Leita í fréttum mbl.is

Nú er Sigmundur Davíð kominn í lið með okkur sem viljum flytja flugvöllinn!

Helstu rök manna fyrir að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er og alls ekki megi hrófla við honum hafa verið varðandi sjúkraflug og nálægð flugvallarins við sjúkrahús. Það er því undrun að Forsætisráðherra og formaður Framsóknar  blæs á þau rök. Og nú væri kannski rétt að skoða að byggja nýja spítala á Vífilstaðasvæðinu eða jafnvel í nágreni IKEA og svo flugvöll í Hvassahrauni!

Sigmundur Davíð segir á RUV:

Ódýrara og fljótlegra að byggja annars staðar

Sigmundur Davíð lýsti annarri skoðun í Kastljósi kvöldið áður. Þá sagði hann að það gæti verið miklu ódýrara og hraðvirkara að byggja nýjan hátæknispítala frá grunni á nýjum stað heldur en að tjasla upp á gamlar byggingar í miðbænum og púsla við þær. „Ég hef lýst þeirri skoðun minni og það hafa margir fleiri gert að ýmis rök mæli með því að menn byggi bara nýjan flottan hátæknispítala frá grunni á betri stað. Með betri stað á ég við stað sem liggur betur við samgöngum, er meira miðsvæðis, býður upp á meiri þróunarmöguleika og svo framvegis," sagði Sigmundur Davíð í Kastljósi. „Hins vegar er það eitthvað sem ég nefndi til sögunnar og aðrir hafa nefnt líka sem leið sem menn ættu að fara út í ef þeir sæju fram á að með því væri hægt að gera hlutina hraðar og á hagkvæmari hátt. Ekki til þess að tefja framkvæmdir eða gera þær dýrari," sjá hér

En þetta er dálítið spaugilegt í ljósi þess að framsókn er jú í samstarfi við flugvallarvini í Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Aðalrökin fyrir því að flugvöllurinn eigi að vera þar sem hann er, hafa verið og eru þau, að verði hann lagður niður, lengist ferðaleiðin fram og til baka á milli Reykjavíkur og staða úti á landi að meðaltali um 170 kílómetra.

Völlurinn er mikilvægur sem varaflugvöllur fyrir Keflavík, einkum við flugtak í Keflavík þegar ekki er hægt að lenda þar aftur, ef hreyfilbilun verður og ekki er hægt að komast á öðrum hreyflinu samkvæmt alþjóðlegum kröfum til Akureyrar eða Egilsstaða.  

Ómar Ragnarsson, 14.9.2015 kl. 01:10

2 identicon

Ómar setur þetta fram á svo einfaldan og skýran hátt að allir  ættu að geta skilið.☺

GB (IP-tala skráð) 14.9.2015 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband