Leita í fréttum mbl.is

Einavinareddingar í gangi ?

Það kom fram í breytingatillögum meirihluta fjárlaganefndar við  frumvarp til fjárlaga  að selja eigi Þjóðaskjalasafnið. Og flytja það í nýtt húsnæði sem verði keypt eða leigt.  Nú í fréttum í kvöld þá kom fram að þjóðskjalavörður hefur ekkert heyrt um þetta og telur að núverandi húsnæði dugi vel og það sé búið að fjárfesta þar fyrir hundruð milljóna til að varðveita skjölin sem best.  Skjölin eru þekja um 45 km af hillum og þegar var flutt inn í núverandi húsnæði tók um 13 ár að klára flutningana.

Nú þegar hafa félag skjalavarða mótmælt þessu, þjóðskjalavörur líka.

 

Það þarf engin að segja mér að þetta sé eitthvað plott fyrir einhverja einkavini meirihlutaflokkana. Svona var fréttin á ruv.is

Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður segir að það hafi komið sér í opna skjöldu að selja eigi húsnæði Þjóðskjalasafnsins við Laugaveg 162 í Reykjavík. Meirihluti fjárlaganefndar leggur þetta til í breytingatillögu við fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár.
 

Húsið hentar safninu ágætlega

Samkvæmt tillögunni á að kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði fyrir safnið. Eiríkur segir að húsnæðið í gamla Mjólkursamlagshúsinu henti safninu ágætlega. Þar hafi verið fjárfest fyrir hundruð milljóna króna undanfarin ár og safnið sé vel staðsett nálægt stjórnsýslu landsins. Hann segist vera leita sér upplýsinga.

Kom honum í opna skjöldu

„Ég hef sent erindi í ráðuneyti menntamála og óskað eftir upplýsingum um hvað sé á ferðinni. Þetta kemur mér gjörsamlega í opna skjöldu því fyrir liggur stefna ráðuneytisins og safnsins um að þetta sé framtíðarhúsnæði Þjóðskjalasafnsins"

Ótímabær tillaga

Eiríkur segist ekki hafa fengið neina  skýringu á því hvers vegna þessi tillaga kemur fram. „Ég las mér hins vegar til á vefmiðli Morgunblaðsins í síðustu viku að það væri skoðun á kreiki um að þetta væri hentugra undir verslanir, íbúðir eða einhverja aðra starfssemi. Það er ekkert lítið mál að flytja safnið og það liggur engin áætlun fyrir um það. Ef menn ætla að selja þessa lóð og húsin þá er að mínu viti nauðsynlegt að fyrir liggi áður en það er gerð einhver áætlun um hvort einhver þörf sé á að flytja safnið. Hvort það þjóni hagsmunum safnsins og samfélagsins að flytja safnið. Þá þarf að meta það á faglegum forsendum og finna því annan stað áður en farið er að selja."  Eiríkur segir að sér finnist tillagan ótímabær. Hann hafi ekki heyrt neitt frá ráðherra mennta- og menningarmála.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega það sem mér datt í hug.  Nú þarf að redda einhverjum kjörhúsnæði.  Vonandi kemst þetta ekki í gegn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2015 kl. 19:09

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það væri nú spennandi fyrir forvitnu mig, ef ég gæti tekið þátt í að flytja safnið. Þá mundi ég að sjálfsögðu forvitnast um skjölin sem á að fela í rúmlega eina öld. Og auðvitað myndi ég láta mögulegar uppgötvanir mínar leka í fjölmiðla.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.12.2015 kl. 23:33

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2015 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband