Leita í fréttum mbl.is

Svona vinnubrögð ganga ekki og verður að stoppa!

Samkvæmt frétt RÚV verður félagið stofnað á næstu dögum, en þetta er gert á grundvelli laga um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands sem Alþingi samþykkti þann 17. mars síðastliðinn

Samkvæmt því lagafrumvarpi sem upphaflega var lagt fram átti Seðlabankinn að stofna félagið og skipa stjórn þess. Jafnframt var kveðið á um að stjórnsýslulög giltu ekki um ákvarðanir sem teknar væru af hálfu félagsins. Frumvarpið tók hins vegar breytingum í efnahags- og viðskiptanefnd. Í áliti nefndarmeirihlutans frá 29. febrúar kemur fram að „í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið“ hafi „komið fram veigamikil rök fyrir því að félagið verði ekki á forræði Seðlabanka Íslands heldur heyri beint undir fjármála- og efnahagsráðuneytið sem fer með eignir ríkissjóðs“. Var Seðlabankinn sammála þessu. Þá var klausa um að félagið væri undanþegið stjórnsýslulögum fjarlægð úr frumvarpinu.

Ekki er að sjá að nefndarmenn hafi gert ráð fyrir að ráðherra yrði sjálfur stjórnarformaður félagsins. Í álitinu er raunar tekið fram að verkefni félagsins verði „leyst í hæfilegri fjarlægð frá ráðuneytinu en ráðherra skipi hins vegar í stjórn félagsins“. Þessi skilningur kom einnig fram þegar málið var rætt á þingfundi 2. mars síðastliðinn. „Eins og ég segi tel ég þetta þó miklu betri leið, það er að stofnað sé sérstakt félag sem ráðherra skipi stjórn, hann hafi ekki aðkomu að einstökum ákvörðunum en beri ábyrgð á að stofna félagið og skipa stjórnina,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 

RÚV greindi hins vegar frá því í gær að félagið taki til starfa á allra næstu dögum og fjármálaráðherra verði sjálfur stjórnarformaður þess. Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, virðist brugðið. „Þetta líst mér engan vegin á og ljóst er að þær ónotatilfinningar sem ég hef haft og ekki getað alveg skilið hvaðan koma varðandi uppgjör og afnám hafta hafi formgerst og ljóst að þetta fyrirkomulag getur ekki gengið upp og má ekki gerast,“ skrifaði hún á Facebook í morgun. ( stundin.is )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. Nú er fjármálaráðuneyti búið að tilkynna að ráðherra verði ekki stjóranrformaður og er það vel.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.4.2016 kl. 12:12

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála þér.  RÚV á að vera okkar allra og láta ógert að koma með svona yfirlýsingar.

Kolbrún Hilmars, 27.4.2016 kl. 15:58

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sá í frétt frá 27/4 að ranglega hafi verið sagt að efnahags og fjármálaráðherra yrði stjórnarformaður.

Helga Kristjánsdóttir, 27.4.2016 kl. 21:53

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Spuni RUV hefur greinilega skotið rótum í kálgörðum "gáfaða" fólksins.

Ragnhildur Kolka, 28.4.2016 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband