Leita í fréttum mbl.is

Aðeins um væntanlegar breytignar á greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu!

Fyrir þá sem heyrðu orð Heilbrigðisráðherra um nýtt fyrirkomulag í greiðsluþátttöku fólks í varðandi heilbrigðisþjónustu er rétt að benda á eftirfarandi.


Hann sagði að nýja kerfið dreifði kostnaði á fleir herðar. Það þýðir í raun að ef þú þarft sjaldan að nýta þér heilbrgiðisþjónustu þá borgar þú þau skipti dýru verði. Svona sem dæmi sé ég fyrir mér að t.d. handleggsbrot gæti kostað mann 50 til 100 þúsund. Þ.e. það fer eftir því hvaða þak er sett. Þetta verður eins og með lyfjakostnað. Þannig að þeir sem þurfa ekki reglulega að nota heilbrigðiskerfið þurfa að borga hvert skipti að verulegu leiti sjálf.

Sé ekki fyrir mér að þeir sem eru á lágum launum og/eða standa illa ráði við þetta. Þeir ráða t.d. í dag illa við að leysa út lyfin sín þegar nýtt tímabil hefst! Eru að taka það jafnvel á raðgreiðslum frá Sjúkratryggingum. Nú í dag kvartar fólk undan gjöldum sem þau þurfa að borga á Slysadeild þ.e. 10 til 20 þúsund. En ef fólk er ekki reglulegir gestir í heilbrigðiskerfinu eða langveikt á það eftir að borga enn meira fyrir þær heimsóknir. Veit að langveikir koma betur út en ég er hræddur um að þetta eigi eftir að bíta okkur hin.
Því ráðherran sagði jú að þetta ætti ekki að kosta ríkið meira.

Hann talaði um hvað breytingar á lyfjakosnaðarþátttöku hefðu reynst vel en maður sér reglulega í lyfjabúðum þar sem fólk sem hefur ekki mikið milli handana er að semja um greiðsludreifingar þegar að nýtt lyfjatímabil byrjar. En maður veit að þetta er betra náttúrulega að þetta lækkar verulega næst þegar fólk þarf næsta skammt. En ég verð sífellt vitni að því að fólk er að sækja lyf sem það þurfti að fresta, það er að láta starfsfólk kanna hvar það er statt í kerfinu og hvaða skammta það getur nú leyst út á minni kostnaði.  Maður sér fyrir sér að þurfa kannski að greiða fyrir meðhöndlun á handleggsborti á afborgunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

já - kannski ekki gott EN sanngjarnara í dag sem fyrst skref. kannski þarf að tekjutengja þennan kostnað.  sjálfur er ég ekki að borga mikið fyrir heilbrigðiskostnað (sem betur fer) en ömurlegt að heyra hvað sumir þurfa að greiða

Rafn Guðmundsson, 24.3.2016 kl. 00:10

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta er virkilega þarfur pistill Maggi. Það var ekki svo lítið sjokk fyrir fólk, þegar fyrsti skammtur af lyfjum kostaði fyrirnokkrum árum síðan, allt í einu og án fyrirvara, næstum allt útborgað ráðstöfunarfé fyrir illa staddar fjölskyldur.

Undarlegt að hlusta á þær heildar-réttlætingar að þetta hafi bætt eitthvað fyrir þá, sem fyrir breytingu áttu ekki um annað að velja en að deyja ef þeir veiktust á Íslandinu skattpínandi. (þannig er það reyndar ennþá).

Það er í raun ekkert almennt löglegt sjúkratryggingakerfi á Íslandi.

Það er óverjandi, að sumt fólk er hreinlega skorið utan af kerfinu, og beint niður í gröfina vegna skattrændra þrælalauna, svikaflækju Tryggingarstofnunar, og Sjúkratrygginga-svika fyrir þá sem mest þurfa á Sjúkratryggingum að halda.

Það er svo sannarlega þörf á að vera vel á verði þegar kemur að þessum mest ríkis-skattmergsjúgandi og þjónustusvíkjandi stofnunum ríkisins, við kerfissvikna, sjúka og fátæka. Lífeyrissjóða-hernaðarnaðurinn rekur svo líklestina.

Ég er ekki að ýkja núna, þótt sumum finnist kannski sannleikurinn óþægilegur, og þægilegast þyki að horfa undan, og afneita staðreyndum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.3.2016 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband