Leita í fréttum mbl.is

Er ekki rétt að Ísland gangi á undan í góðu fordæmi og slíti stjórnmálasambandi við þessa þjóð hið fyrsta!

Það gengur ekki að þjóðir heims þori ekkert að ýta við þessu fornaldar fjölskyldueinveldi. Þegar farið er að dæma fólk til dauða fyrir trú eða trúleysi, berja fólk til dauða auk kvennakúgunar þá á olía og fjármálahagsmunir ekki að koma í veg fyrir að svona ríki sé úthýst úr samfélagi þjóðana.

Svo við tölum ekki um að þeir styrkja beint og óbeint flest öll hryðjuverkasamtök þarna í Mið Austurlöndum.

Það er ótrúlegt hvað Sádi Arabía kemst upp með í krafti peninga!

Slítum bara stjórnmálasambandi við þau þó það kosti okkur örugglega einhver vandræði í alþjóðlegum samskiptum m.a. við Bandaríkin.


mbl.is Dæmdur til dauða fyrir trúleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Og hugsa sér að þeir séu háttsettir í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Þetta er eitt stórt djók.

Þór (IP-tala skráð) 22.11.2015 kl. 12:54

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Mjög sammála. Við eigum ekkert að hafa stjórnmálasamband við Soudi- Arabíu. Og spurning hvort Norður-Kórea eigi ekki að fylgja með.

Jósef Smári Ásmundsson, 22.11.2015 kl. 14:40

3 identicon

Þeir eru ekki háttsettir í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, þeir eru í forsæti þar (yfirvaldið). SÞ er samskonar hræsnisbandalag og EU og jafn mikið að marka það. Ef þið viljið bögga Saudi Arabíu, hættið að keyra bíl. Olían hérna kemur öll meira og minna þaðan og þeir eiga hálfan heiminn. Samkvæmt Michael Moore á Saudi Arabía 25% allra hlutabréf í Bandarískum kvikmyndaiðnaði. Þeim er alveg sama hver slítur við þá stjórnmálasambandi. Nema helst þessum aðilum þaðan sem eru að fjármagna hryðjuverk. Islamski heimurinn mun líka líta illa á þetta sem heild, þetta er þeirra helga land og hver einasti múslimi er skyldaður til þess að heimsækja það að minnsta kosti einu sinni um æfina, nema sár fátækt eða alvarleg veikindi valdi því hann geti það ekki. Þetta er ein af grundvallarreglum Islam og næst mikilvæg á eftir bænunum. Trúin er sú að hver sem fari þangað einu sinni hreinsi sál sína og fái syndir fyrirgefnar. Með einn fimmta heimsins sem örugga túrista þá þarf Saudi Arabía ekkert á okkur að halda, og þó þeir ættu enga olíu. Þeir yrðu samt pirradðir ef við færum að aka rafbílum og það er eina leiðin til að gera þeim neitt. Það er ekki eins og neitt hugvit, uppfinningar eða merkilegt komi frá Saudi Arabíu, þeir hafa ekkert nema olíuna að selja neinum, og trúnna auðvitað

Raggi (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband