Leita í fréttum mbl.is

Stórmerkilegar greinar í Morgunblaðinu eftir Indriða H Þorláksson

Í Mogganum í dag og gær haf birtst greinar eftir Indriða H Þorláksson hagfræðing sem þekkir nú heldur betur til í fjármálaráðuneytinu og fleir stöðum innan ríkiskerfissins. Í þessum greinum er hann að fjalla um orkusölu okkar til álvera og skv. minni upplifun af þessari grein er hann ekki á því að við séum að fá raunvirði fyrir orkuna sem við erum að selja til þessara stóriðja. Ég ætla að leyfa mér að vitna hér í nokkra kafla í greininni sem birtist í dag.

Upplýst afstaða til virkjana í þágu stóriðju krefst þekkingar á þessum forsendum. Þeir sem tilbúnir eru að ganga langt í uppbyggingu stóriðju vilja væntanlega ekki nýta auðlindir hér á landi þannig að öll renta af þeim renni til erlendra aðila og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar eiga auðveldara með að gera upp hug sinn ef þeir vita fyrir hvaða verð náttúruauðlindum er fórnað. Það hlýtur að vera hagsmunamál allra að upplýsingar þessar liggi fyrir.

Þetta hafa nú margir bent á að við fáum ekki að vita um orkuverðið. En áfram ætla ég að vitna í Indriða:

Fyrr á tíð lögðu stjórnavöld mikið í að fá erlenda aðila til að byggja hér álver. Gekk það lengi vel illa þrátt fyrir síaukna álnotkun og hækkandi heimsmarkaðsverð. Skýringin er líklega sú að orkuverð hér hafi þótt hátt í samanburði við heimsmarkaðsverð á orku til álframleiðslu. Nú hafa orðið umskipti. Álframleiðendur standa í biðröð og eru að sögn komnir með bindandi tilboð um orkuverð, sem gerir þeim kleift að ákveða sig með stuttum fyrirvara. Þetta bendir til þess að orkuverð til stóriðju hér á landi sé nú orðið lægra en það verð sem fá má hjá öðrum orkuframleiðendum. Það þýðir þó ekki að verð hér hafi lækkað nema að tiltölu við heimsmarkaðsverð. Rétt er að hafa í huga að Ísland er ekki hagkvæmur framleiðslustaður fyrir ál m.t.t. flutnings á hráefni og framleiðsluvöru og að laun eru há. Þetta óhagræði verður að jafna út með orkuverðinu.

Framangreint bendir sterklega til þess að verð á orku til álframleiðslu hér á landi sé nú orðið lægra en heimsmarkaðsverð. Sé svo er það vísbending um að orkukaupandinn, þ.e. álverið, sé að fá í sinn hlut nokkuð af þeirri rentu sem auðlindin gefur af sér.

Eins þá hnaut ég um þetta sem hér er undirstrikað:

Máli skiptir hvort auðlindin hefur verið metin til fjár í arðsemisútreikningunum eða hvort aðeins er miðað við beint útlagt fjármagn. Sé verðmæti auðlindarinnar ekki talið með og arðsemi af öðru fjármagni er aðeins í samræmi við markaðsávöxtun skilar engin renta sér til orkuversins. Auðlindarentan hefur þá runnið að fullu til álversins og kemur fram í hagnaði þess. Í hlut Íslands af rentunni kemur þá eingöngu tekjuskattur álversins.

Og í lok greinarinnar segir Indriði:

Framangreind atriði, ásókn í orku og upplýsingar um orkusölu, benda til þess í fyrsta lagi að umtalsverð auðlindarenta sé í orkuframleiðslu á Íslandi. Í öðru lagi að þessi renta skiptist á milli orkuseljenda og álveranna. Í þriðja lagi að líklegt sé að verulegur hluti þessarar auðlindarentu renni til erlendra aðila. Þeirri spurningu hversu mikil renta er og hvernig hún skiptist milli innlends orkusala og erlends kaupanda verður ekki svarað nema með ítarlegri athugun á grundvelli talnalegra upplýsinga.

Sú spurning vaknar hins vegar hvort nýting náttúruauðlinda með þeim hætti að arður af þeim renni að verulegu leyti til erlendra aðila samrýmist hugmyndum manna um þjóðareign á náttúruauðlindunum og nýtingarrétt á þeim. Fyrir Ísland hefur auðlindin þá misst fjárhagslegt gildi sitt, öðrum nýtingarmöguleikum hefur verið fórnað og umhverfisspjöll hugsanlega unnin. Auðlindin er þá ekki lengur auðlind en er orðin byrði. Til hvers er þjóðareign þá?

Já þetta hefur fólk ekki tekið með í umræðunna. Þegar verið er að reikna út arðsemi virkjana er ekki tekð með í reikninginn að við fáum neinn arð af auðlindinni. Það er bara arður af því fjármagni sem orkufyrirtækin setja í þessar virkjanir og megnið af aðrinum fer til álfyrirtækjana. Því að þau mundu ekki sækjast eftir því að koma hingað nema fyrir það að hér fá þau ódýrara rafmagn en gengur og gersit í heiminum. Hvet fólk til að lesa þessar greinar hans Indriða í Mogganum.


mbl.is Hitaveita Suðurnesja og Norðurál undirrita orkusamning vegna álvers í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afkastamikill ertu í bloggfærslum. 

Til hamingju með dótturina.

JBT / ÞÞ

JBT /ÞÞ (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 21:46

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þakk fyrir félagar og kollegar. Já nú þegar eldri dóttirn er orðin 18 ára þá fattar maður að tíminn líður fljótt og maður er orðinn gamall án þess að hafa tekið eftir því

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.4.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband