Leita í fréttum mbl.is

Sé að menn eru gífurlega glaðir að Sigmundur Davíð ætlar að vera áfram í stjórnmálmum

Og Sigmundur Davíð telur upp afrekin sín á Facebook í tilefni þess að það séu 3 ár síðan hann tók við sem Forsætisráðherra. Þar haldur hann því fram að aldrei fyrr í sögunni hafi fólk hér haft það betra og heimili skuldi nánast ekki neitt og svo framvegis og svo framvegis. Þetta rímar illa við könnun lífskjarakönnu Gallup þar sem kemurm fram:

Meirihluti íslenskra heimila safnar skuldum eða nær endum saman með naumindum samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. Fjárhagur heimila er aðeins skárri nú en fyrir þremur árum.

Einn af hverjum tíu sagðist safna skuldum. 11 af hundraði sögðust nota sparifé til að ná endum saman og 36 af hundraði sögðust ná endum saman með naumindum. Það eru því samtals 57 af hundraði á í erfiðleikum með fjárhaginn. 

35 af hundraði geta safnað svolitlu sparifé og sjö af hundraði sögðust geta safnað talsverðu sparifé.

Fleiri áttu í erfiðleikum fyrir þremur árum en í síðasta mánuði samkvæmt Þjóðarpúlsinum og enn fleiri í desember og júlí 2010, en í nóvember 2009 var ástandið svipað og fyrir þremur árum. Ekki var marktækur munur eftir kynjum.

Sá aldurshópur sem helst getur safnað sparifé er fólk á aldrinum 18 til 29 ára. 67 prósent þeirra getur safnað sparifé. Þetta fólk má þó búast við breytingum til hins verra þegar það kemst á fertugsaldur.

Fólk á fertugsaldri á nefnilega langerfiðast allra aldurshópa við að ná endum saman. Aðeins 31 prósent þeirra getur safnað sparifé, 47 prósent á erfitt með að ná endum saman og 22 prósent safnar skuldum eða gengur á sparifé sitt.

Þeir sem myndu kjósa Bjarta framtíð eða Sjálfstæðisflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru ólíklegri til að safna skuldum og líklegri til að ná að safna sparifé en þeir sem kysu aðra flokka. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eru líklegri til að safna sparifé en hinir.

Fátækar fjölskyldur eru margar ef marka má þjóðarpúlsinn. Fjórir af hverjum tíu sögðu einhvern í nánustu fjölskyldu sinni búa við fátækt. Og það er meira en í fyrri þjóðarpúlsum. Árið 2007 var aðeins tæpur fjórðungur sem taldi einhvern í nánustu fjölskyldu sinni búa við fátækt. Hlutfallið var komið í 35 prósent árið 2011, í 37 prósent árið 2012 og 40 prósent í síðasta mánuði. ruv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Afrek" ríkisstjórnarinnar felast í gífurlegum fjármagnsflutningum frá hinum verr settu til hinna betur settu.

Jafnvel "skuldaleiðréttingin" var þessu marki brennd enda fékk tekjuhærri helmingur þjóðarinnar 62% af heildarupphæðinni. Meirihluti þeirra sem fengu lækkun höfðu hagnast á sínum lánum.

Framsókn og SDG telja hann eiga heiðurinn af samningnum við kröfuhafa gömlu bankanna. Þó var málið á forræði Fjármálaráðuneytisins og önnur leið farin en SDG vildi eða sama leið og fyrri ríkisstjórn stefndi að.

Ríkisstjórnin og þó einkum Framsókn láta sem aukning ferðamanna, lækkað olíuverð, hátt aflaverðmæti og áhrif gjaldeyrishafta til lágs verðbólgustigs sé ríkisstjórninni að þakka. 

Þetta er versta ríkisstjórn íslenska lýðveldisins. Aldrei áður hefur ríkisstjórn augljóslega komist til valda með loforðum sem aldrei stóð til að efna. Faldar eignir ráðherra á aflandseyjum er í samræmi við annað.

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.5.2016 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband