Leita í fréttum mbl.is

Framsóknar bloggarar fara hamförum og vilja kæfa eðlilegan fréttaflutning.

Var að lesa www.mannlif.is og auðséð að þeir hafa verið að skoða bloggheima. Þar fara margir Framsóknarmenn hamförum og vilja hreinlega aftökur vegna umfjöllunar Kastljóss á veitingu ríkisborgararréttar til tengdadóttur Jónínu Bjarmarz. Mér finnst þetta nú fáránlegt. Það getur verið að einhverju hefði mátt haga öðruvísi en anskotinn ef við látum reka alla fréttamenn sem fjalla um umdeilt mál þá verða ekki fluttar neinar fréttir sem skipta máli. Og við fáum ekki að vita um hluti sem betur mega fara.

Þó þetta hafi vegið nálægt Framsókn þá eru fullt af málum sem hafa verið í fréttum sem tengjast öðrum þar sem að ekki hafa verið svona viðbrögð. EN svona setja þeir þetta fram á www.mannlif.is

Hirð Framsóknar vill hreinsanir

29 apr. 2007

Bloggarar Framsóknarflokksins fara hamförum vegna frétta Helga Seljans af tengdadóttur Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra og vilja hreinsanir hjá Ríkisútvarpinu. Gestur Guðjónsson hvetur til fjöldapósta til útvarpsstjóra á Moggabloggi sínu í því skyni að koma höggi á Kastljós og fréttastofuna fyrir að hreyfa málinu: ,,Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Helgi Seljan, Kastljósið og öll fréttastofa sjónvarpsins setur mikið niður og trúverðugleiki þeirra er stórlaskaður og það er greinilegt að Páll Magnússon verður að taka til sinna ráða. Ég hvet alla til að styrkja hann í þeirri óhjákvæmilegu skoðun sinni með því að senda honum áskorun á pall.magnusson@ruv.is um að taka til hendinni á fréttastofunni og í Kastljósinu."

Björn Ingi Hrafnsson er á sömu nótum á sínu bloggi til varnar Jónínu:,,Kastljósið reiddi hátt til höggs gegn Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra sl. fimmtudagskvöld og leiddi að því líkum að hún hefði haft áhrif á að tengdadóttir hennar frá Mið-Ameríku hefði fengið íslenskan ríkisborgarrétt með lögum frá Alþingi."

Pétur Gunnarsson, yfirbloggari Framsóknarflokksins, lætur ekki sitt eftir liggja: ,,Var Kastljósinu ekki ljóst að með þessu var verið að gera tilræði til ráðherraferil og þingmannsferil Jónínu Bjartmarz? Er málum svo komið að það er hægt að bera hvað sem er upp á stjórnmálamann ef hann tengist Framsóknarflokknum?"

Merkilegt að enginn bloggara Framsóknar vilji fá botn í málið og það hvort raunverulega hafi átt sér stað spilling í úthlutun á ríkisborgaraétti. En skýringin kann að vera sú að flokkurinn hefur á sér gróna ímynd spillingar og náhirð flokksins leggst því öll í vörn ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband