Leita í fréttum mbl.is

Bíddu eigum við að banna fólki að flytja hingað sem eru kristnir mexíkóar?

Held að morð, fjöldamorð og gælpir í Mexikó séu örugglega meiri en í flestum múslimaríkjum. Hef ekki heyrt að hér á landi séu uppi hópar og einstaklingar að banna Mexikóum að flytja hingað eða iðka sína trú. En í þessari frétt segir

Lík átta manns sem var rænt í mexí­kóska bæn­um Alto Lucero í Veracruz-ríki í gær fund­ust í dag. Frá þessu greindu yf­ir­völd. Sak­sókn­ar­ar segja morðingj­ana enn ganga laus­um hala en af fórn­ar­lömb­un­um voru sjö þeirra karl­ar og ein kona.

Og skv. fréttum er þetta nærri daglegt brauð þarna Sem og mansal, þrælahald og svo framvegis.


mbl.is Rændu átta manns og myrtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kristnir trúmenn sjá ekki um morð á saklausu fólki.

Það gera þeir trúlausu, og þeir eru í miklum minnihluta.

Kristið fólk mexíkanskt getur ræktað trú sína hér meðal okkar, án þess að hvort heldur það eða við finnum fyrir neinum afgerandi mun.

Múslimar, sem koma til Vesturlanda í leit að atvinnu og finna hana og stunda, geta verið nýtir menn, en það er einmitt 2. og 3. kynslóðin sem hefur reynzt veik fyrir áróðri islamista og getur sýnt það annaðhvort með múslimskri karlrembu gagnvart konum (dæmi slíks þekkjast hér í næsta kaupstað handan flóans) eða með því að munztra sig í hryðjuverkaher ISIS eða sambærilegra samtaka og hafið sína ljótu iðju ýmist í upprunalandinu (eins og hundruð og þúsundir vesturlenzkra múslima gera nú í Sýrlandi) eða í gistilandinu (eins og þeir gerðu sem frömdu lesta-fjöldamorðin í Lundúnum). 

En veðjar Maggi B. á stöðugan frið og farsæld, ef við hleypum sem flestum múslimum inn í landið?

Jón Valur Jensson, 21.8.2016 kl. 03:11

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Síðuhafi er vafalaust vopnum búinn með tölfræði um þessi óhæfuverk mexíkóa vs muslima?

Ég tek undir góðan pistil Jóns Vals næst á undan mér.

VIð lestur þessa bloggs rifjast enn á ný upp fyrir manni Herr Biedermann í Brennuvörgum hins svissneska Max Frisch, Biedermann und die Brandstifter - þorri íbúa vesturlanda eru í hlutveki Herr Biedermanns.

Nú er næsta víst að Biedermenn þessa heims bruni fram á ritvöllinn hérna að fornum sið bloggsins og öskra um að kristnin sé ekkert betri. Þess vegna skil ég hér eftir fræðslu í örstuttu myndbandi sem sýnir á myndrænan hátt framrás Jihad um heiminn versus krossferðir um árhundruðir. 

Þeir sem fara í sögubækurnar munu sjá að allt sem þarna er fjallað um stenst skoðun.

Þá skil ég einnig eftir fyrir þá sem vilja lengri og ítarlegri fræðslu um sama efni frá sama höfundi auk frekari lesningar fyrir þá fróðleiksþyrstu.

.

Stutt myndband um krossferðir vs. Jihad

https://www.youtube.com/watch?v=I_To-cV94Bo

.

Lengri útgáfa með fyrirlestri :

https://www.youtube.com/watch?v=SO5_QQVYlpA&list=UU0Uu4XnRS1hiz3JCpNFIuUg

.

Fundamentalism and out-group hostility:

 

http://www.wzb.eu/sites/default/files/u6/koopmans_englisch_ed.pdf

.

Nánari greining.

.

Religious fundamentalism and out-group hostility among Muslims and Christians in Western Europe :

.

http://www.wzb.eu/sites/default/files/u8/ruud_koopmans_religious_fundamentalism_and_out-group_hostility_among_muslims_and_christian.pdf

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.8.2016 kl. 06:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband