Fimmtudagur, 28. apríl 2016
Af hverju stofna menn félög á Tortóla?
Sko eins og sumir láta í fjölmiðlum og á netinu þá tala þeir eins og það sé bara ósköp eðlilegt að stofna félög á Tortóla. Svona svipað og stofna bankareikning í banka. Það getur náttúrulega ekki verið.
- Ef svo væri þá mundu menn einmitt gera það stofna reikninga eða kaupa skuldabréf hér á lendi enda eru þau með miklu hærri vöxtum en almennt gerist í heiminum.
- Menn stofna náttúrulega til félaga á Tortóla til að græða á.
- Þeir stofna félag en flytja þangað enga peninga heldur fjárfesta þeim annarstaðar m.a. á Íslandi. Sbr fyrir hrun þegar þeir "lánuðu bönkunum peninga í gegnum þessi félög.
- Staðreyndin er að menn stofna fyrirtæki í Tortóla yfirleitt til að fela peninga. Eða til að græða á óstöðugleika krónunnar, eða hvorutveggja. Og þegar menn segjast borga hér skatta af þessu þá er það brandari. Ef menn væru ekki að fela þar arðinn sinn og upphæðir þá mundu þeir bara stofna reikninga í Noregi eða Bretlandi. Það er auðséð að menn eru að stofna þessi fyrirtæki í löndum þar sem reglur eru litlar sem engar og eftirlit lítið sem ekkert.
Svo nær allir sem hafa komið að stofnun fyrirtækja á Tortóla er að því til að þurfa ekki að borga skatta af þeim á Íslandi. Og bankarnir héldu þessu að fólki. Hér áður faldi fólk svona peninga í Sviss og færðu þá úr landi með því sem var kallað "hækkun í hafi".
Ég er ekki að segja að það þurfi að upplýsa um alla þessa aðila sem við vitum þó að eru einhver þúsund (bara 600 í þessum leka frá einni lögfræðiskrifstofu í Panama), en það á að tryggja að svona geti ekki gerst aftur? Það er hægt að setja lög og reglur sem taka á því að menn komist ekki upp með þetta.
Svo er rétt að benda á að margir þessara aðila eru ekki einu sinni með lögheimili á Íslandi og borga því engan tekjuskatt og útsvar hér sjálfir. En búa samt hér og þyggja hér þjónustu sveitarfélaga. Held að allir stærstu fjárfestar svei mér þá hafi lögheimili utan landsins. Þannig að menn þurfa ekki að taka Dorrit sérstaklega fyrir (samt óheppilegt)
P.s. smá viðbót:
Aflandsvæðingin hefur tvímælalaust haft mjög slæm áhrif. Það en nánast sama hvar drepið er niður fæti þá koma í ljós slæm áhrif. Auðvitað hafa menn fyrst og fremst horft á skattahliðina og þá staðreynd að svona félög eru í mjög mörgum tilfellum notuð til að komast hjá skattgreiðslum. Stundum beinlínis ólöglega en stundum með einhverjum flækjum sem standast nú ítrustu próf lögfræðinna þótt þau séu ekki siðleg. Það þýðir þá auðvitað bara að þeir sem eru með breiðustu bökin þeir eru þá ekki að borga sinn skerf við að halda samfélaginu uppi. Það er auðvitað afleitt. Þeir sem lenda í því að þurfa að borga, venjulegt launafólk sem getur ekki komið sínum tekjum undan skatti með svona trikkum finna auðvitað fyrir því. Sjá hér eða hlusta http://ruv.is/frett/aflandsvaeding-og-helsjukt-samfelag
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:00 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Nýjustu færslurnar
- Bandaríkin. Dónaldur trumpar um undirróður, stríð og bólusetningar
- Landsvirkjun Svíþjóðar, Vattenfall, hættir við kolefnis föngun og -förgun (CCS).
- Tíska : DRIES VAN NOTEN wild boys í haust og vetur 2025 26
- Mun Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram á sömu brauti?
- Heilaþveginn sóttvarnalæknir Íslands fær laun fyrir hvað?
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 7
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 969593
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Ef ég fer til Tortóla og eyði 10 milljónum í mellur og bús þá er það í lagi en ef ég kaupi fyrirtæki í Panama þá er það siðlaust samkvæmt siðapostulum vinstrahjarðarinnar. Og það á að vera siðlaust vegna þess að það opnar á mögulega skattsvik, skattsvik sem eru möguleg hvort sem er íslandi.
Sko, ef þú át pening Magnús, það er að segja, peninginn sem er til útborgunnar á launaseðlinum þínum og búið er drag af skatta félagsgjöld og annað, þá ræður þú hvað þú gerir við hann svo lengi sem það er innan ramma laga og öðrum að skaðlaus.
Guðmundur Jónsson, 28.4.2016 kl. 11:10
Það er vert að hafa í huga að það eru aðeins félög sem eru stofnuð/skráð á Tortola. Þar á eyju mun víst ekki vera bullandi erlendur atvinnurekstur, en einhverja þóknun fá þó eyjabúar fyrir vistunina. (Líkt og Isnic gerir út á)
Þessi félög geta síðan keypt/stofnað fyrirtæki víða um heim, þ.e. fjárfest í atvinnurekstri þar sem vænlegast er og geymt hagnaðinn í alþjóðabönkum þar hentugast er.
Feluleikur með peninga, oftast ránsfeng, er svo allt annað mál.
Kolbrún Hilmars, 28.4.2016 kl. 13:01
Góð spurning Magnús. Það er eflaust til fleira en eitt svar við henni en ef leitað er að orsökum má nefna eitt mjög veigamikið atriði:
Skattar.
Sindri Karl Sigurðsson, 28.4.2016 kl. 21:01
Forverar VG og Samfylkingarinnar samþykktu eitt mesta ógæfuverk í líðveldisögunni þegar þeir samþykktu lög um frjálst framsal á kvótanum, sameign þjóðarinnar sem var afhent án endurgjalds 1991, sem er skílaust brot á 72.gr Stjórnarskrárinnar. Á síðustu áratugum hafa fjölmargir þessara aðila sem fengu sameignþjóðarinnar án endurgjalds, selt þessa sömu sameign þjóðarinnar frá sér til hæstbjóðanda fyrir hundruðir miljóna, ef ekki miljarða, og margir flutt þessa miklu fjámuni úr landi, og vafalítið margir í skattaskjól.Og nú segja þeir sem til þekkja, að stórhluti þessara fjármuna hafi skilað sér heim aftur í genum fjárfestingarleið Seðlabankans þar sem mönnum hefur verið boðin 20% virðisaukning, en talið er að 72 miljarðar hafi verið fluttir heim í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans með 17 miljarða virðisaukningu. Og ef þetta eru sömu nöfnin sem koma fram í Panamaskjölunum mun leikurinn æsast til muna, og allt er þetta í boði þingmanna sem þú Magnús kannast við.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 28.4.2016 kl. 22:46
Það verður að taka á þessu með ströngum lögum og best væri að gera það í samhengi stærri svæða, td. í samhengi við ESB.
Það geta vissulega verið raunhæfar ástæður til að stofna slík félög eins og bent hefur verið á td, í orkuveitu og Landsvirkjun.
En það sem félög á slíkum svæðum gefa færi á er einkum þrennt mundi ég ætla:
1. Hægt er að leyna peningum fyrir barasta öllum, maka, skatti etc.
2. Það gefur líka möguleika að leyna raunverulegu eignarhaldi. Hægt að kaupa gervimenn í stjórn og þar með hægt að komast framhjá reglum um hámarkseignarhald vissra aðila o.s.frv.
3. Í íslensku samhengi skiptir líka máli stöðugleiki. Þ.e.a.s. að þessi aflandssvæði nota stöðugleika sem agn fyrir aðila frá óstöðugum svæðum.
Almennt um efnið og umræður. Bent er á ofar að peningarnir séu ekkert endilega geymdir á Tortóla heldur félagið.
Það er vissulega rétt þó peningarnir geti alveg verið þar líka í einhverjum banka, að mínu mati.
En það er hægt að átta sig á flækjunni sem þetta bíður uppá, að gervistjórnendurnir eru í raun í Panama, stofna félag á Tortóla. Það liggur fyrir og núna opinbert. Það eru bara sömu mennirnir alltaf í stjórn í mörgum fyrirtækjumm. Það hljómar fyrst eins og einhver brandari, - en þannig er það.
Ok. það sem gerist síðan er að gervistjórnendurnir útbúa leynilegan samning þar sem raunverulegum eiganda eða einhverjum aðila er veittur aðgangur að félaginu og sá ræður hvaða fjármálagerningar fara þar fram.
Gervistjórnendunum er alveg sama hvað gerist. Á sumum aflandseyjum, og Bresku Jómfrúreyjar eru frægar fyrir það, þá þurfti ekki einu sinni að skila ársreikningi! Það segir ákveðna sögu.
En sagan endar ekiert endilega þarna. Það er hægt að fá gervistjórnendurna til að stofna reikning á enn öðru Aflandssvæði, td. Kook eyjum, og þangað er hægt að færa peninga úr félaginu á Tortóla, allt án þess að nokkur viti nokkurntíman.
Segir sig sjálft að þetta gefur svo færi á misnotkun, að þetta gengur ekki. Var bara einhver draumsýn nýfrjálshyggjunnar að þetta gengi. Peningaleg útópía.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.4.2016 kl. 00:47
Ps. Svo ætluðu framsóknarmenn að stofna svona hér! Það er bara ekkert í lagi með þessa menn. Það var nú eitt loforð þeirra.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.4.2016 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.