Leita í fréttum mbl.is

Fyrir þá sem kætast nú yfir löku gengi Samfylkingarinnar!

Það er margir þessa dagana sem gleðjast gríðarlega yfir slöku gengi Samfylkingarinnar. M.a. hér á blog.is. Gott og vel. Fyrir mér er ekkert höfuð atriði að Samfylkingin lifi eða hverfi svo lengi sem að Jafnaðarhugsjónin eigi sér einhvern farveg annan þá. Fólk skildi athuga að verkalýðishreyfingin og um leið jafnaðarmenn hafa staðið fyrir flestum þeim framförum í réttindum fólks og lífsgæðum sem fólk hefur öðlast síðustu 100 árin. Það er alveg sama hvar menn bera niður. Fólk getur bara byrjað á stöðunni eins og hún var upp úr aldamótunum 1900 og fram til dagsins í dag. Og enn er verk að vinna. Í raun eru flestir íslendingar jafnaðarmenn í raun en hafa látið telja sér trú um að aðrir flokkar og stefnur standi vörð um það líka en gleyma því að sérhagsmunalið okkar eins og stóreignamenn og handhafar auðlindana hafa þar gríðarleg ítök og koma til með að standa gegn öllum breytingum sem snerta stöðu þeirra eins og t.d. aukin völd til fólksins

Var að lesa grein eftir Valgerði Bjarnadóttur þar sem hún kemur einmitt inn á þau atriði sem enn þarf að laga.

Við eigum að vera óhrædd við að búa til samfélag þar sem öflugt atvinnulíf blómstrar. Það atvinnulíf á að borga starfsmönnum sínum kaup sem gerir þeim kleift að búa sér blómlegt líf.

Við eigum að vera óhrædd við að dreifa skattbyrðinni þannig að þeir fáu ríku greiði ríflega skatta. Þannig er hægt að létta skattbyrðinni á þeim sem minna hafa.

Við þurfum að sameinast um að arðurinn af þjóðarauðlindum renni til fólksins í landinu. Búið er að tala nógu lengi um það. Arðurinn af auðlindinni á að gera okkur kleift að standa undir öflugu velferðarkerfi .

Við þurfum nýja stjórnarskrá. Stjórnarskrá sem dregur úr pólitísku valdi stjórnmálaflokka og færir meira vald til fólksins. Stjórnarskrá sem tryggir jafnan atkvæðisrétt, tryggir aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds og tryggir meira gagnsæi í öllum stjórnarháttum.

Sérhagsmunaöflin í landinu eru sterk, það er ekki nýr sannleikur. Sérhagsmunaöflin vilja, eðli málsins samkvæmt, engar kerfisbreytingar. Þau vilja óbreytta stjórnarskrá, óbreytta stjórn á auðlindunum og fyrst og síðast óbreytta stöðu sína. Stöðu sem þau hafa notað og vilja nota áfram til að deila og drottna.

Áskorunin er að brjóta sérhagsmunaöflin á bak aftur. Um það verkefni þarf breiða samstöðu ef við ætlum ekki að hjakka áfram í sama farinu. Við megum ekki láta stjórnmálaflokka, sem stofnanir, byrgja okkur sýn. Við verðum að hugsa stórt. Við verðum að horfa lengra en nemur okkar eigin sérhagsmunum og sameinast um það meginverkefni að brjóta sérhagmunaöfl á bak aftur og hugsa um almannahag.

Eins þá skammast hún í samfylkingarfólk fyrir umræðuna sem setur flokkinn og tilveru hans umfram hugsjón um jöfnuð sem er eimitt málið. Stjórnmálaflokkur er ekki fótbolta lið. Hann er hópur fólks með sameiginleg lífsgildi og framtíðarsýn. Flokknum má fórna ef það verður til þess að vinna stefnunni brautargengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er Valgerður Bjarnadóttir að byrja í stjórnmálum?

Er þetta ekki manneskja sem er búinn að vera í stjórnmálum í áratugi?

Hvar voru allar þessar fögru hugsjónir frá því að Valgerður varð þingmaður og til dagsins í dag?

Það er heldur seint í rassinn gripið að ættla að tæla kjósendur til að gefa Valgerði atkvæði sitt, þegar kjósendur hafa gefist upp á hræsni Valgerðar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.5.2016 kl. 23:03

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Jóhann, Valgerður er ekki jafnaðarstefnan. Jafnaðarstefnan er sú fallegasta pólitíska hugsun sem til er, gerir öllum kleift að njóta sinna gæða, sem hver og einn er gæddur. En á sama tíma að hlúa að þeim sem miður fara. Hver sem talar slíka stefnu niður er fjandvinur.

Jónas Ómar Snorrason, 17.5.2016 kl. 00:26

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kommúnistmi er fallegri hugmynd en jafnaðarmenskan, vandamálið er að hugmyndin virkar ekki.

Alveg eins og jafnaðarmenskan, það verða alltaf einhverjir sem vilja verða jafnari en aðrir.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.5.2016 kl. 01:07

4 identicon

Jóhann Kristinsson, ertu fæddur í gær?

Jafnaðarstefnan er sú stefna sem hefur virkað best ef hún er ekki eina stefnan sem hefur virkað. Hin norðurlöndin eru gott dæmi um það. Þar eru lífskjör best í heiminum.

https://lifestyle9.org/worlds-best-country-to-live-in-2013/4/

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.5.2016 kl. 09:34

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hanna nú, þá gagar einn af Góða Gáfaða Fólkinu.

Veit ekki betur en að velferðarkerfið sé að fara á hausinn á Norðurlöndunum og öllu ESB svæðinu. Það er verið að hækka skatta og lækka styrki t.d. í Svíþjóð. 

Spurningin er einföld, hvort heldur hvenær velferðarkerfið fer á hausinn.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.5.2016 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband