Leita í fréttum mbl.is

Furðulegar hugmyndir sem margir hafa um fjölda flóttamanna og hælisleitenda hér á landi

Á síðstar ári voru þeir sem fengu hér hæli eftirfarandi. Athugið að þeir voru ekki þúsundir eða tugþúsundir eins og menn láta bæði hér á netinu og á Útvarpi Sögu

haelisleitendur_1284080.jpg

Þarna sést að 45 hafa fengið tímabundið dvalarleyfi vegna hættu heima fyrir og 21 viðbótar vernd og svo 16 sem fengu dalarleyfi vegna mannúðarástæðna. Og um 50 manns var boði hingað frá Sýrlandi. Þetta er rúmlega hálf farþega þota í heild sinni.

En hér tala allir eins og hér séu þúsundir og tugþúsundir sem eru hér. Svo eru kannski 2 til 300 sem bíða afgreiðslu.

Væri gott að menn töluðu um málin út frá staðreyndum en bæru ekki að lepja bullið upp eftir hvor öðrum.

 


mbl.is 235 sótt um vernd á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta á eftir að umturnast hér frá 1. jan. 2017, ef nýju útlendingalögunum verður ekki skotið til þjóðarinnar, sbr. hér: Andvaralaus Guðni Th. Jóhannesson einu sinni enn!

Jón Valur Jensson, 16.6.2016 kl. 02:37

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Maggi hvort sem það eru tugþúsundir eða ekki þá á að hjálpa þessu fólki heima við. Ég er reyndar með nýja skírslu frá Útlendingastofnun sem sínir hve margir eru hér. Við megum ekki gleyma þessum 30 þúsundum útlendinga sem eru hér og ekki gleyma að Múslímar eru með stefnu að múslíma væða lönd án vopna og á kostnað þjóðanna sjálfa. Ég veit að þú ert skynsamur Maggi en hvað heldur þú sjálfur með að 10% af þjóðinni eru útlendingar eða 20% 30% hvar viltu stoppa. 

Valdimar Samúelsson, 16.6.2016 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband