLUM ALLAR!

Það er að segja þær sem ekki eru metnar til gróða-fjár, sem umhyggja og ummönnun skapar að sjálfsögðu.

Það eru ekki peningar sem græða líkamleg og andleg sár, heldur hjúkrandi fólk! En hjúkrandi fólk þarf peninga fyrir húsnæði og annarri framfærslu. Skilja stjórnendur það virkilega ekki?

Gleymum ekki að stjórnendur eru stundum framapots-konur, sem ekki hafa skynbragð á raunverulega og illa launaða fórnarbaráttu kvenna, bæði fyrr og nú!

Það þarf konur til að búa til menn, og sinna þeim af viðunandi alúð, eftir bestu getu, aðstæðum, heilsu og kærleika. Sem yfirlæknastýrðar greiningar hefðu átt að skapa möguleika til, en hafa sloppið við að taka ábyrgð á.

Það er skelfilegt að fylgjast með áframhaldandi svikum af hálfu yfirlæknakerfisins á Íslandi, með skelfilegum afleiðingum fyrir alla.

Sumir skilja ekki, né vita um þessa yfirlæknasvika-staðreynd á Íslandi. Yfirlæknar Íslands upp í gegnum árin, bera alla ábyrgðina á þögguninni og hörmungunum sem af þögguninni hlýst!

Góður Guð, og allar góðar vættir, blessi alla afkomendur kvenna í heiminum. Menn verða ekki til án kvenna. 

Ekki einu sinni menn í "vitlausum flokkum" þjóðleikhússkjallarans undirheimarekna!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.6.2015 kl. 19:17

5 identicon

Vitið þið hvað.

Ég er bara farin að fá það á tilfinninguna að þingmenn ætli sér að pressa i burtu sem flesta landsmenn, svo þeir getir eignað sér allt landið fyrir sig og sína, og alla auðlegð í sjónum líka.

Og hvaða réttlæti er í því.?

Akkurat ekkert.  en þeir græða jú einhver ósköp á þessu get ég sagt ykkur.  Nýtt landnám.!

Nei hvað á maður að halda.?  frown

Anita Holm (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband